Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2024 13:39 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er af flestum talin valdamesta kona í heiminum. Svo virðist sem viðhorf til valdamikilla kvenna fari versnandi. Michele Tantussi/Getty Niðurstöður vísitölunnar ,,Reykjavik Index for leadership“ benda til bakslags í viðhorfi til kvenna í leiðtogastörfum á heimsvísu. Ísland er efst í vísitölunni en tapar tveimur stigum á milli ára. Í fréttatilkynningu frá Heimsþingi kvenleiðtoga segir að niðurstöðurnar hafi verið kynntar á þinginu í Hörpu í dag. Vísitalan, sem sé þróuð af Verian í samstarfi við Reykjavík Global Forum, meti samfélagsleg viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í 23 ólíkum starfsgreinum. Vísitalan sé birt á kvarðanum einn upp í hundrað, sem endurspegli að allt samfélagið telji að konur og karlar séu jafnhæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Ísland vel yfir meðaltali G7 ríkjanna Þetta sé sjötta árið í röð sem vísitalan er kynnt og í ár viðhorf svarenda í G7 ríkjunum, Íslandi, Kenía og Bandaríkjunum verið mæld. Ísland sé efst á kvarðanum, með 87 stig en lækki um tvo stig á milli ára. Meðaltal G7 ríkjanna sé 68 stig. „Þrátt fyrir ágætar niðurstöður á Íslandi þá varpa niðurstöðurnar ljósi á bakslag í viðhorfi til kvenna í forystuhlutverkum í samfélaginu,“ segir í tilkynningu. Kanada hafi mælst með 71 stig, Frakkland 69 stig, Þýskaland 62 stig, Ítalía 64 stig, Japan 66 stig, Bretland 74 stig og Bandaríkin með 68 stig. Vísitalan hafi mælst 73 stig fyrir G7 löndin á árunum 2019 til 2021, en mælist núna 68 stig og hafi aldrei verið lægri. Innan við helmingur Bandaríkjamanna sáttur með konur í stjórnmálum Þá segir að aðeins 47 prósent svarenda í Bandaríkjunum hafi sagst vera „sáttir“ með konu sem leiðtoga í stjórnmálum. Tölurnar séu svipaðar fyrir konur í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, meðaltalið fyrir G7 sé 50 prósent. „Nýjustu niðurstöður vísitölunnar sýna aukna pólun í samfélögum G7-landanna, þar sem togstreita milli jafnréttisviðleitni og „bakslags“ í átt að „gamaldags“ hlutverkum er áberandi. Þessi þróun er sérstaklega áberandi meðal yngri aldurshópa. Þegar kemur að forystu í viðskiptalífinu í Bandaríkjunum segjast rétt rúmlega helmingur (53%) svarenda vera mjög sáttir með konu sem forstjóra stórs fyrirtækis. Þessar niðurstöður undirstrika þær áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar þær sækjast eftir og gegna forystuhlutverkum í atvinnulífinu.“ Konur betur fallnar til starfa sem tengjast umhyggju og uppeldi Í tilkynningu er helstu niðurstöður Reykjavíkurvísitölunnar fyrir Bandaríkin árið 2024 teknar saman. Þær eru eftirfarandi: Auknir kynjafordómar: Vísitölustigið 68 fyrir Bandaríkin sýnir víðtæka fordóma, þar sem yngra fólk (18-34 ára) sýnir meiri fordóma en eldri hópar. Munur á viðhorfum til kynja: Kynjaskipting kemur einnig fram í svörunum, þar sem viðhorf karla gefa til kynna að um er að ræða aukna fordóma til kvenna. Gamaldags viðhorf til kynhlutverka: Víða í G7-ríkjunum er vísað til ‘aftuför í viðhorfum til kynjahlutverka. Konur eru taldar betur fallnar til starfa á sviðum sem tengjast umhyggju og uppeldi, svo sem í barnagæslu, en síður á sviðum sem talin eru karllæg. Jafnréttismál Reykjavík Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Heimsþingi kvenleiðtoga segir að niðurstöðurnar hafi verið kynntar á þinginu í Hörpu í dag. Vísitalan, sem sé þróuð af Verian í samstarfi við Reykjavík Global Forum, meti samfélagsleg viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í 23 ólíkum starfsgreinum. Vísitalan sé birt á kvarðanum einn upp í hundrað, sem endurspegli að allt samfélagið telji að konur og karlar séu jafnhæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Ísland vel yfir meðaltali G7 ríkjanna Þetta sé sjötta árið í röð sem vísitalan er kynnt og í ár viðhorf svarenda í G7 ríkjunum, Íslandi, Kenía og Bandaríkjunum verið mæld. Ísland sé efst á kvarðanum, með 87 stig en lækki um tvo stig á milli ára. Meðaltal G7 ríkjanna sé 68 stig. „Þrátt fyrir ágætar niðurstöður á Íslandi þá varpa niðurstöðurnar ljósi á bakslag í viðhorfi til kvenna í forystuhlutverkum í samfélaginu,“ segir í tilkynningu. Kanada hafi mælst með 71 stig, Frakkland 69 stig, Þýskaland 62 stig, Ítalía 64 stig, Japan 66 stig, Bretland 74 stig og Bandaríkin með 68 stig. Vísitalan hafi mælst 73 stig fyrir G7 löndin á árunum 2019 til 2021, en mælist núna 68 stig og hafi aldrei verið lægri. Innan við helmingur Bandaríkjamanna sáttur með konur í stjórnmálum Þá segir að aðeins 47 prósent svarenda í Bandaríkjunum hafi sagst vera „sáttir“ með konu sem leiðtoga í stjórnmálum. Tölurnar séu svipaðar fyrir konur í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, meðaltalið fyrir G7 sé 50 prósent. „Nýjustu niðurstöður vísitölunnar sýna aukna pólun í samfélögum G7-landanna, þar sem togstreita milli jafnréttisviðleitni og „bakslags“ í átt að „gamaldags“ hlutverkum er áberandi. Þessi þróun er sérstaklega áberandi meðal yngri aldurshópa. Þegar kemur að forystu í viðskiptalífinu í Bandaríkjunum segjast rétt rúmlega helmingur (53%) svarenda vera mjög sáttir með konu sem forstjóra stórs fyrirtækis. Þessar niðurstöður undirstrika þær áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar þær sækjast eftir og gegna forystuhlutverkum í atvinnulífinu.“ Konur betur fallnar til starfa sem tengjast umhyggju og uppeldi Í tilkynningu er helstu niðurstöður Reykjavíkurvísitölunnar fyrir Bandaríkin árið 2024 teknar saman. Þær eru eftirfarandi: Auknir kynjafordómar: Vísitölustigið 68 fyrir Bandaríkin sýnir víðtæka fordóma, þar sem yngra fólk (18-34 ára) sýnir meiri fordóma en eldri hópar. Munur á viðhorfum til kynja: Kynjaskipting kemur einnig fram í svörunum, þar sem viðhorf karla gefa til kynna að um er að ræða aukna fordóma til kvenna. Gamaldags viðhorf til kynhlutverka: Víða í G7-ríkjunum er vísað til ‘aftuför í viðhorfum til kynjahlutverka. Konur eru taldar betur fallnar til starfa á sviðum sem tengjast umhyggju og uppeldi, svo sem í barnagæslu, en síður á sviðum sem talin eru karllæg.
Jafnréttismál Reykjavík Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira