Engar frekari upplýsingar er að finna um málið í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar, nema að árásin átti sér stað í umdæminu Grafarvogur/Mosfellsbær/Árbær.
Lögreglu barst einnig tilkynning á vaktinni um rúðubrot í strætó.
Þá voru þrír stöðvaðir í umferðinni; einn fyrir akstur sviptur ökuréttindum, annar fyrir of hraðan akstur og sá þriðji fyrir akstur undir áhrifum.