Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 14:45 Allir landsmenn eiga að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Góðar samgöngur í okkar dreifbýla landi skipta þar lykilmáli. Margir íbúar Norðvesturkjördæmis þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, yfir heiðar eða undir hættulegum hlíðum, auk þess að búa við takmarkaða vetrarþjónustu sem getur heft för. Fyrsta hjálp getur skipt sköpum. Fyrir fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu ásamt öruggum samgöngum, traustum fjarskiptum og fjölbreyttum atvinnutækifærum grundvallaratriði. Sérhæfingin og samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi heimila í dreifðum byggðum að heilbrigðisþjónustu. Leita þarf leiða til að tryggja þjónustu sérfræðilækna á heilsugæslunni. Samfylkingin leggur til að þetta verði gert í gegnum næstu samninga við sérgreinalækna þar sem lögð verði áhersla á að jafna aðgengi um land allt enda er þjónustan fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Styrkja þarf fyrsta viðbragð um land allt og stytta viðbragðstíma, m.a. með sjúkra- og björgunarþyrlum. Eitt af því sem myndi skipta sköpum væri að fjölga í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar og staðsetja eina sérútbúna sjúkra- og björgunarþyrlu utan höfuðborgarsvæðisins. Tryggja verður öryggi sjúklinga og hann á ekki að greiða flutninginn úr eigin vasa. Þess vegna vill Samfylkingin setja aukin kraft í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á áhrifum af samþjöppun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum Vinna þarf áfram að hærra menntunarstigi sjúkraflutningafólks, ekki síst í dreifbýli þar sem fyrsta viðbragð skiptir mestu máli. Fyrsta hjálp á staðnum getur bjargað mannslífum. Samfylkingin vill uppfæra greiðsluþátttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og taka þarf tekjutap fjölskyldna inn í reikninginn. Breyta þarf reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða. Við getum ekki látið efnahag eða búsetu fólks verða til þess að það leiti sér ekki læknisþjónustu eða fyrirbyggjandi meðferða. Heilbrigðiskerfið skiptir okkur öll máli og við verðum að halda áfram að þróa það svo það geti betur þjónað landsmönnum öllum í breyttum samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Heilbrigðismál Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allir landsmenn eiga að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Góðar samgöngur í okkar dreifbýla landi skipta þar lykilmáli. Margir íbúar Norðvesturkjördæmis þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, yfir heiðar eða undir hættulegum hlíðum, auk þess að búa við takmarkaða vetrarþjónustu sem getur heft för. Fyrsta hjálp getur skipt sköpum. Fyrir fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu ásamt öruggum samgöngum, traustum fjarskiptum og fjölbreyttum atvinnutækifærum grundvallaratriði. Sérhæfingin og samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi heimila í dreifðum byggðum að heilbrigðisþjónustu. Leita þarf leiða til að tryggja þjónustu sérfræðilækna á heilsugæslunni. Samfylkingin leggur til að þetta verði gert í gegnum næstu samninga við sérgreinalækna þar sem lögð verði áhersla á að jafna aðgengi um land allt enda er þjónustan fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Styrkja þarf fyrsta viðbragð um land allt og stytta viðbragðstíma, m.a. með sjúkra- og björgunarþyrlum. Eitt af því sem myndi skipta sköpum væri að fjölga í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar og staðsetja eina sérútbúna sjúkra- og björgunarþyrlu utan höfuðborgarsvæðisins. Tryggja verður öryggi sjúklinga og hann á ekki að greiða flutninginn úr eigin vasa. Þess vegna vill Samfylkingin setja aukin kraft í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á áhrifum af samþjöppun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum Vinna þarf áfram að hærra menntunarstigi sjúkraflutningafólks, ekki síst í dreifbýli þar sem fyrsta viðbragð skiptir mestu máli. Fyrsta hjálp á staðnum getur bjargað mannslífum. Samfylkingin vill uppfæra greiðsluþátttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og taka þarf tekjutap fjölskyldna inn í reikninginn. Breyta þarf reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða. Við getum ekki látið efnahag eða búsetu fólks verða til þess að það leiti sér ekki læknisþjónustu eða fyrirbyggjandi meðferða. Heilbrigðiskerfið skiptir okkur öll máli og við verðum að halda áfram að þróa það svo það geti betur þjónað landsmönnum öllum í breyttum samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar