Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar 6. nóvember 2024 14:31 Það orð fer af nokkrum tegundum dómsmála að þau fari mjög á einn veg óháð réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Þetta virðist ganga svo langt að jafnvel væri nær lagi að kasta upp um dómsniðurstöðuna en kveða upp dóm. Þessi einstefna ríkir þegar einstaklingur meðal almennings á í höggi við sterkan aðila í þjóðfélaginu. Auk einstaklinga af auð- og yfirstétt getur þessi sterki aðili verið hið opinbera, banki, tryggingafélag og hvaða stórfyrirtæki sem er. Það á rót sína að rekja til margs konar atriða sem ég hef samanlagt dregið undir heitið réttlæti hins sterka í samnefndri bók um málið og ýmsum greinarskrifum og erindum. Meginatriðið er að hið háa Alþingi hefur tilhneigingu til lagasetninga hinum sterka í vil og dómskerfið til að úrskurða honum í vil.Þetta endurspeglast meðal annars í því hve dýr dómsmálin eru látin vera og hve miklir möguleikar eru á því að gera þau nánast eins dýr og hinn sterki vill að þau verði. Þau birtast einnig í lagasetningum og hindrunum á því að hinn veikari geti stýrt máli sínu í höfn, dómarinn telji hagstæðara fyrir sig að dæma hinum sterkari í vil og svo framvegis Þessi einstefna ríkir í svikamálum, þar sem svikarinn nýtur þess að vera með svipaða hagsmuni og stöðu og hinn sterki og getur því beitt svipuðum aðferðum sem opinberar að Alþingi og dómskerfið styðji í raun glæpsamlega starfsemi í landinu (með því að draga taum hins sterka). Þetta birtist einnig í því að svindl sem ekki nemur hærri upphæð en 10-20 milljónum króna er vafasamt eða jafnvel þýðingarlaust að leggja fyrir dóm vegna kostnaðar og kostnaðaráhættu við að reka dómsmál. Kostnaðurinn geti hæglega numið hinni sviknu upphæð að minnsta kosti og hættan á að tapa málinu sem veikari aðilinn sé of mikil. Þessi einstefna ríkir í nauðgunarmálum og kynferðislegum áreitismálum. Ástæður er að finna í réttlæti hins sterka sem birtist í hefð fyrir því að þau séu ekki tiltökumál í augum yfirvalda enda voru gerningsmennirnir oft úr yfirstétt landsins. Alþingi Íslands heldur þessari hefð til streitu á þeim grundvelli að erfiðlega gangi að sanna gerninginn. Það er aðeins rétt að hluta til, einnigvegna þess hvernig lögin eru. Er það ekki einmitt Alþingi sem ræður hvernig lögin eru í landinu. Ekki hefur verið gætt að því að sönnunarbyrðin hæfi einnig þessum málaflokki auk þess sem orð á móti orði virðist hafa haft yfirgnæfandi vigt hjá starfsmönnum lögreglunnar og saksóknara sem virðast of yfirhlaðnir störfum til þess að taka almennilega á málunum.Þessi einstefna ríkir í forsjármálum barna. Þar hefur móðirin yfirhöndina gagnvart föðurnum að því er virðistvegna þess að dómskerfið situr fast í dómsvenjum sem væntanlega voru eðlilegar á árunum 1950 – 1970 og fyrir þann tíma þegar faðirinn sá um fjáröflunina en móðirin um heimilið og börnin. Þrátt fyrir það að ég hafi hér dregið ofangreinda málaflokka fram virðist þetta ríkja í meira og minna í öllu dómskerfinu en er mest áberandi í þeim. Þess verður vart að í einstökum atriðum hefur dómskerfið þegjandi og hljóðalaust dæmt eftir réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi.Einhvern veginn grunar mig að það hafi einkum verið gert þegar aðili í yfirstétt hafi þurft á því að halda. Í öllum umræðum um dómsmál, hvort sem talað er um það í ræðuhöldum forsvarsmanna þjóðarinnar eða í spjalli manna á milli, er um það rætt að allir séu jafnir fyrir lögunum. Því miður er það fjarri sanni eins og meðal annars kemur fram hér að ofan. Einu sinni hélt ég að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi hlytu að vera markmiðin í uppkvaðningu dóms en hef komist að því að það er því miður einnig fjarri sanni enda ekkert að finna um það í lögum. Er bara allt í lagi að lög um meðferð dómstóla á málum séu vilhöll þeim sterka í þjóðfélaginu og að dómsúrskurðurinn miðist við allt annað þjóðfélag en er við lýði í dag? Er þá ekki jafn gott að kasta upp um hvor aðilinn vinni málið? Á þeim sviðum sem hafa verið nefnd hér að ofan sýnist mér í fljótu bragði að það gefi skárri niðurstöður þegar á heildina er litið en dómar dómaranna þegar gætt er réttlætis, sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Það orð fer af nokkrum tegundum dómsmála að þau fari mjög á einn veg óháð réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Þetta virðist ganga svo langt að jafnvel væri nær lagi að kasta upp um dómsniðurstöðuna en kveða upp dóm. Þessi einstefna ríkir þegar einstaklingur meðal almennings á í höggi við sterkan aðila í þjóðfélaginu. Auk einstaklinga af auð- og yfirstétt getur þessi sterki aðili verið hið opinbera, banki, tryggingafélag og hvaða stórfyrirtæki sem er. Það á rót sína að rekja til margs konar atriða sem ég hef samanlagt dregið undir heitið réttlæti hins sterka í samnefndri bók um málið og ýmsum greinarskrifum og erindum. Meginatriðið er að hið háa Alþingi hefur tilhneigingu til lagasetninga hinum sterka í vil og dómskerfið til að úrskurða honum í vil.Þetta endurspeglast meðal annars í því hve dýr dómsmálin eru látin vera og hve miklir möguleikar eru á því að gera þau nánast eins dýr og hinn sterki vill að þau verði. Þau birtast einnig í lagasetningum og hindrunum á því að hinn veikari geti stýrt máli sínu í höfn, dómarinn telji hagstæðara fyrir sig að dæma hinum sterkari í vil og svo framvegis Þessi einstefna ríkir í svikamálum, þar sem svikarinn nýtur þess að vera með svipaða hagsmuni og stöðu og hinn sterki og getur því beitt svipuðum aðferðum sem opinberar að Alþingi og dómskerfið styðji í raun glæpsamlega starfsemi í landinu (með því að draga taum hins sterka). Þetta birtist einnig í því að svindl sem ekki nemur hærri upphæð en 10-20 milljónum króna er vafasamt eða jafnvel þýðingarlaust að leggja fyrir dóm vegna kostnaðar og kostnaðaráhættu við að reka dómsmál. Kostnaðurinn geti hæglega numið hinni sviknu upphæð að minnsta kosti og hættan á að tapa málinu sem veikari aðilinn sé of mikil. Þessi einstefna ríkir í nauðgunarmálum og kynferðislegum áreitismálum. Ástæður er að finna í réttlæti hins sterka sem birtist í hefð fyrir því að þau séu ekki tiltökumál í augum yfirvalda enda voru gerningsmennirnir oft úr yfirstétt landsins. Alþingi Íslands heldur þessari hefð til streitu á þeim grundvelli að erfiðlega gangi að sanna gerninginn. Það er aðeins rétt að hluta til, einnigvegna þess hvernig lögin eru. Er það ekki einmitt Alþingi sem ræður hvernig lögin eru í landinu. Ekki hefur verið gætt að því að sönnunarbyrðin hæfi einnig þessum málaflokki auk þess sem orð á móti orði virðist hafa haft yfirgnæfandi vigt hjá starfsmönnum lögreglunnar og saksóknara sem virðast of yfirhlaðnir störfum til þess að taka almennilega á málunum.Þessi einstefna ríkir í forsjármálum barna. Þar hefur móðirin yfirhöndina gagnvart föðurnum að því er virðistvegna þess að dómskerfið situr fast í dómsvenjum sem væntanlega voru eðlilegar á árunum 1950 – 1970 og fyrir þann tíma þegar faðirinn sá um fjáröflunina en móðirin um heimilið og börnin. Þrátt fyrir það að ég hafi hér dregið ofangreinda málaflokka fram virðist þetta ríkja í meira og minna í öllu dómskerfinu en er mest áberandi í þeim. Þess verður vart að í einstökum atriðum hefur dómskerfið þegjandi og hljóðalaust dæmt eftir réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi.Einhvern veginn grunar mig að það hafi einkum verið gert þegar aðili í yfirstétt hafi þurft á því að halda. Í öllum umræðum um dómsmál, hvort sem talað er um það í ræðuhöldum forsvarsmanna þjóðarinnar eða í spjalli manna á milli, er um það rætt að allir séu jafnir fyrir lögunum. Því miður er það fjarri sanni eins og meðal annars kemur fram hér að ofan. Einu sinni hélt ég að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi hlytu að vera markmiðin í uppkvaðningu dóms en hef komist að því að það er því miður einnig fjarri sanni enda ekkert að finna um það í lögum. Er bara allt í lagi að lög um meðferð dómstóla á málum séu vilhöll þeim sterka í þjóðfélaginu og að dómsúrskurðurinn miðist við allt annað þjóðfélag en er við lýði í dag? Er þá ekki jafn gott að kasta upp um hvor aðilinn vinni málið? Á þeim sviðum sem hafa verið nefnd hér að ofan sýnist mér í fljótu bragði að það gefi skárri niðurstöður þegar á heildina er litið en dómar dómaranna þegar gætt er réttlætis, sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun