Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar 9. nóvember 2024 12:17 Það er margt sem fara má betur á Íslandi í dag. Síðustu ár hafa verðbólga og vextir yfirtekið samtöl yngri kynslóða og hversu erfitt, og jafnvel óraunhæft það virkar að eignast eigið húsnæði í slíkum aðstæðum. Geðheilsa landsmanna fer versnandi, tímafrekt er að fá tíma í heilsugæslu og ekki lækkar verð á vörum og þjónustu. Þó staðan sé dökk ætlum við í Viðreisn að horfa á tækifærin. Það er nauðsynlegt að veita framtíðinni aðstoð, svo hún verði björt. Það er hægt að snúa hlutunum við, velja aðrar leiðir og skapa spennandi framtíð. Viðreisn er klár í slaginn. Flokkurinn stendur fyrir alvöru tækifærum, alvöru áætlunum og alvöru lausnum. Bág staða ríkisfjármála stendur í vegi fyrir því að við uppskerum tækifærin okkar en við getum ekki hækkað skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki í landi hárra vaxta og verðbólgu. Það þarf að taka til í fjármálum ríkisins, ekki að hækka skatta á landsmenn sem nú þegar standa mörg hver á hálum ís. Það er því nauðsynlegt að taka til í fjármálum ríkisins, fækka stofnunum, skapa aukið frelsi í viðskiptum og fjölga fjárfestingartækifærum. Við bætum ekki hag Íslendinga með því að líta hornauga til útlendinga sem hér starfa. Við gerum það ekki með því að skerða réttindi kvenna. Við megum ekki láta þessa kosningabaráttu snúast um neitt annað en að bæta hag allra Íslendinga. Aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu er mjög takmarkaður og hefur núverandi ríkisstjórn vanrækt málaflokkinn. Það er ljóst að kvíði, ótti og ofbeldi á meðal barna hefur aukist til muna. Eitt af því mikilvægasta í samfélaginu er að öllum líði vel og að hvert og eitt barn eigi rétt á ókeypis geðheilbrigðisþjónustu. Viðreisn telur biðlista innan heilbrigðiskerfis til skammar og að vandamálið sé ekki okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki að kenna heldur ríkisstjórnarinnar. Það er ljóst að við Íslendingar stöndum frammi fyrir ýmsum vandamálum. Viðreisn er klár í slaginn og þegar við mætum í ríkisstjórn munu raunverulegar breytingar fara af stað. Betri hagstjórn, frelsi einstaklingsins og stytting biðlista eru allt hlutir sem Viðreisn mun setja á oddinn. En við gerum þetta ekki ein, við gerum þetta saman. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er margt sem fara má betur á Íslandi í dag. Síðustu ár hafa verðbólga og vextir yfirtekið samtöl yngri kynslóða og hversu erfitt, og jafnvel óraunhæft það virkar að eignast eigið húsnæði í slíkum aðstæðum. Geðheilsa landsmanna fer versnandi, tímafrekt er að fá tíma í heilsugæslu og ekki lækkar verð á vörum og þjónustu. Þó staðan sé dökk ætlum við í Viðreisn að horfa á tækifærin. Það er nauðsynlegt að veita framtíðinni aðstoð, svo hún verði björt. Það er hægt að snúa hlutunum við, velja aðrar leiðir og skapa spennandi framtíð. Viðreisn er klár í slaginn. Flokkurinn stendur fyrir alvöru tækifærum, alvöru áætlunum og alvöru lausnum. Bág staða ríkisfjármála stendur í vegi fyrir því að við uppskerum tækifærin okkar en við getum ekki hækkað skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki í landi hárra vaxta og verðbólgu. Það þarf að taka til í fjármálum ríkisins, ekki að hækka skatta á landsmenn sem nú þegar standa mörg hver á hálum ís. Það er því nauðsynlegt að taka til í fjármálum ríkisins, fækka stofnunum, skapa aukið frelsi í viðskiptum og fjölga fjárfestingartækifærum. Við bætum ekki hag Íslendinga með því að líta hornauga til útlendinga sem hér starfa. Við gerum það ekki með því að skerða réttindi kvenna. Við megum ekki láta þessa kosningabaráttu snúast um neitt annað en að bæta hag allra Íslendinga. Aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu er mjög takmarkaður og hefur núverandi ríkisstjórn vanrækt málaflokkinn. Það er ljóst að kvíði, ótti og ofbeldi á meðal barna hefur aukist til muna. Eitt af því mikilvægasta í samfélaginu er að öllum líði vel og að hvert og eitt barn eigi rétt á ókeypis geðheilbrigðisþjónustu. Viðreisn telur biðlista innan heilbrigðiskerfis til skammar og að vandamálið sé ekki okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki að kenna heldur ríkisstjórnarinnar. Það er ljóst að við Íslendingar stöndum frammi fyrir ýmsum vandamálum. Viðreisn er klár í slaginn og þegar við mætum í ríkisstjórn munu raunverulegar breytingar fara af stað. Betri hagstjórn, frelsi einstaklingsins og stytting biðlista eru allt hlutir sem Viðreisn mun setja á oddinn. En við gerum þetta ekki ein, við gerum þetta saman. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar