„Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. nóvember 2024 20:30 Donald Trump verður 47. forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. „Auðvitað lá þetta einhvern veginn í loftinu,“ segir Eiríkur Bergmann um niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nótt. Niðurstaðan bendi þó til þess að, enn og aftur, hafi skoðanakannafyrirtæki mælt lægra fylgi hjá Trump en hann var raunverulega með. „Kerfisbundið í öllum þessum þremur kosningum.“ Hann segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um niðurstöðuna í Pennsylvaníu og það sem er kallað Bláa beltið, það er Michigan og Wisconsin. Þegar ljóst hafi verið að Trump hafi tekið Pennsylvaníu hafi verið ljóst að Kamala Harris væri ekki að fara að vinna. „Þarna tapar hún þessu og á aldrei möguleika eftir þetta. Þegar Pennsylvanía var farin var þetta búið.“ Eiríkur segir það ekki hafa komið sér á óvart að Trump skyldi sigra en það komi á óvart hversu afgerandi sigurinn var. Auk þess að tryggja sér forsetaembættið er líklegt að Repúblikanar tryggi sér einnig meirihluta í öldunga- og fulltrúadeild bandaríska þingsins. Eiríkur segir að með því að hafa þingið líka opnist bein braut fyrir Trump og það sé munurinn á því hvernig það var þegar hann var síðasta forseti, frá 2016 til 2020. Þá sé Trump einnig búinn að raða í Hæstarétt Bandaríkjanna sínu fólki. Því sé lítil andstaða. „Hann er líka núna miklu reyndari núna að takast á við stjórnkerfið þannig hann kemur margfalt sterkari til leiks núna en hann gerði 2016. Fyrir umheiminn mun þetta skipta miklu máli.“ Eiríkur segir Trump einangrunarsinnaðan forseta, hann eigi erfitt að takast á við heimsleiðtoga en geri það eflaust betur núna. Hann hafi hótað að draga Bandaríkin út úr Nató sem færi varnarsamstarfið til Evrópu og svo auk þess geti skollið á viðskiptastríð því Trump sé hlynntur tollum í viðskiptum. Það geti haft áhrif hér. Hlakkar til samstarfsins Þetta talaði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir einnig um í viðtali í dag. Hún sagðist hlakka til samstarfsins með nýjum forseta Bandaríkjanna. Hún segir að talsverð óvissa ríki í kringum yfirlýsingar hans um verulegar tollahækkanir á innfluttar vörur. Þá telur hún að Evrópuþjóðir hafi þegar svarað ákalli Trumps um að hækka framlög sín til Nató. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður okkar er enn í Bandaríkjunum, hefur verið þar í aðdraganda kosninga og svo nú eftir úrslitin. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Auðvitað lá þetta einhvern veginn í loftinu,“ segir Eiríkur Bergmann um niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nótt. Niðurstaðan bendi þó til þess að, enn og aftur, hafi skoðanakannafyrirtæki mælt lægra fylgi hjá Trump en hann var raunverulega með. „Kerfisbundið í öllum þessum þremur kosningum.“ Hann segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um niðurstöðuna í Pennsylvaníu og það sem er kallað Bláa beltið, það er Michigan og Wisconsin. Þegar ljóst hafi verið að Trump hafi tekið Pennsylvaníu hafi verið ljóst að Kamala Harris væri ekki að fara að vinna. „Þarna tapar hún þessu og á aldrei möguleika eftir þetta. Þegar Pennsylvanía var farin var þetta búið.“ Eiríkur segir það ekki hafa komið sér á óvart að Trump skyldi sigra en það komi á óvart hversu afgerandi sigurinn var. Auk þess að tryggja sér forsetaembættið er líklegt að Repúblikanar tryggi sér einnig meirihluta í öldunga- og fulltrúadeild bandaríska þingsins. Eiríkur segir að með því að hafa þingið líka opnist bein braut fyrir Trump og það sé munurinn á því hvernig það var þegar hann var síðasta forseti, frá 2016 til 2020. Þá sé Trump einnig búinn að raða í Hæstarétt Bandaríkjanna sínu fólki. Því sé lítil andstaða. „Hann er líka núna miklu reyndari núna að takast á við stjórnkerfið þannig hann kemur margfalt sterkari til leiks núna en hann gerði 2016. Fyrir umheiminn mun þetta skipta miklu máli.“ Eiríkur segir Trump einangrunarsinnaðan forseta, hann eigi erfitt að takast á við heimsleiðtoga en geri það eflaust betur núna. Hann hafi hótað að draga Bandaríkin út úr Nató sem færi varnarsamstarfið til Evrópu og svo auk þess geti skollið á viðskiptastríð því Trump sé hlynntur tollum í viðskiptum. Það geti haft áhrif hér. Hlakkar til samstarfsins Þetta talaði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir einnig um í viðtali í dag. Hún sagðist hlakka til samstarfsins með nýjum forseta Bandaríkjanna. Hún segir að talsverð óvissa ríki í kringum yfirlýsingar hans um verulegar tollahækkanir á innfluttar vörur. Þá telur hún að Evrópuþjóðir hafi þegar svarað ákalli Trumps um að hækka framlög sín til Nató. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður okkar er enn í Bandaríkjunum, hefur verið þar í aðdraganda kosninga og svo nú eftir úrslitin.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11
Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52