Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2024 10:55 Skjáskot af tveimur nýlegum myndböndum af aftökum á úkraínskum stríðsföngum. Ráðamenn í Úkraínu segja rússneska hermenn taka sífellt fleiri úkraínska stríðsfanga af lífi. Oft á tíðum hafi stríðsfangar verið skotnir til bana í návígi, eftir að þeir hafa verið teknir höndum og hafa Rússar jafnvel tekið sig upp taka menn af lífi og birt myndböndin á netinu. Aftökum virðist hafa fjölgað mjög á þessu ári. Frá því innrás Rússa hófst hafa yfirvöld í Úkraínu að minnsta kosti 43 tilfelli og aftökur á 113 stríðsföngum til rannsóknar. Rúmlega þriðjungur þeirra mála er frá þessu ári en inn í þessum tölum er ekki alveg nýjustu tilfellin. Í svörum frá ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post segir að tilkynningar um aftökur berist nánast í hverri viku. Á undanförnum vikum hafi tilfellum fjölgað talsvert og fregnir borist af því að á fjórða tug stríðsfanga hafi verið teknir af lífi. Á dögunum náðu Úkraínumenn myndbandi af því þegar rússneskir hermenn tóku sextán úkraínska hermenn af lífi nærri Pokrovs í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: „Einstaklega blóðugur“ september Tvö nýleg tilfelli þar sem úkraínskir hermenn voru teknir af lífi í haldi Rússa litu dagsins ljós á dögunum. Í öðru tilfellinu var atvikið fangað á dróna af Úkraínumönnum en í hinu tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir skutu særðan úkraínskan hermann til bana, skömmu eftir að þeir spjölluðu við hann þar sem hann lá í götunni. Aftökurnar virðast kerfisbundnar og það að hermenn taki þær upp og birti á netinu, gefur sterklega til kynna að þeir búist ekki við því að verða refsað. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Ekki einangruð tilfelli Embættismenn í Úkraínu segja að þeir noti myndbönd sem fönguð séu með drónum eða sem Rússar birti sjálfir, til að varpa ljósi á aftökur. Einnig sé notast við hleruð símtöl þar sem rússneskir hermenn segja ættingjum sínum heima frá aftökum. Það að taka menn sem hafa gefist upp af lífi er brot á Genfarsáttmálanum og stríðsglæpur. „Við höfum sannanir fyrir því að þetta séu ekki einangruð tilfelli, heldur hluti af kerfisbundinni stefnu, sem sé ekki einungis liðin af yfirmönnum hersins og pólitískum leiðtogum, heldur hvetji þeir til þeirra,“ segir í áðurnefndum svörum ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í síðasta mánuði að rússneskir hermenn hefðu framið nærri því 140 þúsund stríðsglæpi í Úkraínu frá febrúar 2022. Sökuðu Rússa um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Aftökum virðist hafa fjölgað mjög á þessu ári. Frá því innrás Rússa hófst hafa yfirvöld í Úkraínu að minnsta kosti 43 tilfelli og aftökur á 113 stríðsföngum til rannsóknar. Rúmlega þriðjungur þeirra mála er frá þessu ári en inn í þessum tölum er ekki alveg nýjustu tilfellin. Í svörum frá ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post segir að tilkynningar um aftökur berist nánast í hverri viku. Á undanförnum vikum hafi tilfellum fjölgað talsvert og fregnir borist af því að á fjórða tug stríðsfanga hafi verið teknir af lífi. Á dögunum náðu Úkraínumenn myndbandi af því þegar rússneskir hermenn tóku sextán úkraínska hermenn af lífi nærri Pokrovs í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: „Einstaklega blóðugur“ september Tvö nýleg tilfelli þar sem úkraínskir hermenn voru teknir af lífi í haldi Rússa litu dagsins ljós á dögunum. Í öðru tilfellinu var atvikið fangað á dróna af Úkraínumönnum en í hinu tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir skutu særðan úkraínskan hermann til bana, skömmu eftir að þeir spjölluðu við hann þar sem hann lá í götunni. Aftökurnar virðast kerfisbundnar og það að hermenn taki þær upp og birti á netinu, gefur sterklega til kynna að þeir búist ekki við því að verða refsað. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Ekki einangruð tilfelli Embættismenn í Úkraínu segja að þeir noti myndbönd sem fönguð séu með drónum eða sem Rússar birti sjálfir, til að varpa ljósi á aftökur. Einnig sé notast við hleruð símtöl þar sem rússneskir hermenn segja ættingjum sínum heima frá aftökum. Það að taka menn sem hafa gefist upp af lífi er brot á Genfarsáttmálanum og stríðsglæpur. „Við höfum sannanir fyrir því að þetta séu ekki einangruð tilfelli, heldur hluti af kerfisbundinni stefnu, sem sé ekki einungis liðin af yfirmönnum hersins og pólitískum leiðtogum, heldur hvetji þeir til þeirra,“ segir í áðurnefndum svörum ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í síðasta mánuði að rússneskir hermenn hefðu framið nærri því 140 þúsund stríðsglæpi í Úkraínu frá febrúar 2022. Sökuðu Rússa um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira