Uppfært laugardaginn 16. nóvember klukkan 11: Búist er við að Einar ljúki vikulangri þrekraun sinni klukkan 19. í kvöld.
Einar hefst handa í líkamsræktarstöðinni Afreki í Skógarhlíð klukkan 16 í dag, laugardag, og klárar síðustu umferðina laugardaginn í næstu viku. Með þessu vill Einar vekja athygli á tíðni sjálfsvíga, ásamt mikilvægu starfi Píeta samtakanna. Einar hefur áður lagt samtökunum lið, síðast fyrir tveimur árum þegar hann æfði samfellt í 50 klukkustundir.
Hægt er að fylgjast með Einari í beinu streymi hér fyrir neðan:
„Við erum að vekja athygli á mjög mikilvægu málefni,“ segir hann. „Það er óþægilegt að ræða þessi mál en við þurfum að geta gert það. Fólk á ekki að þurfa að þjást í skugganum — við erum hér fyrir hvert annað,“ er haft eftir Einari í tilkynningu.