Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2024 15:31 Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður rúmlega fjögur þúsund íbúðir af viðskiptavinum sínum. Um leið misstu tíu þúsund manns, menn konur og börn heimili sín. Þessi mikli fjöldi lenti í gífurlegum erfiðleikum við að tryggja húsnæði fjölskyldna sinna til framtíðar. Sögur af viðskiptum venjulegs heiðarlegs fólks við Íbúðalánasjóð eru margar hrollvekjandi og ljóst er að aðstöðumunur sjóðsins og viðskiptavinanna var mikill og réttlæti og staðreyndir lágu ekki á lausu. Sögur af framkvæmd uppboða vekja áhyggjur og brýn nauðsyn er að fara nánar yfir hvernig þau fóru fram. Verst er þó að heyra af afleiðingum framgöngu Íbúðalánasjóðs á líf þeirra fjölskyldna og einstaklinga sem í hlut áttu. Ein afleiðing var sú að meðalaldur þeirra sem eru nú á leigumarkaði hefur hækkað vegna þess hóps á miðjum aldri sem hraktist inn á leigumarkað og situr þar fast. Ljóst er að stór hluti þessa hóps á ekki afturkvæmt í eignarhúsnæði. Sumir brotnuðu í þessu gjörningaveðri og leituðu skjóls í eilífðinni. Það er þyngra en tárum taki. Greinarhöfundur hefur lagt töluverða vinnu í að komast til botns í þessu máli og reyna að vekja opinbera umræðu um örlög þessa hóps. Því miður hefur ekki reynst nægilegur áhugi hjá stærstu fjölmiðlum til þess að taka málið til umfjöllunar. Það hefur verið reynt ítrekað m.a. með því að afhenda fjölmiðlum gögn um málið ásamt upplýsingum um einstaklinga sem urðu fyrir skaða. Árangur af þeiri viðleitni er enginn. Mér finnst ekki í boði að hætta afskiptum af máli Íbúðalánasjóðs og viðskiptavina hans sem selt var ofan af. Með lögum skal land byggja. Það hefur verið torf að halda málinu á lofti utan þings. Það er ekki hvað síst þess vegna sem að greinarhöfundur sækist eftir sæti á Alþingi í komandi kosningum. Greinarhöfundur er þess fullviss að til þess að leiða mál þúsundanna til lykta, til þess að þoka málinu í réttlætisátt, til þess að varpa ljósi á framkvæmd uppboða, til þess að komast að raunverulegu söluferli íbúðanna þarfaðkomu Alþingis. Greinarhöfundur bendir því öllum sem eiga um sárt að binda, öllum sem leita svara, öllum sem sækjast eftir réttlæti á að velja þingmenn, sem vilja sinna þessu máli. Til dæmis með því að tryggja Miðflokknum góða kosningu til þess að hægt sé að vinna málinu af afli. Miðflokkurinn mun leggja sig fram. Ég hvet því ykkur öll sem viljið sjá árangur og lyktir í þessu máli að tryggja gott kjör Miðflokksins í komandi kosningum. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður rúmlega fjögur þúsund íbúðir af viðskiptavinum sínum. Um leið misstu tíu þúsund manns, menn konur og börn heimili sín. Þessi mikli fjöldi lenti í gífurlegum erfiðleikum við að tryggja húsnæði fjölskyldna sinna til framtíðar. Sögur af viðskiptum venjulegs heiðarlegs fólks við Íbúðalánasjóð eru margar hrollvekjandi og ljóst er að aðstöðumunur sjóðsins og viðskiptavinanna var mikill og réttlæti og staðreyndir lágu ekki á lausu. Sögur af framkvæmd uppboða vekja áhyggjur og brýn nauðsyn er að fara nánar yfir hvernig þau fóru fram. Verst er þó að heyra af afleiðingum framgöngu Íbúðalánasjóðs á líf þeirra fjölskyldna og einstaklinga sem í hlut áttu. Ein afleiðing var sú að meðalaldur þeirra sem eru nú á leigumarkaði hefur hækkað vegna þess hóps á miðjum aldri sem hraktist inn á leigumarkað og situr þar fast. Ljóst er að stór hluti þessa hóps á ekki afturkvæmt í eignarhúsnæði. Sumir brotnuðu í þessu gjörningaveðri og leituðu skjóls í eilífðinni. Það er þyngra en tárum taki. Greinarhöfundur hefur lagt töluverða vinnu í að komast til botns í þessu máli og reyna að vekja opinbera umræðu um örlög þessa hóps. Því miður hefur ekki reynst nægilegur áhugi hjá stærstu fjölmiðlum til þess að taka málið til umfjöllunar. Það hefur verið reynt ítrekað m.a. með því að afhenda fjölmiðlum gögn um málið ásamt upplýsingum um einstaklinga sem urðu fyrir skaða. Árangur af þeiri viðleitni er enginn. Mér finnst ekki í boði að hætta afskiptum af máli Íbúðalánasjóðs og viðskiptavina hans sem selt var ofan af. Með lögum skal land byggja. Það hefur verið torf að halda málinu á lofti utan þings. Það er ekki hvað síst þess vegna sem að greinarhöfundur sækist eftir sæti á Alþingi í komandi kosningum. Greinarhöfundur er þess fullviss að til þess að leiða mál þúsundanna til lykta, til þess að þoka málinu í réttlætisátt, til þess að varpa ljósi á framkvæmd uppboða, til þess að komast að raunverulegu söluferli íbúðanna þarfaðkomu Alþingis. Greinarhöfundur bendir því öllum sem eiga um sárt að binda, öllum sem leita svara, öllum sem sækjast eftir réttlæti á að velja þingmenn, sem vilja sinna þessu máli. Til dæmis með því að tryggja Miðflokknum góða kosningu til þess að hægt sé að vinna málinu af afli. Miðflokkurinn mun leggja sig fram. Ég hvet því ykkur öll sem viljið sjá árangur og lyktir í þessu máli að tryggja gott kjör Miðflokksins í komandi kosningum. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar