Fótbolti

Köstuðu svínshöfði inn á völlinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmenn Corinthians köstuðu svínshöfði inn á völlinn í leik gegn Palmeiras.
Stuðningsmenn Corinthians köstuðu svínshöfði inn á völlinn í leik gegn Palmeiras.

Leikur Corinthians og Palmeiras í Brasilíu var stöðvaður eftir að svínshöfði var kastað inn á völlinn.

Mikill rígur er á milli liðanna en þau koma bæði frá Sao Paolo. Í síðasta leik þeirra fóru stuðningsmenn Corinthians langt yfir strikið.

Þegar 28 mínútur voru búnar af leiknum var afskornu svínshöfði kastað inn á völlinn. Framherji Corinthians, Yuri Alberto, var fljótur að kveikja og sparkaði svínshöfðinu af vellinum svo hægt væri taka hornspyrnuna sem Palmeiras átti. Vallarstarfsmenn náðu síðan í svínshöfuðið og fjarlægðu það af svæðinu.

Talið er að stuðningsmenn Corinthians hafi ætlað að kasta svínshöfðinu í leikmenn Palmeiras en gælunafn liðsins er Svínin.

Atvikið minnti um margt á þegar stuðningsmenn Barcelona köstuðu svínshöfði í átt að Luis Figo í leik gegn Real Madrid. Hann bakaði sér miklar óvinsældir í Katalóníu með því að fara til Real Madrid sumarið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×