Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson og Jóhann F K Arinbjarnarson skrifa 8. nóvember 2024 16:15 Gervigreind hefur verið mikið til umræðu á undanförnum misserum, þ.e. áhrif hennar og mögulega ógn gagnvart íslenskunni. að sem minna hefur verið rætt um er sá árangur sem þegar hefur unnist á því sviði. Í maí á þessu ári fór sendinefnd á vegum menningar- og viðskiptamálaráðuneytisins með Lilju Alfreðsdóttir ráðherra í fararbroddi og heimsótti fyrirtæki á borð við Google og OpenAI með það að markmiði að vekja athygli á stöðu smærri tungumála á borð við íslensku gagnvart vaxandi umfangi gervigreindar í máltækni. Aðgerðir ráðuneytisins eru hluti af metnaðarfullri stefnumótun stjórnvalda sem miðar að því gera íslendingum kleift að nýta þessa nýju og ört vaxandi tækni til þess að rækta og halda tungumálinu við. Markmiðið er að í stað þess að gervigreind ógni tungumálinu þá getur gervigreindin aðlagast því, lært það og talað það rétt eins og hver annar frónbúi. Mikilvægt er að benda á, fyrir þá sem ekki þegar vita, að tungumála-gervigreind er orðin háþróaðri en marga grunar. Til að mynda voru eftirfarandi þrjár efnisgreinar ritaðar af gervigreind samkvæmt skipunum höfundar; Fjárfesting til framtíðar og alþjóðlegt samstarf Með heimsókninni vildi Lilja koma íslenskunni á framfæri hjá stærstu tæknifyrirtækjum heims og kynna íslenskar máltæknilausnir, sem unnar eru í samstarfi við íslenska sérfræðinga og gefnar út undir opnum leyfum. Stjórnvöld vonast til þess að fjárfesting í máltækniverkefnum tryggi að íslenska verði með í tæknilausnum sem eru í notkun á heimsvísu. Samhliða hefur verið rætt um möguleikann á því að stofna alþjóðlegan samstarfsvettvang fyrir smærri tungumál, þar sem Ísland myndi gegna lykilhlutverki. Þessi vettvangur myndi vinna að því að vernda og þróa tungumál sem eiga á hættu að hverfa vegna tækniframfara. Störf Lilju Alfreðsdóttur á sviði gervigreindar og máltækni eru bæði metnaðarfull og bráðnauðsynleg fyrir framtíð íslenskunnar í tæknivæddum heimi. Með ástríðu fyrir íslensku og skýra sýn á möguleikana sem gervigreind býður upp á, hefur Lilja lagt grunn að mikilvægu starfi sem mun hafa áhrif á smærri tungumál um allan heim. Afrek hennar í máltæknimálum eru dæmi um víðtækt alþjóðlegt samstarf sem miðar að því að tryggja framtíð íslenskunnar og efla þróun íslenskrar tækni. Íslenska í stafrænni framtíð Fyrirtækið Microsoft hefur þegar innleitt íslenska máltækni í þekktan hugbúnað svo sem Microsoft Word og Microsoft Copilot. Þar með stendur það íslenskum notendum til boða að vinna í þessum forritum á þeirra eigin móðurmáli, og fyrir sitt leyti hefur fyrirtækið sýnt áhuga á áframhaldandi samstarfi við íslensk stjórnvöld á þessu sviði. Reynslan af innleiðingu íslensku í framangreind forrit sem og jafnvel önnur getur svo nýst fyrirtækinu sem og samkeppnisaðilum við að gervigreindar-væða önnur minna töluð tungumál sem að einnig standa höllum fæti í heimi alheims-enskunnar.Lilja Alfreðsdóttir hefur einnig beint sjónum sínum að því að efla rannsóknir og nýsköpun í íslenskri máltækni. Hennar framtíðarsýn er skýr; íslenska á að eiga sinn stað í hinni stafrænu framtíð. Það er ekki svo langt síðan að uppi voru eintómar svartsýnis-raddir þegar rætt var um framtíð tungumálsins okkar í æ hnattrænni og stafrænum heimi. En framtíðin er björt. Þökk sé þeirri vinnu sem Lilja Alfreðsdóttir hefur ráðist í þá hefur íslensk tunga ekki staðið styrkari fótum í áratugi. Við erum núna að horfa upp á framtíð þar sem íslensk máltækni leiðir vegin fyrir önnur lítil tungumál inn í þennan spennandi framtíðarheim. Stefán Atli Rúnarsson er varaformaður Ungra Framsóknarmanna í Kraganum og Jóhann F K Arinbjarnarson er rithöfundur & varamaður í stjórn SUF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Gervigreind Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Gervigreind hefur verið mikið til umræðu á undanförnum misserum, þ.e. áhrif hennar og mögulega ógn gagnvart íslenskunni. að sem minna hefur verið rætt um er sá árangur sem þegar hefur unnist á því sviði. Í maí á þessu ári fór sendinefnd á vegum menningar- og viðskiptamálaráðuneytisins með Lilju Alfreðsdóttir ráðherra í fararbroddi og heimsótti fyrirtæki á borð við Google og OpenAI með það að markmiði að vekja athygli á stöðu smærri tungumála á borð við íslensku gagnvart vaxandi umfangi gervigreindar í máltækni. Aðgerðir ráðuneytisins eru hluti af metnaðarfullri stefnumótun stjórnvalda sem miðar að því gera íslendingum kleift að nýta þessa nýju og ört vaxandi tækni til þess að rækta og halda tungumálinu við. Markmiðið er að í stað þess að gervigreind ógni tungumálinu þá getur gervigreindin aðlagast því, lært það og talað það rétt eins og hver annar frónbúi. Mikilvægt er að benda á, fyrir þá sem ekki þegar vita, að tungumála-gervigreind er orðin háþróaðri en marga grunar. Til að mynda voru eftirfarandi þrjár efnisgreinar ritaðar af gervigreind samkvæmt skipunum höfundar; Fjárfesting til framtíðar og alþjóðlegt samstarf Með heimsókninni vildi Lilja koma íslenskunni á framfæri hjá stærstu tæknifyrirtækjum heims og kynna íslenskar máltæknilausnir, sem unnar eru í samstarfi við íslenska sérfræðinga og gefnar út undir opnum leyfum. Stjórnvöld vonast til þess að fjárfesting í máltækniverkefnum tryggi að íslenska verði með í tæknilausnum sem eru í notkun á heimsvísu. Samhliða hefur verið rætt um möguleikann á því að stofna alþjóðlegan samstarfsvettvang fyrir smærri tungumál, þar sem Ísland myndi gegna lykilhlutverki. Þessi vettvangur myndi vinna að því að vernda og þróa tungumál sem eiga á hættu að hverfa vegna tækniframfara. Störf Lilju Alfreðsdóttur á sviði gervigreindar og máltækni eru bæði metnaðarfull og bráðnauðsynleg fyrir framtíð íslenskunnar í tæknivæddum heimi. Með ástríðu fyrir íslensku og skýra sýn á möguleikana sem gervigreind býður upp á, hefur Lilja lagt grunn að mikilvægu starfi sem mun hafa áhrif á smærri tungumál um allan heim. Afrek hennar í máltæknimálum eru dæmi um víðtækt alþjóðlegt samstarf sem miðar að því að tryggja framtíð íslenskunnar og efla þróun íslenskrar tækni. Íslenska í stafrænni framtíð Fyrirtækið Microsoft hefur þegar innleitt íslenska máltækni í þekktan hugbúnað svo sem Microsoft Word og Microsoft Copilot. Þar með stendur það íslenskum notendum til boða að vinna í þessum forritum á þeirra eigin móðurmáli, og fyrir sitt leyti hefur fyrirtækið sýnt áhuga á áframhaldandi samstarfi við íslensk stjórnvöld á þessu sviði. Reynslan af innleiðingu íslensku í framangreind forrit sem og jafnvel önnur getur svo nýst fyrirtækinu sem og samkeppnisaðilum við að gervigreindar-væða önnur minna töluð tungumál sem að einnig standa höllum fæti í heimi alheims-enskunnar.Lilja Alfreðsdóttir hefur einnig beint sjónum sínum að því að efla rannsóknir og nýsköpun í íslenskri máltækni. Hennar framtíðarsýn er skýr; íslenska á að eiga sinn stað í hinni stafrænu framtíð. Það er ekki svo langt síðan að uppi voru eintómar svartsýnis-raddir þegar rætt var um framtíð tungumálsins okkar í æ hnattrænni og stafrænum heimi. En framtíðin er björt. Þökk sé þeirri vinnu sem Lilja Alfreðsdóttir hefur ráðist í þá hefur íslensk tunga ekki staðið styrkari fótum í áratugi. Við erum núna að horfa upp á framtíð þar sem íslensk máltækni leiðir vegin fyrir önnur lítil tungumál inn í þennan spennandi framtíðarheim. Stefán Atli Rúnarsson er varaformaður Ungra Framsóknarmanna í Kraganum og Jóhann F K Arinbjarnarson er rithöfundur & varamaður í stjórn SUF.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun