Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 23:53 Gríska húsið á Laugavegi. vísir/sigurjón Brotaþoli í mansalsmáli, sem lögregla hefur til rannsóknar og tengist veitingastaðnum Gríska húsinu, sagði í skýrslutöku að hann hafi verið látinn vinna sjö daga í hverri viku, stundum 30 daga í mánuði. Hann, ásamt öðrum manni, fannst sofandi á dýnu í kjallara hússins þegar lögregla réðist þar í húsleit. Leitin var framkvæmd þann 13. júní síðastliðinn og daginn eftir var veitingastaðnum, sem var á Laugavegi, lokað. Í tilkynningu lögreglu sem fylgdi kom fram að þrír hefðu verið handteknir í aðgerð sem tengist gruni um vinnumansal. Voru það eigandinn og tveir starfsmenn. Dagsetningin 13. júní kemur heim og saman við þá sem nefnd er í úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti í dag. Í úrskurðinum var krafa manns, sem talinn er vera fórnarlamb mansals, tekin fyrir, en hún snýr að því að honum verði afhentar á ný fjögur þúsund evrur sem lögregla haldlagði við leitina. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn fyrst og fremst vera brotaþoli í málinu. Hann hafi verið látinn vinna sjö daga í viku hverri, stundum 30 daga í mánuði og aldrei tekið tvo samfellda daga í frí frá því að hann hóf störf. Þetta hafi gengið um nokkurra mánaða skeið. Í úrskurðinum segir að það megi vera ljóst að aðstæður hans hafi verið gróflega misnotaðar. Við rannsókn málsins lagði lögregla hald á fjögur þúsund evrur, tæplega 600 þúsund krónur, sem fannst í umslagi í jakka hans á Gríska húsinu. Í málinu krafðist maðurinn þess að fá fjármunina afhenta á ný þar sem ekkert væri fram komið í málinu sem benti til þess að þeim hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi ekki í önnur hús að venda og þurfi nauðsynlega á peningunum að halda. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hélt því fram að rökstuddur grunur væri uppi um að fjármunirnir væru ólögmætur ávinningur brotastarfsemi og rannsókn lögreglu beindist að því að upplýsa um uppruna fjármunanna. Landsréttur féllst á það með lögreglu, með vísan til fjármálatengsla mannanna, að vafi leiki á um að fjármunirnir séu í reynd lögmæt eign sóknaraðila, þrátt fyrir að þeir hafi fundist í jakkavasa hans. Endanlegt mat á því hvort skilyrði upptöku séu fyrir hendi mun fara fram við meðferð málsins fyrir dómi, komi til þess að ákært verði í málinu. Kröfu mannsins var því hafnað. Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Leitin var framkvæmd þann 13. júní síðastliðinn og daginn eftir var veitingastaðnum, sem var á Laugavegi, lokað. Í tilkynningu lögreglu sem fylgdi kom fram að þrír hefðu verið handteknir í aðgerð sem tengist gruni um vinnumansal. Voru það eigandinn og tveir starfsmenn. Dagsetningin 13. júní kemur heim og saman við þá sem nefnd er í úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti í dag. Í úrskurðinum var krafa manns, sem talinn er vera fórnarlamb mansals, tekin fyrir, en hún snýr að því að honum verði afhentar á ný fjögur þúsund evrur sem lögregla haldlagði við leitina. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn fyrst og fremst vera brotaþoli í málinu. Hann hafi verið látinn vinna sjö daga í viku hverri, stundum 30 daga í mánuði og aldrei tekið tvo samfellda daga í frí frá því að hann hóf störf. Þetta hafi gengið um nokkurra mánaða skeið. Í úrskurðinum segir að það megi vera ljóst að aðstæður hans hafi verið gróflega misnotaðar. Við rannsókn málsins lagði lögregla hald á fjögur þúsund evrur, tæplega 600 þúsund krónur, sem fannst í umslagi í jakka hans á Gríska húsinu. Í málinu krafðist maðurinn þess að fá fjármunina afhenta á ný þar sem ekkert væri fram komið í málinu sem benti til þess að þeim hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi ekki í önnur hús að venda og þurfi nauðsynlega á peningunum að halda. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hélt því fram að rökstuddur grunur væri uppi um að fjármunirnir væru ólögmætur ávinningur brotastarfsemi og rannsókn lögreglu beindist að því að upplýsa um uppruna fjármunanna. Landsréttur féllst á það með lögreglu, með vísan til fjármálatengsla mannanna, að vafi leiki á um að fjármunirnir séu í reynd lögmæt eign sóknaraðila, þrátt fyrir að þeir hafi fundist í jakkavasa hans. Endanlegt mat á því hvort skilyrði upptöku séu fyrir hendi mun fara fram við meðferð málsins fyrir dómi, komi til þess að ákært verði í málinu. Kröfu mannsins var því hafnað.
Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira