Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2024 12:40 Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu voru í næstefsta styrkleikaflokki eftir sigrana góðu gegn Þýskalandi og Austurríki í sumar. vísir/Anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í erfiðum riðli í næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar en dregið var í riðla í dag. Eftir frábæra frammistöðu í undankeppni EM á þessu ári, þar sem Ísland endaði í 2. sæti síns riðils og komst beint inn á EM 2025 í Sviss, var Ísland í næstefsta styrkleikaflokki A-deildar þegar dregið var í dag. Ísland fékk Frakkland í sinn riðil úr efsta flokknum, og Noreg úr þriðja flokki. Í norska liðinu er hin hálfíslenska María Þórisdóttir, dóttir handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar. Úr neðsta styrkleikaflokki fékk Ísland svo lið Sviss. Drátturinn í A-deild: Riðill 1: Þýskaland, Holland, Austurríki, Skotland Riðill 2: Frakkland, Ísland, Noregur, Sviss Riðill 3: Spánn, England, Belgía, Portúgal Riðill 4: Ítalía, Danmörk, Svíþjóð, Wales Efsta lið hvers riðils kemst í fjögurra liða úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér í A-deild fyrir næstu leiktíð sem jafnframt verður undankeppni HM 2027. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild. Liðið í 4. sæti fellur niður í B-deild. Einn sigur gegn Frökkum Ísland og Frakkland hafa mæst tólf sinnum og hefur Ísland einu sinni haft betur, 1-0 á Laugardalsvelli sumarið 2007. Liðin mættust síðast á EM í Englandi fyrir rúmum tveimur árum þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland hefur spilað við Noreg fimmtán sinnum en þó er nokkuð langt um liðið síðan síðast, eða tæp sjö ár. Noregur vann þá 2-1 sigur í vináttulandsleik á Spáni. Liðin höfðu áður mæst nokkrum sinnum á Algarve-mótinu en síðasti mótsleikur þeirra var á EM 2013 þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland mætti Sviss síðast í vináttulandsleik í Zürich í apríl 2023 og vann þá 2-1 sigur með mörkum frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. Liðin mættust síðast í mótsleik á EM í Hollandi 2017, þar sem Sviss vann 2-1 og gerði út um vonir Íslands um að komast áfram á mótinu. Leikirnir í Þjóðadeildinni fara fram 19.-26. febrúar, 2.-8. apríl, og 26. maí til 3. júní. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Eftir frábæra frammistöðu í undankeppni EM á þessu ári, þar sem Ísland endaði í 2. sæti síns riðils og komst beint inn á EM 2025 í Sviss, var Ísland í næstefsta styrkleikaflokki A-deildar þegar dregið var í dag. Ísland fékk Frakkland í sinn riðil úr efsta flokknum, og Noreg úr þriðja flokki. Í norska liðinu er hin hálfíslenska María Þórisdóttir, dóttir handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar. Úr neðsta styrkleikaflokki fékk Ísland svo lið Sviss. Drátturinn í A-deild: Riðill 1: Þýskaland, Holland, Austurríki, Skotland Riðill 2: Frakkland, Ísland, Noregur, Sviss Riðill 3: Spánn, England, Belgía, Portúgal Riðill 4: Ítalía, Danmörk, Svíþjóð, Wales Efsta lið hvers riðils kemst í fjögurra liða úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér í A-deild fyrir næstu leiktíð sem jafnframt verður undankeppni HM 2027. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild. Liðið í 4. sæti fellur niður í B-deild. Einn sigur gegn Frökkum Ísland og Frakkland hafa mæst tólf sinnum og hefur Ísland einu sinni haft betur, 1-0 á Laugardalsvelli sumarið 2007. Liðin mættust síðast á EM í Englandi fyrir rúmum tveimur árum þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland hefur spilað við Noreg fimmtán sinnum en þó er nokkuð langt um liðið síðan síðast, eða tæp sjö ár. Noregur vann þá 2-1 sigur í vináttulandsleik á Spáni. Liðin höfðu áður mæst nokkrum sinnum á Algarve-mótinu en síðasti mótsleikur þeirra var á EM 2013 þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland mætti Sviss síðast í vináttulandsleik í Zürich í apríl 2023 og vann þá 2-1 sigur með mörkum frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. Liðin mættust síðast í mótsleik á EM í Hollandi 2017, þar sem Sviss vann 2-1 og gerði út um vonir Íslands um að komast áfram á mótinu. Leikirnir í Þjóðadeildinni fara fram 19.-26. febrúar, 2.-8. apríl, og 26. maí til 3. júní.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira