Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 14:01 Alvin Kamara getur brosað yfir nýjum samningi sínum við New Orleans Saints og jafnframt óvæntum fríðindum sem honum fylgdu. Getty/Kevin C. Cox Hlauparinn Alvin Kamara framlengdi nýverið samning sinn við NFL félagið New Orleans Saints en kappinn hefur verið að spila vel með liðinu í vetur. Nýi samningurinn er til tveggja ára og skilar honum 24 milljónum dollara eða rúmum 3,3 milljörðum króna. Kamara er orðinn 29 ára gamall og hefur spilað með Saints frá árinu 2017. Hann hefur þegar unnið sér inn 54 milljónir á þessum tíma. Það vakti athygli að með nýja samningnum fylgdu sérstök fríðindi. Bjórverksmiðja í Louisiana fylki, þaðan sem New Orleans Saints félagið er, bauð honum nefnilega frían bjór út lífið. Ölgerðin heitir Abita Brewing og kemur frá Covington. Eigendurnir voru svo ánægðir með að Kamara hafi haldið tryggð sína við Saints að hann fékk þennan eilífðarsamning frá fyrirtækinu. Meðalmaður í Bandaríkjunum drekkur hundrað lítra af bjór á ári eða kringum 212 glös. Hvert glas kostar í kringum fimm dollara þannig að samkvæmt þessu er kappinn að fá yfir þúsund dollara bónus á hverju ári í formi bjórs. Kamara drekkur þó væntanlega ekki mikið á meðan ferlinum stendur en hann bætir örugglega úr því þegar skórnir eru komnir upp á hillu. Kamara hefur skorað 77 snertimörk á ferlinum þar af komu sex þeirra í þrettán leikjum á þessu tímabili. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Nýi samningurinn er til tveggja ára og skilar honum 24 milljónum dollara eða rúmum 3,3 milljörðum króna. Kamara er orðinn 29 ára gamall og hefur spilað með Saints frá árinu 2017. Hann hefur þegar unnið sér inn 54 milljónir á þessum tíma. Það vakti athygli að með nýja samningnum fylgdu sérstök fríðindi. Bjórverksmiðja í Louisiana fylki, þaðan sem New Orleans Saints félagið er, bauð honum nefnilega frían bjór út lífið. Ölgerðin heitir Abita Brewing og kemur frá Covington. Eigendurnir voru svo ánægðir með að Kamara hafi haldið tryggð sína við Saints að hann fékk þennan eilífðarsamning frá fyrirtækinu. Meðalmaður í Bandaríkjunum drekkur hundrað lítra af bjór á ári eða kringum 212 glös. Hvert glas kostar í kringum fimm dollara þannig að samkvæmt þessu er kappinn að fá yfir þúsund dollara bónus á hverju ári í formi bjórs. Kamara drekkur þó væntanlega ekki mikið á meðan ferlinum stendur en hann bætir örugglega úr því þegar skórnir eru komnir upp á hillu. Kamara hefur skorað 77 snertimörk á ferlinum þar af komu sex þeirra í þrettán leikjum á þessu tímabili. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira