Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2024 13:39 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er af flestum talin valdamesta kona í heiminum. Svo virðist sem viðhorf til valdamikilla kvenna fari versnandi. Michele Tantussi/Getty Niðurstöður vísitölunnar ,,Reykjavik Index for leadership“ benda til bakslags í viðhorfi til kvenna í leiðtogastörfum á heimsvísu. Ísland er efst í vísitölunni en tapar tveimur stigum á milli ára. Í fréttatilkynningu frá Heimsþingi kvenleiðtoga segir að niðurstöðurnar hafi verið kynntar á þinginu í Hörpu í dag. Vísitalan, sem sé þróuð af Verian í samstarfi við Reykjavík Global Forum, meti samfélagsleg viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í 23 ólíkum starfsgreinum. Vísitalan sé birt á kvarðanum einn upp í hundrað, sem endurspegli að allt samfélagið telji að konur og karlar séu jafnhæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Ísland vel yfir meðaltali G7 ríkjanna Þetta sé sjötta árið í röð sem vísitalan er kynnt og í ár viðhorf svarenda í G7 ríkjunum, Íslandi, Kenía og Bandaríkjunum verið mæld. Ísland sé efst á kvarðanum, með 87 stig en lækki um tvo stig á milli ára. Meðaltal G7 ríkjanna sé 68 stig. „Þrátt fyrir ágætar niðurstöður á Íslandi þá varpa niðurstöðurnar ljósi á bakslag í viðhorfi til kvenna í forystuhlutverkum í samfélaginu,“ segir í tilkynningu. Kanada hafi mælst með 71 stig, Frakkland 69 stig, Þýskaland 62 stig, Ítalía 64 stig, Japan 66 stig, Bretland 74 stig og Bandaríkin með 68 stig. Vísitalan hafi mælst 73 stig fyrir G7 löndin á árunum 2019 til 2021, en mælist núna 68 stig og hafi aldrei verið lægri. Innan við helmingur Bandaríkjamanna sáttur með konur í stjórnmálum Þá segir að aðeins 47 prósent svarenda í Bandaríkjunum hafi sagst vera „sáttir“ með konu sem leiðtoga í stjórnmálum. Tölurnar séu svipaðar fyrir konur í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, meðaltalið fyrir G7 sé 50 prósent. „Nýjustu niðurstöður vísitölunnar sýna aukna pólun í samfélögum G7-landanna, þar sem togstreita milli jafnréttisviðleitni og „bakslags“ í átt að „gamaldags“ hlutverkum er áberandi. Þessi þróun er sérstaklega áberandi meðal yngri aldurshópa. Þegar kemur að forystu í viðskiptalífinu í Bandaríkjunum segjast rétt rúmlega helmingur (53%) svarenda vera mjög sáttir með konu sem forstjóra stórs fyrirtækis. Þessar niðurstöður undirstrika þær áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar þær sækjast eftir og gegna forystuhlutverkum í atvinnulífinu.“ Konur betur fallnar til starfa sem tengjast umhyggju og uppeldi Í tilkynningu er helstu niðurstöður Reykjavíkurvísitölunnar fyrir Bandaríkin árið 2024 teknar saman. Þær eru eftirfarandi: Auknir kynjafordómar: Vísitölustigið 68 fyrir Bandaríkin sýnir víðtæka fordóma, þar sem yngra fólk (18-34 ára) sýnir meiri fordóma en eldri hópar. Munur á viðhorfum til kynja: Kynjaskipting kemur einnig fram í svörunum, þar sem viðhorf karla gefa til kynna að um er að ræða aukna fordóma til kvenna. Gamaldags viðhorf til kynhlutverka: Víða í G7-ríkjunum er vísað til ‘aftuför í viðhorfum til kynjahlutverka. Konur eru taldar betur fallnar til starfa á sviðum sem tengjast umhyggju og uppeldi, svo sem í barnagæslu, en síður á sviðum sem talin eru karllæg. Jafnréttismál Reykjavík Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Heimsþingi kvenleiðtoga segir að niðurstöðurnar hafi verið kynntar á þinginu í Hörpu í dag. Vísitalan, sem sé þróuð af Verian í samstarfi við Reykjavík Global Forum, meti samfélagsleg viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í 23 ólíkum starfsgreinum. Vísitalan sé birt á kvarðanum einn upp í hundrað, sem endurspegli að allt samfélagið telji að konur og karlar séu jafnhæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Ísland vel yfir meðaltali G7 ríkjanna Þetta sé sjötta árið í röð sem vísitalan er kynnt og í ár viðhorf svarenda í G7 ríkjunum, Íslandi, Kenía og Bandaríkjunum verið mæld. Ísland sé efst á kvarðanum, með 87 stig en lækki um tvo stig á milli ára. Meðaltal G7 ríkjanna sé 68 stig. „Þrátt fyrir ágætar niðurstöður á Íslandi þá varpa niðurstöðurnar ljósi á bakslag í viðhorfi til kvenna í forystuhlutverkum í samfélaginu,“ segir í tilkynningu. Kanada hafi mælst með 71 stig, Frakkland 69 stig, Þýskaland 62 stig, Ítalía 64 stig, Japan 66 stig, Bretland 74 stig og Bandaríkin með 68 stig. Vísitalan hafi mælst 73 stig fyrir G7 löndin á árunum 2019 til 2021, en mælist núna 68 stig og hafi aldrei verið lægri. Innan við helmingur Bandaríkjamanna sáttur með konur í stjórnmálum Þá segir að aðeins 47 prósent svarenda í Bandaríkjunum hafi sagst vera „sáttir“ með konu sem leiðtoga í stjórnmálum. Tölurnar séu svipaðar fyrir konur í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, meðaltalið fyrir G7 sé 50 prósent. „Nýjustu niðurstöður vísitölunnar sýna aukna pólun í samfélögum G7-landanna, þar sem togstreita milli jafnréttisviðleitni og „bakslags“ í átt að „gamaldags“ hlutverkum er áberandi. Þessi þróun er sérstaklega áberandi meðal yngri aldurshópa. Þegar kemur að forystu í viðskiptalífinu í Bandaríkjunum segjast rétt rúmlega helmingur (53%) svarenda vera mjög sáttir með konu sem forstjóra stórs fyrirtækis. Þessar niðurstöður undirstrika þær áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar þær sækjast eftir og gegna forystuhlutverkum í atvinnulífinu.“ Konur betur fallnar til starfa sem tengjast umhyggju og uppeldi Í tilkynningu er helstu niðurstöður Reykjavíkurvísitölunnar fyrir Bandaríkin árið 2024 teknar saman. Þær eru eftirfarandi: Auknir kynjafordómar: Vísitölustigið 68 fyrir Bandaríkin sýnir víðtæka fordóma, þar sem yngra fólk (18-34 ára) sýnir meiri fordóma en eldri hópar. Munur á viðhorfum til kynja: Kynjaskipting kemur einnig fram í svörunum, þar sem viðhorf karla gefa til kynna að um er að ræða aukna fordóma til kvenna. Gamaldags viðhorf til kynhlutverka: Víða í G7-ríkjunum er vísað til ‘aftuför í viðhorfum til kynjahlutverka. Konur eru taldar betur fallnar til starfa á sviðum sem tengjast umhyggju og uppeldi, svo sem í barnagæslu, en síður á sviðum sem talin eru karllæg.
Jafnréttismál Reykjavík Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira