Innlent

And­lát af völdum fíkni­efna og lyfja aldrei verið fleiri

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lyfjatengd andlát voru flest í aldursflokkunum 30-44 (23).
Lyfjatengd andlát voru flest í aldursflokkunum 30-44 (23). vísir/vilhelm

Árið 2023 voru lyfjatengd andlát alls 56 hér á landi og hafa aldrei verið fleiri, að því er fram kemur í tölum frá Landlæknisembættinu.

Tölurnar birtust á vef Landlækis. Þar kemur fram að 15 af 56 andlátum hafi verið sjálfsvíg, eða vísvitandi sjálfseitranir.

„Miðað við stærstu flokka dánarorsaka eru lyfjatengd andlát fá hér á landi. Þjóðin er fámenn og litlar breytingar á fjölda lyfjatengdra andláta valda því óhjákvæmilega nokkrum sveiflum í dánartíðni,“ segir í tilkynningu Landlæknis.  

Flest andlát voru af völdum ópíóðalygja lík og Oxycontin.vísir/vilhelm

Í tölum landlæknis sést að meðaltal látinna á hverja 100 þúsund íbúa fer úr 9,0 árin 2014-2018 í 11,3 árin 2019-2023.

56 létust árið 2023 eins og áður segir en tala látinna var 35 árið 2022. 47 létust árið 2021, 37 árið 2020 og 30 árið 2019.

„Þegar tölur síðasta árs eru skoðaðir eftir kyni sést að lyfjatengd andlát voru fleiri hjá körlum (35) en konum (21). Lyfjatengd andlát voru flest í aldursflokkunum 18-29 ára (15) og 30-44 (23). Af 56 lyfjatengdum andlátum árið 2023 voru 34 vegna ópíóíða-eitrana og 22 vegna eitrana af öðrum ávana- og fíkniefnum og lyfjum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×