Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar 8. nóvember 2024 08:47 Upp á síðkastið hafa foreldrar barna í skólum þar sem verkföll standa yfir talað um ósanngirni í fyrirkomulagi. Verið sé að mismuna börnum, áhrifin séu bara á nokkrar fáar fjölskyldur og að ekki sé verið að hafa það sem barni er fyrir bestu í forgangi. Þetta er komið svo langt að umboðsmaður barna segir að verið sé að mismuna hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Hér er samt lykilatriði sem við erum öll sammála um og það er menntun barnanna. Við viljum auðvitað að kennsla í leikskólum fari fram því þetta er fyrsta skólastigið. Foreldrarnir segja það sjálfir að kennslan sem fer fram þar sé ekki síður mikilvægari en í öðrum skólastigum. Eiga þá ekki kennarar að sjá um að mennta börnin okkar? Ef við ræðum sanngirni þá spyr ég: er sanngjarnt að sum börn fái fagmenntaðan kennara og jafnvel marga sem taka þátt í menntun og kennslu þeirra í leikskólum meðan önnur eru á leikskóla þar sem kennarar eru færri og jafnvel engir nema þá leikskólastjórinn? Árið 2022 voru 24% þeirra sem sinntu uppeldi og kennslu í leikskólum lokið kennaramenntun. Þetta eru tæplega 1 af hverjum 4. Er þetta það sem börnunum er fyrir bestu? Ef allir leikskólakennarar fara í verkfall þá er því miður staðan sú að sum börn komast ekki í leikskólann meðan önnur geta það. Er það sanngjarnt? Mér fannst það gott sem Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, sagði í viðtali í gær við Vísi að við viljum jafna þetta frekar og fá fleiri fagmenntaða kennara í leikskólana. Við erum að hugsa um börnin og þá menntun sem við viljum veita. Við viljum að öll börn á öllum skólastigum fái viðeigandi menntun og faglærða kennara óháð búsetu og aldri. Lögum samkvæmt eiga börn rétt á því að lágmark 67% starfsmanna á leikskólum séu fagmenntaðir kennarar. Ég trúi því virkilega að ef laun kennara verði jöfnuð við laun annarra sérfræðinga eins og lofað var árið 2016 þá muni launahækkunin draga að sér bæði fleiri kennaranema sem og við fáum aftur kennara sem hafa farið í önnur störf. Ég þekki marga leiðbeinendur og starfsmenn á leikskólum sem eru frábærir í sínum störfum en þeir telja það ekki taka því að fara í námið þar sem launamunurinn sé svo lítill. Breytum þessu og fjárfestum í kennurum. Fjárfestum í menntun og fjárfestum í framtíðinni. Börnin okkar eiga það svo sannarlega skilið. Höfundur er leikskólakennari og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa foreldrar barna í skólum þar sem verkföll standa yfir talað um ósanngirni í fyrirkomulagi. Verið sé að mismuna börnum, áhrifin séu bara á nokkrar fáar fjölskyldur og að ekki sé verið að hafa það sem barni er fyrir bestu í forgangi. Þetta er komið svo langt að umboðsmaður barna segir að verið sé að mismuna hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Hér er samt lykilatriði sem við erum öll sammála um og það er menntun barnanna. Við viljum auðvitað að kennsla í leikskólum fari fram því þetta er fyrsta skólastigið. Foreldrarnir segja það sjálfir að kennslan sem fer fram þar sé ekki síður mikilvægari en í öðrum skólastigum. Eiga þá ekki kennarar að sjá um að mennta börnin okkar? Ef við ræðum sanngirni þá spyr ég: er sanngjarnt að sum börn fái fagmenntaðan kennara og jafnvel marga sem taka þátt í menntun og kennslu þeirra í leikskólum meðan önnur eru á leikskóla þar sem kennarar eru færri og jafnvel engir nema þá leikskólastjórinn? Árið 2022 voru 24% þeirra sem sinntu uppeldi og kennslu í leikskólum lokið kennaramenntun. Þetta eru tæplega 1 af hverjum 4. Er þetta það sem börnunum er fyrir bestu? Ef allir leikskólakennarar fara í verkfall þá er því miður staðan sú að sum börn komast ekki í leikskólann meðan önnur geta það. Er það sanngjarnt? Mér fannst það gott sem Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, sagði í viðtali í gær við Vísi að við viljum jafna þetta frekar og fá fleiri fagmenntaða kennara í leikskólana. Við erum að hugsa um börnin og þá menntun sem við viljum veita. Við viljum að öll börn á öllum skólastigum fái viðeigandi menntun og faglærða kennara óháð búsetu og aldri. Lögum samkvæmt eiga börn rétt á því að lágmark 67% starfsmanna á leikskólum séu fagmenntaðir kennarar. Ég trúi því virkilega að ef laun kennara verði jöfnuð við laun annarra sérfræðinga eins og lofað var árið 2016 þá muni launahækkunin draga að sér bæði fleiri kennaranema sem og við fáum aftur kennara sem hafa farið í önnur störf. Ég þekki marga leiðbeinendur og starfsmenn á leikskólum sem eru frábærir í sínum störfum en þeir telja það ekki taka því að fara í námið þar sem launamunurinn sé svo lítill. Breytum þessu og fjárfestum í kennurum. Fjárfestum í menntun og fjárfestum í framtíðinni. Börnin okkar eiga það svo sannarlega skilið. Höfundur er leikskólakennari og tveggja barna móðir.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar