Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 14:17 Það er ágætt að spyrja sig að þessu. Svona til að minna Samband íslenskra sveitarfélaga á, að það er ekki hægt til lengdar að borga laun sem eru í engu samræmi við menntunarkröfur. Samband íslenskra sveitarfélaga ætti að sjá sóma sinn í því að ýta á ríkisstjórnina að setja á föst fjárframlög til kennarastéttarinnar. Það liggur í augum uppi að sveitarfélögin hafa úr misjöfnu fjármagni að dreifa. Sum eru lítil, önnur eru stærri en þá með fleiri útgjaldaliði. Það lítur því þannig út að ef sveitarfélögin vilja réttlæti fyrir þessa stétt í þeirra samfélagi, að þá verður gera kröfur á ríkið. Það eru víst alltaf til peningar sem liggja á lausu. Nýlega var Árvakri og Sýn úthlutað107,2 mílljónir hvoru fyrir sig. Í huga flestra er þetta töluvert fé, sem hefði mátt renna til sveitarfélaga, svo þau geti uppfyllt loforð sem þau gáfu kennarastéttinni árið 2016, að jafna launin við laun þeirra sem starfa á öðrum markaði en hinu opinbera. Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Samkomulagið var eftirfarandi: „JÖFNUN LAUNA www.fjarmalaraduneyti.is • Það er sameiginleg stefna opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá ríkinu séu samkeppnishæf. • Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðinum. • Lögð verður áhersla á greiningu á launamuni milli opinbera og almenna markaðarins og þróuð aðferðafræði til að meta hann. • Skilgreind verða viðmið um hvenær beri að leiðrétta launamun einstakra hópa. • Látið verður á reyna hvort laun milli markaða jafnist við mótun nýs vinnumarkaðslíkans. • Settur verður á fót samráðshópur opinberra launagreiðenda og heildarsamtaka opinberra starfsmanna. Hópurinn mun setja fram áætlun um hvernig markmiði um jöfnun launa skuli náð innan áratugs með útfærslu í kjarasamningum. • Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma.“ (bls.14) (sjá hér). Það þykja ekki góð vísindi að svíkja heila stétt, hvar eru fyrirmyndir, hvað eru sveitarfélög og ríki að segja við almenning? Á ekki ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í að útvega það fjármagn sem þarf til að skólarnir gangi áfram sem best?. Ráðherrar eiga að ganga fyrir skjöldu og tryggja fjármagn. Í fjárlagafrumvarpinu má sjá að hvernig fjármagni er úthlutað og eru margar framkvæmdir tryggðar í fjárlögum. Það er nefnilega allt mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Nú eru kosningar framundan og kennarar líta til þeirra sem vilja og ætla að tryggja að jafna laun þeirra og önnur kjör, svo að þau séu samkeppnishæf við þá sem starfa á öðrum markaði. Höfundur er kennari og námsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það er ágætt að spyrja sig að þessu. Svona til að minna Samband íslenskra sveitarfélaga á, að það er ekki hægt til lengdar að borga laun sem eru í engu samræmi við menntunarkröfur. Samband íslenskra sveitarfélaga ætti að sjá sóma sinn í því að ýta á ríkisstjórnina að setja á föst fjárframlög til kennarastéttarinnar. Það liggur í augum uppi að sveitarfélögin hafa úr misjöfnu fjármagni að dreifa. Sum eru lítil, önnur eru stærri en þá með fleiri útgjaldaliði. Það lítur því þannig út að ef sveitarfélögin vilja réttlæti fyrir þessa stétt í þeirra samfélagi, að þá verður gera kröfur á ríkið. Það eru víst alltaf til peningar sem liggja á lausu. Nýlega var Árvakri og Sýn úthlutað107,2 mílljónir hvoru fyrir sig. Í huga flestra er þetta töluvert fé, sem hefði mátt renna til sveitarfélaga, svo þau geti uppfyllt loforð sem þau gáfu kennarastéttinni árið 2016, að jafna launin við laun þeirra sem starfa á öðrum markaði en hinu opinbera. Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Samkomulagið var eftirfarandi: „JÖFNUN LAUNA www.fjarmalaraduneyti.is • Það er sameiginleg stefna opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá ríkinu séu samkeppnishæf. • Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðinum. • Lögð verður áhersla á greiningu á launamuni milli opinbera og almenna markaðarins og þróuð aðferðafræði til að meta hann. • Skilgreind verða viðmið um hvenær beri að leiðrétta launamun einstakra hópa. • Látið verður á reyna hvort laun milli markaða jafnist við mótun nýs vinnumarkaðslíkans. • Settur verður á fót samráðshópur opinberra launagreiðenda og heildarsamtaka opinberra starfsmanna. Hópurinn mun setja fram áætlun um hvernig markmiði um jöfnun launa skuli náð innan áratugs með útfærslu í kjarasamningum. • Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma.“ (bls.14) (sjá hér). Það þykja ekki góð vísindi að svíkja heila stétt, hvar eru fyrirmyndir, hvað eru sveitarfélög og ríki að segja við almenning? Á ekki ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í að útvega það fjármagn sem þarf til að skólarnir gangi áfram sem best?. Ráðherrar eiga að ganga fyrir skjöldu og tryggja fjármagn. Í fjárlagafrumvarpinu má sjá að hvernig fjármagni er úthlutað og eru margar framkvæmdir tryggðar í fjárlögum. Það er nefnilega allt mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Nú eru kosningar framundan og kennarar líta til þeirra sem vilja og ætla að tryggja að jafna laun þeirra og önnur kjör, svo að þau séu samkeppnishæf við þá sem starfa á öðrum markaði. Höfundur er kennari og námsráðgjafi.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun