Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Aron Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2024 12:06 Daníel Tristan er leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Malmö. Malmö Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur íslensku knattspyrnugoðsagnarinnar Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur, segir aðeins tímaspursmál hvenær hann muni sýna hvað í sér býr af fullum krafti inn á knattspyrnuvellinum. Daníel er leikmaður Svíþjóðarmeistara Malmö og hefur búið við eftirvæntingu í sinn garð sökum Guðjohnsen nafnsins en segist sjálfur ekki skulda neinum neitt sökum þess nafns. Íslendingurinn var í viðtali við sænska miðilinn Expressen á dögunum þar sem að hann ræddi meðal annars tíma sinn hjá Malmö til þessa sem segja má að hafi ekki verið nein gönguferð í garðinum. Meiðsli hafa hamlað framgöngu Daníels Tristans í liðinu en hann gekk til liðs við Malmö frá akademíu Real Madrid árið 2022. „Framtíðin var björt,“ segir Daníel í samtali við Expressen. „Ég sá aðeins bjarta tíma fram undan. Bjóst við því að fá meiri og meiri spiltíma en svo kom skellurinn.“ Bakmeiðsli plöguðu Daníel Tristan í fyrra. Álagsmeiðsl komu svo í ljós í ágúst það sama ár. Meiðsli sem héldu honum meira og minna frá knattspyrnuvellinum þar til í mars fyrr á þessu ári. „Þetta hefur verið krefjandi ár. Ég hefði viljað spila meira en samkeppnin er mikil hjá Malmö,“ segir Daníel sem vill ekki taka undir það að eitt ár af ferlinum hafi farið í vaskinn. „Ég glataði jú einu ári af fótboltaiðkun en ég græddi ár í líkamsræktarsalnum þar sem að ég byggði upp vöðva. Með því að verða sterkari verður það auðveldara fyrir mig að spila gegn þeim eldri,“ bætti hann við og segist ekki hafa stressað sig of mikið af þessum hrakförum. Hann sé enn ungur að árum. Guðjohnsen nafnið er þekkt víða um heim eftir glæsta ferla Arnórs Guðjohnsen, afa Daníels sem og föður hans Eiðs Smára Guðjohnsen. Synir Eiðs Smára eru þrír og allir atvinnumenn í knattspyrnu. Því hefur fylgt eftirvænting og að einhverju leiti dulin pressa varðandi það hvort strákarnir geti fetað í fótspor pabba og afa síns en þeir láta það ekkert á sig fá. Eiður Smári í leik með Barcelona á sínum tímaVísir/Getty „Ég skulda engum neitt vegna nafns míns. Faðir minn átti sinn feril og ég á minn. Bræður mínir eiga sína ferla. Ég einblíni bara á að verða betri með degi hverjum…„Maður verður vanur þessu. Þegar að maður er yngri gæti þetta haft áhrif á mann, en þá meira á jákvæðan hátt. Þú nýtur þess að fólk hefur trú á þér og maður telur sjálfur að maður muni ná langt og verða bestur.“ Daníel Tristan er ekki á því að halda frá Malmö í leit að meiri spiltíma. Aðspurður hvort hann hafi hug á því að fara á láni eitthvert annað er hann stuttorður og skýr í sínu svari: „Ég vil vera áfram hérna og keppa um sæti. Framtíðin er enn björt. Það býr mikið í mér og aðeins tímaspursmál hvenær ég mun sýna það.“ Sænski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Sjá meira
Daníel er leikmaður Svíþjóðarmeistara Malmö og hefur búið við eftirvæntingu í sinn garð sökum Guðjohnsen nafnsins en segist sjálfur ekki skulda neinum neitt sökum þess nafns. Íslendingurinn var í viðtali við sænska miðilinn Expressen á dögunum þar sem að hann ræddi meðal annars tíma sinn hjá Malmö til þessa sem segja má að hafi ekki verið nein gönguferð í garðinum. Meiðsli hafa hamlað framgöngu Daníels Tristans í liðinu en hann gekk til liðs við Malmö frá akademíu Real Madrid árið 2022. „Framtíðin var björt,“ segir Daníel í samtali við Expressen. „Ég sá aðeins bjarta tíma fram undan. Bjóst við því að fá meiri og meiri spiltíma en svo kom skellurinn.“ Bakmeiðsli plöguðu Daníel Tristan í fyrra. Álagsmeiðsl komu svo í ljós í ágúst það sama ár. Meiðsli sem héldu honum meira og minna frá knattspyrnuvellinum þar til í mars fyrr á þessu ári. „Þetta hefur verið krefjandi ár. Ég hefði viljað spila meira en samkeppnin er mikil hjá Malmö,“ segir Daníel sem vill ekki taka undir það að eitt ár af ferlinum hafi farið í vaskinn. „Ég glataði jú einu ári af fótboltaiðkun en ég græddi ár í líkamsræktarsalnum þar sem að ég byggði upp vöðva. Með því að verða sterkari verður það auðveldara fyrir mig að spila gegn þeim eldri,“ bætti hann við og segist ekki hafa stressað sig of mikið af þessum hrakförum. Hann sé enn ungur að árum. Guðjohnsen nafnið er þekkt víða um heim eftir glæsta ferla Arnórs Guðjohnsen, afa Daníels sem og föður hans Eiðs Smára Guðjohnsen. Synir Eiðs Smára eru þrír og allir atvinnumenn í knattspyrnu. Því hefur fylgt eftirvænting og að einhverju leiti dulin pressa varðandi það hvort strákarnir geti fetað í fótspor pabba og afa síns en þeir láta það ekkert á sig fá. Eiður Smári í leik með Barcelona á sínum tímaVísir/Getty „Ég skulda engum neitt vegna nafns míns. Faðir minn átti sinn feril og ég á minn. Bræður mínir eiga sína ferla. Ég einblíni bara á að verða betri með degi hverjum…„Maður verður vanur þessu. Þegar að maður er yngri gæti þetta haft áhrif á mann, en þá meira á jákvæðan hátt. Þú nýtur þess að fólk hefur trú á þér og maður telur sjálfur að maður muni ná langt og verða bestur.“ Daníel Tristan er ekki á því að halda frá Malmö í leit að meiri spiltíma. Aðspurður hvort hann hafi hug á því að fara á láni eitthvert annað er hann stuttorður og skýr í sínu svari: „Ég vil vera áfram hérna og keppa um sæti. Framtíðin er enn björt. Það býr mikið í mér og aðeins tímaspursmál hvenær ég mun sýna það.“
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Sjá meira