Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 09:15 Á síðustu þremur árum hafa fleiri gögn verið framleidd en í allri mannkynssögunni fram að þeim tíma. Það er gott dæmi um það hversu hratt gervigreindin hefur þróast. Í gær kynnti ég fyrstu aðgerðaráætlun Íslands um gervigreind en með henni er lagður grunnur að því hvernig Ísland getur verið leiðandi í ábyrgri nýtingu gervigreindar sem mun skapa tækifæri, velmegun og framfarir fyrir alla landsmenn. Gervigreind er að umbreyta heiminum á fordæmalausum hraða. Einstök sóknarfæri felast í þessari þróun fyrir land eins og Ísland. Í greiningu á efnahagslegum tækifærum gervigreindar á Íslandi sem við unnum meðfram aðgerðaráætluninni kemur m.a. fram að um 55% starfa á Íslandi, eða um 130 þúsund manns, eru talin líkleg til að verða fyrir miklum áhrifum af gervigreind en alls verða um 75% starfa fyrir einhverjum áhrifum. Hamlandi regluflækjur Evrópusambandsins Samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi mun að miklu leyti ráðast af því hversu vel okkur tekst að tileinka okkur og nýta gervigreind. Árangur Íslands mun ráðast af tveimur þáttum: annars vegar hversu öflug við verðum að mennta einstaklinga og auka hæfni þeirra og hins vegar hversu fljót almenn notkun hennar verður á Íslandi. Verg landsframleiðsla á Íslandi gæti aukist um 0,8 til 6% árlega fram til ársins 2029, allt eftir því hvernig Íslandi mun farnast í þessum tveimur þáttum. Samanlagt jafngildir það 174 til 1450 milljörðum króna á næstu fimm árum. Ein af aðgerðum áætlunarinnar snýr að hagsmunagæslu okkar gagnvart ESB, en á meðan Bandaríkin og Kína eru á ljóshraða við nýtingu gervigreindar silast Evrópa áfram. Gervigreindarlöggjöf sambandsins er ítarleg og óskiljanleg regluflækja sem getur auðveldlega hindrað nýsköpun í Evrópu þar sem margar lausnir verða of dýrar eða tímafrekar í þróun vegna kostnaðarsamra og flókinna krafna og eftirlits. Önnur aðgerð snýr að mikilvægi þess að Ísland byggi upp öfluga reiknigetu sem krefst aukins orkuframboðs. Við verðum að laða hingað til lands gervigreindargagnaver svo tækifærin verði að veruleika. 30% af vinnutíma opinberra starfsmanna er hægt að sjálfvirknivæða Gervigreindin mun ekki aðeins auka framleiðni og skilvirkni í atvinnulífinu heldur einnig opna á nýja möguleika í rekstri og skilvirkni hins opinbera. Alþjóðlegar greiningar sýna að opinberir starfsmenn verja að meðaltali 30% vinnutímans í verkefni sem mætti sjálfvirknivæða með aðstoð gervigreindar. Ávinningurinn af gervigreind nær langt út fyrir hefðbundna efnahagslega mælikvarða. Í opinberri þjónustu opnar hún möguleika á að efla skilvirkni stjórnsýslunnar og stuðla að betri þjónustu við hinn almenna borgara. Í heilbrigðiskerfinu getur hún orðið til þess að bæta sjúkdómsgreiningar og gera meðferðir markvissari. Í menntakerfinu opnar hún nýjar leiðir til einstaklingsmiðaðs náms og símenntunar. Þessi áhrif munu teygja sig inn í alla króka og kima samfélagsins og skapa grundvöll fyrir aukna velsæld og bætt lífsgæði allra landsmanna. Samkeppnishæfni landsins er undir Gervigreind er ekki lengur framtíðartækni - hún er veruleiki dagsins í dag og við verðum að grípa tækifærið. Við verðum að fjárfesta og forgangsraða í tækifærum gervigreindar. Þannig munum við byggja upp samfélag sem er betur í stakk búið til að takast á við áskoranir framtíðarinnar og skapa betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir og einfaldað líf fólks. Þetta er okkar tækifæri og okkar ábyrgð. Tíminn til að hefja þessa vegferð er núna. Kynnið ykkur skýrslu um efnahagsleg tækifæri Íslands og aðgerðaráætlun um gervigreind á hvin.is eða í samráðsgátt stjórnvalda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Gervigreind Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Á síðustu þremur árum hafa fleiri gögn verið framleidd en í allri mannkynssögunni fram að þeim tíma. Það er gott dæmi um það hversu hratt gervigreindin hefur þróast. Í gær kynnti ég fyrstu aðgerðaráætlun Íslands um gervigreind en með henni er lagður grunnur að því hvernig Ísland getur verið leiðandi í ábyrgri nýtingu gervigreindar sem mun skapa tækifæri, velmegun og framfarir fyrir alla landsmenn. Gervigreind er að umbreyta heiminum á fordæmalausum hraða. Einstök sóknarfæri felast í þessari þróun fyrir land eins og Ísland. Í greiningu á efnahagslegum tækifærum gervigreindar á Íslandi sem við unnum meðfram aðgerðaráætluninni kemur m.a. fram að um 55% starfa á Íslandi, eða um 130 þúsund manns, eru talin líkleg til að verða fyrir miklum áhrifum af gervigreind en alls verða um 75% starfa fyrir einhverjum áhrifum. Hamlandi regluflækjur Evrópusambandsins Samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi mun að miklu leyti ráðast af því hversu vel okkur tekst að tileinka okkur og nýta gervigreind. Árangur Íslands mun ráðast af tveimur þáttum: annars vegar hversu öflug við verðum að mennta einstaklinga og auka hæfni þeirra og hins vegar hversu fljót almenn notkun hennar verður á Íslandi. Verg landsframleiðsla á Íslandi gæti aukist um 0,8 til 6% árlega fram til ársins 2029, allt eftir því hvernig Íslandi mun farnast í þessum tveimur þáttum. Samanlagt jafngildir það 174 til 1450 milljörðum króna á næstu fimm árum. Ein af aðgerðum áætlunarinnar snýr að hagsmunagæslu okkar gagnvart ESB, en á meðan Bandaríkin og Kína eru á ljóshraða við nýtingu gervigreindar silast Evrópa áfram. Gervigreindarlöggjöf sambandsins er ítarleg og óskiljanleg regluflækja sem getur auðveldlega hindrað nýsköpun í Evrópu þar sem margar lausnir verða of dýrar eða tímafrekar í þróun vegna kostnaðarsamra og flókinna krafna og eftirlits. Önnur aðgerð snýr að mikilvægi þess að Ísland byggi upp öfluga reiknigetu sem krefst aukins orkuframboðs. Við verðum að laða hingað til lands gervigreindargagnaver svo tækifærin verði að veruleika. 30% af vinnutíma opinberra starfsmanna er hægt að sjálfvirknivæða Gervigreindin mun ekki aðeins auka framleiðni og skilvirkni í atvinnulífinu heldur einnig opna á nýja möguleika í rekstri og skilvirkni hins opinbera. Alþjóðlegar greiningar sýna að opinberir starfsmenn verja að meðaltali 30% vinnutímans í verkefni sem mætti sjálfvirknivæða með aðstoð gervigreindar. Ávinningurinn af gervigreind nær langt út fyrir hefðbundna efnahagslega mælikvarða. Í opinberri þjónustu opnar hún möguleika á að efla skilvirkni stjórnsýslunnar og stuðla að betri þjónustu við hinn almenna borgara. Í heilbrigðiskerfinu getur hún orðið til þess að bæta sjúkdómsgreiningar og gera meðferðir markvissari. Í menntakerfinu opnar hún nýjar leiðir til einstaklingsmiðaðs náms og símenntunar. Þessi áhrif munu teygja sig inn í alla króka og kima samfélagsins og skapa grundvöll fyrir aukna velsæld og bætt lífsgæði allra landsmanna. Samkeppnishæfni landsins er undir Gervigreind er ekki lengur framtíðartækni - hún er veruleiki dagsins í dag og við verðum að grípa tækifærið. Við verðum að fjárfesta og forgangsraða í tækifærum gervigreindar. Þannig munum við byggja upp samfélag sem er betur í stakk búið til að takast á við áskoranir framtíðarinnar og skapa betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir og einfaldað líf fólks. Þetta er okkar tækifæri og okkar ábyrgð. Tíminn til að hefja þessa vegferð er núna. Kynnið ykkur skýrslu um efnahagsleg tækifæri Íslands og aðgerðaráætlun um gervigreind á hvin.is eða í samráðsgátt stjórnvalda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun