Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. nóvember 2024 16:26 Frá umferðarslysinu sem varð við Sæbraut og frárein frá Miklubraut. Lögreglan Fimmtán manns slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, frá 27. október til 2. nóvembers. Alls var tilkynnt um 38 umferðaróhöpp í umdæminu. Lögreglan biðlar til vegfarenda að fara varlega í umferðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Báðir ökumenn fluttir á slysadeild Tvö umferðarslys voru tilkynnt á þriðjudaginn 29. október. Laust fyrir klukkan tólf missti ökumaður stjórn á bifreið sinni þegar hann ók suður Sæbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin fór utan vegar og eftir grasbala inn á frárein frá Miklubraut. Lenti bifreiðin þá á annarri bifreið á fráreininni en sú síðarnefnda valt við áreksturinn. Sá er missti stjórn á bifreið sinni var ekki með öryggisbelti en báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslysið. Seinna sama dag var bifreið ekið á rafmagnshlaupahjól á Laugavegi, við Bolholt. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild. Strætisvagn og fólksbifreið í árekstri „Sunnudaginn 27. október kl. 7.37 varð árekstur strætisvagns og fólksbifreiðar á athafnasvæði Strætó við Hestháls í Reykjavík. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild,“ segir í tilkynningu lögreglu. Á mánudagsmorgun, 28. október, varð þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við álverið í Straumsvík. „Tveimur bifreiðum var ekið úr gagnstæðri átt og fór önnur þeirra yfir á öfugan vegarhelming svo árekstur varð með þeim. Við það kastaðist önnur bifreiðin á þriðju bifreiðina sem kom aðvífandi Allir þrír ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Bifreið ekið á steinvegg til rannsóknar Á fimmtudaginn rétt fyrir klukkan 19:00 varð tveggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut til suðurs, við Miklubraut. Sá er olli tjóninu, stakk af frá vettvangi. Ökumaður bifreiðarinnar, sem ekið var á, var fluttur á slysadeild. Fjögur umferðarslys voru tilkynnt á laugardaginn. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á hringbraut í Hafnarfirði við Suðurbæjarlaug. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að vegfarandinn hafi verið ölvaður og að hann hafi verið fluttur á slysadeild. „Klukkan 19:30 féll ökumaður af rafmagnshlaupahjóli við Mathöllina á Hlemmi. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Klukkan 21:58 var bifreið ekið á steinvegg við Brúarvog í Reykjavík, við Barkarvog. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Klukkan 21:58 varð einnig tveggja bíla árekstur á Breiðholtsbraut við Seljaskóga. Bifreiðunum var ekið úr gagnstæðri átt en í aðdragandanum að árekstrinum hugðist ökumaðurinn sem ók til vesturs að taka vinstri beygju á gatnamótunum og Seljaskóga til suðurs þegar að bifreiðarnar skullu saman. Einn farþegi var fluttr á slysadeild. Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Báðir ökumenn fluttir á slysadeild Tvö umferðarslys voru tilkynnt á þriðjudaginn 29. október. Laust fyrir klukkan tólf missti ökumaður stjórn á bifreið sinni þegar hann ók suður Sæbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin fór utan vegar og eftir grasbala inn á frárein frá Miklubraut. Lenti bifreiðin þá á annarri bifreið á fráreininni en sú síðarnefnda valt við áreksturinn. Sá er missti stjórn á bifreið sinni var ekki með öryggisbelti en báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslysið. Seinna sama dag var bifreið ekið á rafmagnshlaupahjól á Laugavegi, við Bolholt. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild. Strætisvagn og fólksbifreið í árekstri „Sunnudaginn 27. október kl. 7.37 varð árekstur strætisvagns og fólksbifreiðar á athafnasvæði Strætó við Hestháls í Reykjavík. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild,“ segir í tilkynningu lögreglu. Á mánudagsmorgun, 28. október, varð þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við álverið í Straumsvík. „Tveimur bifreiðum var ekið úr gagnstæðri átt og fór önnur þeirra yfir á öfugan vegarhelming svo árekstur varð með þeim. Við það kastaðist önnur bifreiðin á þriðju bifreiðina sem kom aðvífandi Allir þrír ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Bifreið ekið á steinvegg til rannsóknar Á fimmtudaginn rétt fyrir klukkan 19:00 varð tveggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut til suðurs, við Miklubraut. Sá er olli tjóninu, stakk af frá vettvangi. Ökumaður bifreiðarinnar, sem ekið var á, var fluttur á slysadeild. Fjögur umferðarslys voru tilkynnt á laugardaginn. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á hringbraut í Hafnarfirði við Suðurbæjarlaug. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að vegfarandinn hafi verið ölvaður og að hann hafi verið fluttur á slysadeild. „Klukkan 19:30 féll ökumaður af rafmagnshlaupahjóli við Mathöllina á Hlemmi. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Klukkan 21:58 var bifreið ekið á steinvegg við Brúarvog í Reykjavík, við Barkarvog. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Klukkan 21:58 varð einnig tveggja bíla árekstur á Breiðholtsbraut við Seljaskóga. Bifreiðunum var ekið úr gagnstæðri átt en í aðdragandanum að árekstrinum hugðist ökumaðurinn sem ók til vesturs að taka vinstri beygju á gatnamótunum og Seljaskóga til suðurs þegar að bifreiðarnar skullu saman. Einn farþegi var fluttr á slysadeild.
Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira