Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2024 09:02 Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um sóun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum. Minna hefur verið um raunhæfar lausnir til að takast á við vanda heilbrigðiskerfisins. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2021 líkti Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, íslenska heilbrigðiskerfinu við frystihús. Sagði hann að ef komið væri inn í frystihús þar sem menn væru að burðast með kassa og stafla þeim á bretti, lægi beinast við að leggja til lyftara. „Ég held einfaldlega að það vanti fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið.“ Ræðunni var mætt með dynjandi lófaklappi. Margir heilbrigðisstarfsmenn klóruðu sér hins vegar í kollinum. Átti að stafla upp rúmum til að koma fyrir fleiri sjúklingum? Nýting legurýma er víðast hvar yfir 100%. Á hverjum tíma á Landspítala eru um 85 sjúklingar sem reiðubúnir eru til útskriftar af sérhæfðum deildum yfir á hjúkrunarheimili, en fá ekki pláss vegna þess að þau eru ekki til. Árlegur kostnaður legurýmis á sjúkrahúsi nemur um 70 milljónum króna en hjúkrunarrými kostar um 17 milljónir króna. Ef næg pláss væru á hjúkrunarheimilum landsins fyrir þá einstaklinga sem eru reiðubúnir til útskriftar af Landspítala myndu sparast um 4,5 milljarðar króna á ári. Fyrir þá upphæð væri til dæmis hægt að byggja nýtt hjúkrunarheimili á tveggja ára fresti. Vanfjárfesting í þessum nauðsynlegu úrræðum flokkast sem sóun í heilbrigðiskerfinu. Hvar eru lyftararnir? Lyftararnir hans Bjarna í þessu samhengi eru hjúkrunarrými. Árið 2017 setti ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sér markmið um að byggja 717 hjúkrunarrými fyrir lok árs 2024. Aðeins 221 hjúkrunarrými hafa verið byggð frá þeim tíma. Það vantar því um 500 rými upp á til þess að uppfylla það markmið sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabils. Afleiðingin er sú að bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull vegna þess að fólk fær ekki pláss á legudeildum. Þetta getuleysi fráfarandi ríkisstjórnar til þess að fjárfesta í innviðum heilbrigðiskerfisins viðheldur viðvarandi neyðarástandi á bráðamóttöku Landspítalans sem kemur niður á þjónustu til þeirra sem þangað leita. Fleiri lyftarar Fyrr á þessu ári fór fram málþing á Læknadögum undir yfirskriftinni „Sóun í heilbrigðiskerfinu“. Fundarstjóri var formaður Læknafélags Íslands og erindi héldu yfirlæknir Félags sjúkrahúslækna, forstjóri Landspítalans, prófessor og yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga, formaður Félags íslenskra heimilislækna, lyf- og gigtarlæknir og sérnámslæknir á lyflækningasviði. Þátttakendur í pallborði voru spurðir: „Ef þú gætir breytt einu í heilbrigðiskerfinu til að minnka sóun, hverju myndir þú breyta?“ Fyrstur til svara var yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga sem sagði: „Að allir Íslendingar hefðu heimilislækni.“ Staðreyndin er nefnilega sú að þegar fólk er með fastan heimilislækni dregur það úr líkum á því að það leggist inn á sjúkrahús og dregur líka úr komum á bráðamóttöku. Ástæðan er augljós: Ef eftirfylgni er til staðar, sérstaklega hjá þeim sem mest þurfa á henni að halda, er hægt að grípa inn fyrr þegar veikindi steðja að og koma í veg fyrir að veikindin versni. Hér á landi eru aðeins um 50% landsmanna með fastan heimilislækni. Í Noregi er hlutfallið yfir 95%. Samfylkingin leggur áherslu á að stigin verði markviss skref í þessa átt og að byrjað verði á langveikum og fólki yfir sextugu. Það er kominn tími á nýtt upphaf Nú er kominn tími á nýtt upphaf við stjórn landsins. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að forgangsraða og fjármagna öfluga heimaþjónustu, hefja þjóðarátak í uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land og hefur sett sér 10 ára markmið um að allir landsmenn fái fastan heimilislækni. Jafnframt ætlum við í Samfylkingunni að minnka skriffinsku, fjárfesta í tæknilausnum í heilbrigðisþjónustu og efla stoðþjónustu á heilbrigðisstofnunum svo að heilbrigðisstarfsfólk geti sinnt því sem þau eru menntuð til þess að gera: að verja tíma með sjúklingum. Þetta eru forgangsverkefni Samfylkingar á næstu árum, við erum tilbúin og við óskum eftir umboði til að hrinda þeim í framkvæmd. Höfundur er læknir og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavík suður á lista Samfylkingarinnar til Alþingis árið 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um sóun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum. Minna hefur verið um raunhæfar lausnir til að takast á við vanda heilbrigðiskerfisins. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2021 líkti Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, íslenska heilbrigðiskerfinu við frystihús. Sagði hann að ef komið væri inn í frystihús þar sem menn væru að burðast með kassa og stafla þeim á bretti, lægi beinast við að leggja til lyftara. „Ég held einfaldlega að það vanti fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið.“ Ræðunni var mætt með dynjandi lófaklappi. Margir heilbrigðisstarfsmenn klóruðu sér hins vegar í kollinum. Átti að stafla upp rúmum til að koma fyrir fleiri sjúklingum? Nýting legurýma er víðast hvar yfir 100%. Á hverjum tíma á Landspítala eru um 85 sjúklingar sem reiðubúnir eru til útskriftar af sérhæfðum deildum yfir á hjúkrunarheimili, en fá ekki pláss vegna þess að þau eru ekki til. Árlegur kostnaður legurýmis á sjúkrahúsi nemur um 70 milljónum króna en hjúkrunarrými kostar um 17 milljónir króna. Ef næg pláss væru á hjúkrunarheimilum landsins fyrir þá einstaklinga sem eru reiðubúnir til útskriftar af Landspítala myndu sparast um 4,5 milljarðar króna á ári. Fyrir þá upphæð væri til dæmis hægt að byggja nýtt hjúkrunarheimili á tveggja ára fresti. Vanfjárfesting í þessum nauðsynlegu úrræðum flokkast sem sóun í heilbrigðiskerfinu. Hvar eru lyftararnir? Lyftararnir hans Bjarna í þessu samhengi eru hjúkrunarrými. Árið 2017 setti ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sér markmið um að byggja 717 hjúkrunarrými fyrir lok árs 2024. Aðeins 221 hjúkrunarrými hafa verið byggð frá þeim tíma. Það vantar því um 500 rými upp á til þess að uppfylla það markmið sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabils. Afleiðingin er sú að bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull vegna þess að fólk fær ekki pláss á legudeildum. Þetta getuleysi fráfarandi ríkisstjórnar til þess að fjárfesta í innviðum heilbrigðiskerfisins viðheldur viðvarandi neyðarástandi á bráðamóttöku Landspítalans sem kemur niður á þjónustu til þeirra sem þangað leita. Fleiri lyftarar Fyrr á þessu ári fór fram málþing á Læknadögum undir yfirskriftinni „Sóun í heilbrigðiskerfinu“. Fundarstjóri var formaður Læknafélags Íslands og erindi héldu yfirlæknir Félags sjúkrahúslækna, forstjóri Landspítalans, prófessor og yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga, formaður Félags íslenskra heimilislækna, lyf- og gigtarlæknir og sérnámslæknir á lyflækningasviði. Þátttakendur í pallborði voru spurðir: „Ef þú gætir breytt einu í heilbrigðiskerfinu til að minnka sóun, hverju myndir þú breyta?“ Fyrstur til svara var yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga sem sagði: „Að allir Íslendingar hefðu heimilislækni.“ Staðreyndin er nefnilega sú að þegar fólk er með fastan heimilislækni dregur það úr líkum á því að það leggist inn á sjúkrahús og dregur líka úr komum á bráðamóttöku. Ástæðan er augljós: Ef eftirfylgni er til staðar, sérstaklega hjá þeim sem mest þurfa á henni að halda, er hægt að grípa inn fyrr þegar veikindi steðja að og koma í veg fyrir að veikindin versni. Hér á landi eru aðeins um 50% landsmanna með fastan heimilislækni. Í Noregi er hlutfallið yfir 95%. Samfylkingin leggur áherslu á að stigin verði markviss skref í þessa átt og að byrjað verði á langveikum og fólki yfir sextugu. Það er kominn tími á nýtt upphaf Nú er kominn tími á nýtt upphaf við stjórn landsins. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að forgangsraða og fjármagna öfluga heimaþjónustu, hefja þjóðarátak í uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land og hefur sett sér 10 ára markmið um að allir landsmenn fái fastan heimilislækni. Jafnframt ætlum við í Samfylkingunni að minnka skriffinsku, fjárfesta í tæknilausnum í heilbrigðisþjónustu og efla stoðþjónustu á heilbrigðisstofnunum svo að heilbrigðisstarfsfólk geti sinnt því sem þau eru menntuð til þess að gera: að verja tíma með sjúklingum. Þetta eru forgangsverkefni Samfylkingar á næstu árum, við erum tilbúin og við óskum eftir umboði til að hrinda þeim í framkvæmd. Höfundur er læknir og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavík suður á lista Samfylkingarinnar til Alþingis árið 2024.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun