Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar 12. nóvember 2024 15:45 Frá árinu 2007 hefur ferðasjóður íþróttafélaga fengið framlag á fjárlögum Alþingis og er ljóst að ferðasjóðurinn þarf að fá verulega hækkun á fjárlögum á næstu árum. Framlag ríkisins í ferðasjóðinn er beinn fjárhagslegur stuðningur við iðkendur í íþróttum og fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega íbúa landsbyggðarinnnar sem þurfa að fara um langan veg mörgum sinnum á ári til að taka þátt í keppni í skipulögðu íþróttastarfi. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands-ÍSÍ sér um úthlutun sjóðsins fyrir hönd ríkisins. Í síðustu úthlutun voru 123,9 milljónir sem úthlutað var en heildarupphæð umsókna voru um 650 milljónir. Þarna er eingöngu verið að horfa til ferðakostnaðar ekki gisti-og uppihaldskostnaðar en sá kostnaður hefur hækkað töluvert mikið á undanförnum árum. Það er því kominn tími til að bæta gisti og uppihaldskostnaði við úthlutun sjóðsins og það verður ekki hægt nema að ríkisvaldið komi með öflugan stuðning inn í hann. Mörg félög á landsbyggðinni og þeirra sjálfboðaliðar leggja á sig mjög mikla vinnu eingöngu við að fjárafla fyrir keppnisferðum ásamt því að sinna hinu hefðbundna íþróttastarfi sem er ansi fjölbreytt. Samfylkingin vill draga úr ójöfnuði og aðstöðumun í íslensku samfélagi, aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga er eitt af þeim verkfærum sem Alþingi getur eflt ennfrekar til að börn hvar sem þau búa á landinu njóti enn jafnari tækifæra til íþrótta- og tómstunda sem er eitt af markmiðum okkar í Samfylkingunni. Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Hannes S. Jónsson Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2007 hefur ferðasjóður íþróttafélaga fengið framlag á fjárlögum Alþingis og er ljóst að ferðasjóðurinn þarf að fá verulega hækkun á fjárlögum á næstu árum. Framlag ríkisins í ferðasjóðinn er beinn fjárhagslegur stuðningur við iðkendur í íþróttum og fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega íbúa landsbyggðarinnnar sem þurfa að fara um langan veg mörgum sinnum á ári til að taka þátt í keppni í skipulögðu íþróttastarfi. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands-ÍSÍ sér um úthlutun sjóðsins fyrir hönd ríkisins. Í síðustu úthlutun voru 123,9 milljónir sem úthlutað var en heildarupphæð umsókna voru um 650 milljónir. Þarna er eingöngu verið að horfa til ferðakostnaðar ekki gisti-og uppihaldskostnaðar en sá kostnaður hefur hækkað töluvert mikið á undanförnum árum. Það er því kominn tími til að bæta gisti og uppihaldskostnaði við úthlutun sjóðsins og það verður ekki hægt nema að ríkisvaldið komi með öflugan stuðning inn í hann. Mörg félög á landsbyggðinni og þeirra sjálfboðaliðar leggja á sig mjög mikla vinnu eingöngu við að fjárafla fyrir keppnisferðum ásamt því að sinna hinu hefðbundna íþróttastarfi sem er ansi fjölbreytt. Samfylkingin vill draga úr ójöfnuði og aðstöðumun í íslensku samfélagi, aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga er eitt af þeim verkfærum sem Alþingi getur eflt ennfrekar til að börn hvar sem þau búa á landinu njóti enn jafnari tækifæra til íþrótta- og tómstunda sem er eitt af markmiðum okkar í Samfylkingunni. Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar