Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar 9. nóvember 2024 12:17 Það er margt sem fara má betur á Íslandi í dag. Síðustu ár hafa verðbólga og vextir yfirtekið samtöl yngri kynslóða og hversu erfitt, og jafnvel óraunhæft það virkar að eignast eigið húsnæði í slíkum aðstæðum. Geðheilsa landsmanna fer versnandi, tímafrekt er að fá tíma í heilsugæslu og ekki lækkar verð á vörum og þjónustu. Þó staðan sé dökk ætlum við í Viðreisn að horfa á tækifærin. Það er nauðsynlegt að veita framtíðinni aðstoð, svo hún verði björt. Það er hægt að snúa hlutunum við, velja aðrar leiðir og skapa spennandi framtíð. Viðreisn er klár í slaginn. Flokkurinn stendur fyrir alvöru tækifærum, alvöru áætlunum og alvöru lausnum. Bág staða ríkisfjármála stendur í vegi fyrir því að við uppskerum tækifærin okkar en við getum ekki hækkað skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki í landi hárra vaxta og verðbólgu. Það þarf að taka til í fjármálum ríkisins, ekki að hækka skatta á landsmenn sem nú þegar standa mörg hver á hálum ís. Það er því nauðsynlegt að taka til í fjármálum ríkisins, fækka stofnunum, skapa aukið frelsi í viðskiptum og fjölga fjárfestingartækifærum. Við bætum ekki hag Íslendinga með því að líta hornauga til útlendinga sem hér starfa. Við gerum það ekki með því að skerða réttindi kvenna. Við megum ekki láta þessa kosningabaráttu snúast um neitt annað en að bæta hag allra Íslendinga. Aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu er mjög takmarkaður og hefur núverandi ríkisstjórn vanrækt málaflokkinn. Það er ljóst að kvíði, ótti og ofbeldi á meðal barna hefur aukist til muna. Eitt af því mikilvægasta í samfélaginu er að öllum líði vel og að hvert og eitt barn eigi rétt á ókeypis geðheilbrigðisþjónustu. Viðreisn telur biðlista innan heilbrigðiskerfis til skammar og að vandamálið sé ekki okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki að kenna heldur ríkisstjórnarinnar. Það er ljóst að við Íslendingar stöndum frammi fyrir ýmsum vandamálum. Viðreisn er klár í slaginn og þegar við mætum í ríkisstjórn munu raunverulegar breytingar fara af stað. Betri hagstjórn, frelsi einstaklingsins og stytting biðlista eru allt hlutir sem Viðreisn mun setja á oddinn. En við gerum þetta ekki ein, við gerum þetta saman. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem fara má betur á Íslandi í dag. Síðustu ár hafa verðbólga og vextir yfirtekið samtöl yngri kynslóða og hversu erfitt, og jafnvel óraunhæft það virkar að eignast eigið húsnæði í slíkum aðstæðum. Geðheilsa landsmanna fer versnandi, tímafrekt er að fá tíma í heilsugæslu og ekki lækkar verð á vörum og þjónustu. Þó staðan sé dökk ætlum við í Viðreisn að horfa á tækifærin. Það er nauðsynlegt að veita framtíðinni aðstoð, svo hún verði björt. Það er hægt að snúa hlutunum við, velja aðrar leiðir og skapa spennandi framtíð. Viðreisn er klár í slaginn. Flokkurinn stendur fyrir alvöru tækifærum, alvöru áætlunum og alvöru lausnum. Bág staða ríkisfjármála stendur í vegi fyrir því að við uppskerum tækifærin okkar en við getum ekki hækkað skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki í landi hárra vaxta og verðbólgu. Það þarf að taka til í fjármálum ríkisins, ekki að hækka skatta á landsmenn sem nú þegar standa mörg hver á hálum ís. Það er því nauðsynlegt að taka til í fjármálum ríkisins, fækka stofnunum, skapa aukið frelsi í viðskiptum og fjölga fjárfestingartækifærum. Við bætum ekki hag Íslendinga með því að líta hornauga til útlendinga sem hér starfa. Við gerum það ekki með því að skerða réttindi kvenna. Við megum ekki láta þessa kosningabaráttu snúast um neitt annað en að bæta hag allra Íslendinga. Aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu er mjög takmarkaður og hefur núverandi ríkisstjórn vanrækt málaflokkinn. Það er ljóst að kvíði, ótti og ofbeldi á meðal barna hefur aukist til muna. Eitt af því mikilvægasta í samfélaginu er að öllum líði vel og að hvert og eitt barn eigi rétt á ókeypis geðheilbrigðisþjónustu. Viðreisn telur biðlista innan heilbrigðiskerfis til skammar og að vandamálið sé ekki okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki að kenna heldur ríkisstjórnarinnar. Það er ljóst að við Íslendingar stöndum frammi fyrir ýmsum vandamálum. Viðreisn er klár í slaginn og þegar við mætum í ríkisstjórn munu raunverulegar breytingar fara af stað. Betri hagstjórn, frelsi einstaklingsins og stytting biðlista eru allt hlutir sem Viðreisn mun setja á oddinn. En við gerum þetta ekki ein, við gerum þetta saman. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar