„En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2024 09:06 Gunnar Bergmann ræðir við karlmann sem hann segir hafa kynnt sig sem svissneskan fjárfesti og dregið sig á asnaeyrum í margar vikur undir því yfirskyni að ætla að fjárfesta í fasteignum hér á landi fyrir háar fjárhæðir. Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. Heimildin vitnaði á mánudag í leynilegar upptökur af Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar og fyrrverandi hrefnuveiðimanni, þar sem hann ræddi við erlendan mann sem sigldi undir fölsku flaggi. Maðurinn lést vera fjárfestir sem væri áhugasamur um fasteignaviðskipti en var í raun útsendari fyrirtækis sem sérhæfir sig í upplýsingaöflun, stundum með óheiðarlegum aðferðum, sem Heimildin sagði að ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andsnúin hvalveiðum hefðu ráðið til verksins. Tálbeitan fékk Gunnar til þess að ræða um hvalveiðar á Íslandi, aðkomu föður síns að þeim og nána vináttu við Kristján Loftsson, forstjóra og stærsta eiganda Hvals hf. Jón hafði þá tekið stöðu aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, starfandi forsætisráðherra, í matvælaráðuneytinu eftir að hann tapaði öðru sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns flokksins, í síðasta mánuði. Í upptökum af samtali Gunnars og tálbeitunnar sem Vísir fékk á miðvikudag lýsir Gunnar því að Jón hafi fallist á ósk Bjarna um að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá starf og að fyrir honum vakti að gefa aftur út leyfi til hvalveiða eftir að ráðherrar Vinstri grænna stöðvuðu veiðarnar. Tálbeitan heyrist lýsa aðdáun á að Jón ætlaði sér að ganga frá leyfunum fyrir vin sinn fyrir kosningarnar í lok nóvember. „Já, en við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn,“ heyrist Gunnar segja á ensku í myndbandinu að neðan. Mun gefa út ný leyfi Gunnar fer yfir aðdraganda þess að Jón tók stöðu aðstoðarmanns Bjarna í matvælaráðuneytinu eftir að Vinstri græn gengu út úr ríkisstjórnarsamstarfinu og Jón missti sæti sitt á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hafi gengið á eftir Jóni að taka sæti neðar á listanum. „Á endanum sagði hann: „Allt í lagi, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið en þú verður að gera svolítið fyrir mig. Ég verð að fá einhvern pall (e. platform),“ heyrist Gunnar segja við tálbeituna um það sem Jón hefði sagt við Bjarna. Það fyrsta sem Jón hafi gert í ráðuneytinu hafi verið að segjast ætla að ganga frá hvalveiðileyfum. „Vinstri flokkarnir eru að ganga af göflunum yfir því að Jón sé að fara vera fylgjandi hvalveiðum eða gefa þeim leyfi næstu fimm árin og hann mun gera það,“ segir Gunnar sem telur að föður sínum takist að leyfa hvalveiðar aftur, jafnvel þótt það verði hans síðasta verk í stjórnmálum. Konurnar í flokknum ósammála Jóni Þótt Gunnar segi að líklega sé allt að tveggja mánaða svigrúm eftir kosningar til þess að ganga frá leyfunum vilji faðir sinn gera það fyrir kjördag. „Hann vill gera þetta fyrir kosningarnar en sumir, sérstaklega konurnar og stelpurnar í flokknum hans eru ekki sammála honum. En ég held að honum takist það.“ Þetta brot úr samtalinu má heyra í klippunni að neðan. Þá lýsir Gunnar því að Bjarni forsætisráðherra geti ekki sjálfur afgreitt hvalveiðileyfi vegna fjölskyldutengsla við ónefnda eigendur Hvals hf. Það gæti því komið í hlut Þórdísar Kolbrúnar utanríkisráðherra að skrifa undir ákvörðun um veitingu leyfanna. Tálbeitan spyr þá hvort að utanríkisráðherrann sé líka „vinur“. „Nei, en í sama flokki þannig að við verðum að treysta á það,“ segir Gunnar. Bjarni sagði í vikunni að hann hefði rætt við utanríkisráðherra að mögulega koma að málinu. Að athuguðu máli hefði komið í ljós að hann væri hæfur til að taka ákvörðun um hvalveiðileyfi. Jón hafi greitt fyrir flugið en ekki annað Talið berst einnig að þingi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem fór fram í Perú í september. Gunnar segir að Kristján Loftsson hafi beðið Jón um að koma með sér þangað. „Þannig að hann fór og auðvitað borgaði faðir minn flugið til New York. Afgangurinn af ferðinni var ekki greiddur af honum,“ segir Gunnar brosandi. Jón skrifaði í Facebook-færslu á sínum tíma að hann hefði sjálfur greitt allan kostnað við ferðina eftir að þáverandi matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefði hafnað bón hans um að vera hluti af sendinefnd Íslands. Jón var fulltrúi samtakanna International Union for Conservation of Nature (IUCN) sem beita sér meðal annars fyrir sjálfbærri nýtingu auðlinda. Endurtók Jón í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér áður en umfjöllun Heimildarinnar birtist á mánudag að hann hefði sjálfur staðið straum af kostnaði við ferðalagið. Ferðin kemur ekki fram í hagsmunaskrá Jóns á Alþingisvefnum. Í skriflegu svari frá skrifstofustjóra Alþingis við fyrirspurn Vísis kemur fram að hún hefi ekki upplýsinga um ferðina. Sonurinn verið að reyna að heilla svikahrappinn Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur hafnað því að um einhvers konar kaup kaups hafi verið að ræða. Hann hafi einfaldlega beðið Jón um að aðstoða hann í matvælaráðuneytinu. Í síðustu viku beindi Bjarni þeim tilmælum til ráðuneytisstjórans að Jón kæmi ekki nálægt hvalveiðileyfum. „Sonur minn er venjulegur fjölskyldufaðir í rekstri, sem eyddi mörgum vikum í að eltast við gylliboð svikahrapps sem engin innistæða var fyrir. Í þeim samskiptum lagði hann mikið á sig til að heilla hinn meinta fjárfesti og tryggja viðskiptin, en fór rangt með í einhverjum málum sem þar voru til umræðu,“ sagði Jón í fyrrnefndri færslu á Facebook. Þá nefndi hann að sem aðstoðarmaður hefði hann engar heimildir til að hlutast um veitingu hvalveiðileyfa. Hvalveiðar Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar. 12. nóvember 2024 18:45 Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Bjarni Benediktsson hefur greint frá því að Jón Gunnarsson, settur aðstoðarmaður Bjarna í matvælaráðuneytinu, muni ekki koma að afgreiðslu hvalveiðileyfa í matvælaráðuneytinu. 12. nóvember 2024 16:02 Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar. 13. nóvember 2024 14:48 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Heimildin vitnaði á mánudag í leynilegar upptökur af Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar og fyrrverandi hrefnuveiðimanni, þar sem hann ræddi við erlendan mann sem sigldi undir fölsku flaggi. Maðurinn lést vera fjárfestir sem væri áhugasamur um fasteignaviðskipti en var í raun útsendari fyrirtækis sem sérhæfir sig í upplýsingaöflun, stundum með óheiðarlegum aðferðum, sem Heimildin sagði að ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andsnúin hvalveiðum hefðu ráðið til verksins. Tálbeitan fékk Gunnar til þess að ræða um hvalveiðar á Íslandi, aðkomu föður síns að þeim og nána vináttu við Kristján Loftsson, forstjóra og stærsta eiganda Hvals hf. Jón hafði þá tekið stöðu aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, starfandi forsætisráðherra, í matvælaráðuneytinu eftir að hann tapaði öðru sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns flokksins, í síðasta mánuði. Í upptökum af samtali Gunnars og tálbeitunnar sem Vísir fékk á miðvikudag lýsir Gunnar því að Jón hafi fallist á ósk Bjarna um að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá starf og að fyrir honum vakti að gefa aftur út leyfi til hvalveiða eftir að ráðherrar Vinstri grænna stöðvuðu veiðarnar. Tálbeitan heyrist lýsa aðdáun á að Jón ætlaði sér að ganga frá leyfunum fyrir vin sinn fyrir kosningarnar í lok nóvember. „Já, en við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn,“ heyrist Gunnar segja á ensku í myndbandinu að neðan. Mun gefa út ný leyfi Gunnar fer yfir aðdraganda þess að Jón tók stöðu aðstoðarmanns Bjarna í matvælaráðuneytinu eftir að Vinstri græn gengu út úr ríkisstjórnarsamstarfinu og Jón missti sæti sitt á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hafi gengið á eftir Jóni að taka sæti neðar á listanum. „Á endanum sagði hann: „Allt í lagi, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið en þú verður að gera svolítið fyrir mig. Ég verð að fá einhvern pall (e. platform),“ heyrist Gunnar segja við tálbeituna um það sem Jón hefði sagt við Bjarna. Það fyrsta sem Jón hafi gert í ráðuneytinu hafi verið að segjast ætla að ganga frá hvalveiðileyfum. „Vinstri flokkarnir eru að ganga af göflunum yfir því að Jón sé að fara vera fylgjandi hvalveiðum eða gefa þeim leyfi næstu fimm árin og hann mun gera það,“ segir Gunnar sem telur að föður sínum takist að leyfa hvalveiðar aftur, jafnvel þótt það verði hans síðasta verk í stjórnmálum. Konurnar í flokknum ósammála Jóni Þótt Gunnar segi að líklega sé allt að tveggja mánaða svigrúm eftir kosningar til þess að ganga frá leyfunum vilji faðir sinn gera það fyrir kjördag. „Hann vill gera þetta fyrir kosningarnar en sumir, sérstaklega konurnar og stelpurnar í flokknum hans eru ekki sammála honum. En ég held að honum takist það.“ Þetta brot úr samtalinu má heyra í klippunni að neðan. Þá lýsir Gunnar því að Bjarni forsætisráðherra geti ekki sjálfur afgreitt hvalveiðileyfi vegna fjölskyldutengsla við ónefnda eigendur Hvals hf. Það gæti því komið í hlut Þórdísar Kolbrúnar utanríkisráðherra að skrifa undir ákvörðun um veitingu leyfanna. Tálbeitan spyr þá hvort að utanríkisráðherrann sé líka „vinur“. „Nei, en í sama flokki þannig að við verðum að treysta á það,“ segir Gunnar. Bjarni sagði í vikunni að hann hefði rætt við utanríkisráðherra að mögulega koma að málinu. Að athuguðu máli hefði komið í ljós að hann væri hæfur til að taka ákvörðun um hvalveiðileyfi. Jón hafi greitt fyrir flugið en ekki annað Talið berst einnig að þingi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem fór fram í Perú í september. Gunnar segir að Kristján Loftsson hafi beðið Jón um að koma með sér þangað. „Þannig að hann fór og auðvitað borgaði faðir minn flugið til New York. Afgangurinn af ferðinni var ekki greiddur af honum,“ segir Gunnar brosandi. Jón skrifaði í Facebook-færslu á sínum tíma að hann hefði sjálfur greitt allan kostnað við ferðina eftir að þáverandi matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefði hafnað bón hans um að vera hluti af sendinefnd Íslands. Jón var fulltrúi samtakanna International Union for Conservation of Nature (IUCN) sem beita sér meðal annars fyrir sjálfbærri nýtingu auðlinda. Endurtók Jón í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér áður en umfjöllun Heimildarinnar birtist á mánudag að hann hefði sjálfur staðið straum af kostnaði við ferðalagið. Ferðin kemur ekki fram í hagsmunaskrá Jóns á Alþingisvefnum. Í skriflegu svari frá skrifstofustjóra Alþingis við fyrirspurn Vísis kemur fram að hún hefi ekki upplýsinga um ferðina. Sonurinn verið að reyna að heilla svikahrappinn Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur hafnað því að um einhvers konar kaup kaups hafi verið að ræða. Hann hafi einfaldlega beðið Jón um að aðstoða hann í matvælaráðuneytinu. Í síðustu viku beindi Bjarni þeim tilmælum til ráðuneytisstjórans að Jón kæmi ekki nálægt hvalveiðileyfum. „Sonur minn er venjulegur fjölskyldufaðir í rekstri, sem eyddi mörgum vikum í að eltast við gylliboð svikahrapps sem engin innistæða var fyrir. Í þeim samskiptum lagði hann mikið á sig til að heilla hinn meinta fjárfesti og tryggja viðskiptin, en fór rangt með í einhverjum málum sem þar voru til umræðu,“ sagði Jón í fyrrnefndri færslu á Facebook. Þá nefndi hann að sem aðstoðarmaður hefði hann engar heimildir til að hlutast um veitingu hvalveiðileyfa.
Hvalveiðar Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar. 12. nóvember 2024 18:45 Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Bjarni Benediktsson hefur greint frá því að Jón Gunnarsson, settur aðstoðarmaður Bjarna í matvælaráðuneytinu, muni ekki koma að afgreiðslu hvalveiðileyfa í matvælaráðuneytinu. 12. nóvember 2024 16:02 Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar. 13. nóvember 2024 14:48 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
„Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar. 12. nóvember 2024 18:45
Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Bjarni Benediktsson hefur greint frá því að Jón Gunnarsson, settur aðstoðarmaður Bjarna í matvælaráðuneytinu, muni ekki koma að afgreiðslu hvalveiðileyfa í matvælaráðuneytinu. 12. nóvember 2024 16:02
Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar. 13. nóvember 2024 14:48