Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 09:45 Þak yfir höfuðið eru mannréttindi og þörfin fyrir meira húsnæði er brýn. Fyrsta skref í átt að lausn er að skilja hvar pottur er brotinn - og hvar ekki. Þegar rætt er um þá húsnæðiskrísu sem við stöndum sannarlega frammi fyrir draga andstæðingar meirihlutans í Reykjavík umræðuna fljótt ofan í þann skurð að staðan sé mestmegnis upp komin vegna vangetu meirihlutans við að fjölga lóðum. Þétting byggðar er gerð að sökudólgnum og kynt undir pólariseringu og andúð í þágu einfaldra skilaboða sem eiga þó fátt skylt við raunveruleikann. Undanfarið kristallast þessi andstaða í umræðu um nauðsyn þess að byggja utan núverandi vaxtarmarka í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Nokkrir leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem bjóða nú fram til Alþingis hafa að undanförnu tekið undir þessa gagnrýni. Skoðum aðeins staðreyndir málsins. Áður en ég dýfi mér ofan í efnistökin skal það sagt að þétting byggðar er ekkert einkamál meirihlutans í Reykjavík. Það er stefna höfuðborgarsvæðisins alls í svæðisskipulaginu þar sem fram kemur að uppbygging eigi að vera að meginefninu til inn á við, innan vaxtarmarkanna. Þétting byggðar er líka meginstefna innan borgarþróunar á heimsvísu. Vegna þess að meðvitund um skynsamlega nýtingu innviða og auðlinda er orðin almennari. Nægar lóðir innan vaxtarmarkanna Eru lóðir innan vaxtarmarkanna að klárast? Svarið er nei. Eins og kemur fram í Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024 eru laus uppbyggingarsvæði innan vaxtarmarkanna í aðalskipulagi fyrir um 58.000 íbúðir til 2040. Það ætti að duga vel fyrir fyrirliggjandi þörf. Það tekur ekki lengri tíma að byggja þétt en dreift Tekur of langan tíma að byggja þétt en dreift? Svarið er nei. Samkvæmt greiningu á íbúðarbyggingarverkefnum á tímabilinu 2013 til 2017 í Reykjavík er meðalhraði uppbyggingar svipaður á þétttingarreitum og í dreifðari byggð, mögulega eilítið styttri á þéttingarreitum. Þétting byggðar hækkar ekki húsnæðisverð Hækkar þétting byggðar húsnæðisverð? Svarið er nei. Rannsókn á þessu gefur vísbendingar um að sé frekar gisnari byggð sem ýtir undir hækkun leiguverðs og dregur úr aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Lóðaverð í þéttri byggð ekki fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu Er lóðaverð í þéttri byggð fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu? Svarið er nei. Dæmin sanna (eins og við Ártúnshöfða og Orkureit) að markaðurinn metur lóðirnar oft mun dýrari en þær eru seldar á í grunninn, þar með eru þær ekki of dýrar heldur ef til vill þvert á móti. Kaup og sala á lóðum í þéttri byggð hækka stundum töluvert í verði áður en skóflu er svo mikið sem stungið niður. Svona lóðabrask er ekki ásættanlegt, tefur fyrir uppbyggingu og getur hækkað íbúðaverð. Skýrar aðgerðir þarf til að sporna við þessu og tímatakmarkanir á uppbyggingarheimildum sem verið er að innleiða er jákvætt skref. En það breytir því ekki að lóðaverð í þéttri byggð virðist engin fyrirstaða fyrir áhuga fjárfesta og uppbyggingaraðila á lóðunum. Ódýrari lóðir kosta - spurningin er bara hver borgar! Ódýrari lóðir fyrir uppbyggingaraðila á órofnu landi skila sér ekki til neytenda heldur þvert á móti eins og áður sagði - þær þjóna fyrst og fremst stífri arðsemiskröfu. Almenningur borgar brúsann því þessar ódýru lóðir kosta sannarlega. Spurningin er bara hver borgar. Ódýru lóðirnar eru niðurgreiddar af skattgreiðendum sem þurfa að greiða miklu hærri innviðakostnað fyrir slíka uppbyggingu og við erum að tala um grófa greiningu upp á nærri fimmfalt hærri kostnað í dreifðri byggð en þéttri. Þær eru niðurgreiddar af fólkinu sem flytur inn og lifir við lakari lífsgæði og þarf að ferðast miklu lengur á hverjum degi. Þær eru niðurgreiddar af leikskólabörnum sem fá ekki að fara út þegar loftgæði eru lök og svo af framtíðarkynslóðum því mengun eykst í takt við lengri ferðalög og að brotið sé nýtt land. Rannsakendur á viðfangsefninu hafa í raun mælt með því að talsmenn lægri húsnæðiskostnaðar leggi áherslu á þéttingu byggðar í skipulagi. Eru vaxtarmörkin vandinn og nauðsyn þess að umturna þeim eins brýn og af er látið? Svarið er nei. Hlutverk Samtaka iðnaðarins er að standa vörð um hag uppbyggingaraðila sem vilja ódýrar lóðir og sem mestan gróða af sínum framkvæmdum og því er fyrirsjáanlegt að samtökin tali fyrir dreifingu byggðar og tilfærslu vaxtarmarkanna. Hlutverk uppbyggingaraðilanna er að skaffa sér og fjárfestunum eins mikinn gróða og hægt er í eigin vasa. Af hverju stjórnmálaleiðtogar úr hinum ýmsu áttum hafa ákveðið að leggjast á árarnar með þeim skil ég ekki. Hlutverk kjörinna fulltrúa er nefnilega að standa með almenningi. Ekki með sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi suður til alþingiskosninga og skipar þar 2. sæti á lista Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þak yfir höfuðið eru mannréttindi og þörfin fyrir meira húsnæði er brýn. Fyrsta skref í átt að lausn er að skilja hvar pottur er brotinn - og hvar ekki. Þegar rætt er um þá húsnæðiskrísu sem við stöndum sannarlega frammi fyrir draga andstæðingar meirihlutans í Reykjavík umræðuna fljótt ofan í þann skurð að staðan sé mestmegnis upp komin vegna vangetu meirihlutans við að fjölga lóðum. Þétting byggðar er gerð að sökudólgnum og kynt undir pólariseringu og andúð í þágu einfaldra skilaboða sem eiga þó fátt skylt við raunveruleikann. Undanfarið kristallast þessi andstaða í umræðu um nauðsyn þess að byggja utan núverandi vaxtarmarka í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Nokkrir leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem bjóða nú fram til Alþingis hafa að undanförnu tekið undir þessa gagnrýni. Skoðum aðeins staðreyndir málsins. Áður en ég dýfi mér ofan í efnistökin skal það sagt að þétting byggðar er ekkert einkamál meirihlutans í Reykjavík. Það er stefna höfuðborgarsvæðisins alls í svæðisskipulaginu þar sem fram kemur að uppbygging eigi að vera að meginefninu til inn á við, innan vaxtarmarkanna. Þétting byggðar er líka meginstefna innan borgarþróunar á heimsvísu. Vegna þess að meðvitund um skynsamlega nýtingu innviða og auðlinda er orðin almennari. Nægar lóðir innan vaxtarmarkanna Eru lóðir innan vaxtarmarkanna að klárast? Svarið er nei. Eins og kemur fram í Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024 eru laus uppbyggingarsvæði innan vaxtarmarkanna í aðalskipulagi fyrir um 58.000 íbúðir til 2040. Það ætti að duga vel fyrir fyrirliggjandi þörf. Það tekur ekki lengri tíma að byggja þétt en dreift Tekur of langan tíma að byggja þétt en dreift? Svarið er nei. Samkvæmt greiningu á íbúðarbyggingarverkefnum á tímabilinu 2013 til 2017 í Reykjavík er meðalhraði uppbyggingar svipaður á þétttingarreitum og í dreifðari byggð, mögulega eilítið styttri á þéttingarreitum. Þétting byggðar hækkar ekki húsnæðisverð Hækkar þétting byggðar húsnæðisverð? Svarið er nei. Rannsókn á þessu gefur vísbendingar um að sé frekar gisnari byggð sem ýtir undir hækkun leiguverðs og dregur úr aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Lóðaverð í þéttri byggð ekki fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu Er lóðaverð í þéttri byggð fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu? Svarið er nei. Dæmin sanna (eins og við Ártúnshöfða og Orkureit) að markaðurinn metur lóðirnar oft mun dýrari en þær eru seldar á í grunninn, þar með eru þær ekki of dýrar heldur ef til vill þvert á móti. Kaup og sala á lóðum í þéttri byggð hækka stundum töluvert í verði áður en skóflu er svo mikið sem stungið niður. Svona lóðabrask er ekki ásættanlegt, tefur fyrir uppbyggingu og getur hækkað íbúðaverð. Skýrar aðgerðir þarf til að sporna við þessu og tímatakmarkanir á uppbyggingarheimildum sem verið er að innleiða er jákvætt skref. En það breytir því ekki að lóðaverð í þéttri byggð virðist engin fyrirstaða fyrir áhuga fjárfesta og uppbyggingaraðila á lóðunum. Ódýrari lóðir kosta - spurningin er bara hver borgar! Ódýrari lóðir fyrir uppbyggingaraðila á órofnu landi skila sér ekki til neytenda heldur þvert á móti eins og áður sagði - þær þjóna fyrst og fremst stífri arðsemiskröfu. Almenningur borgar brúsann því þessar ódýru lóðir kosta sannarlega. Spurningin er bara hver borgar. Ódýru lóðirnar eru niðurgreiddar af skattgreiðendum sem þurfa að greiða miklu hærri innviðakostnað fyrir slíka uppbyggingu og við erum að tala um grófa greiningu upp á nærri fimmfalt hærri kostnað í dreifðri byggð en þéttri. Þær eru niðurgreiddar af fólkinu sem flytur inn og lifir við lakari lífsgæði og þarf að ferðast miklu lengur á hverjum degi. Þær eru niðurgreiddar af leikskólabörnum sem fá ekki að fara út þegar loftgæði eru lök og svo af framtíðarkynslóðum því mengun eykst í takt við lengri ferðalög og að brotið sé nýtt land. Rannsakendur á viðfangsefninu hafa í raun mælt með því að talsmenn lægri húsnæðiskostnaðar leggi áherslu á þéttingu byggðar í skipulagi. Eru vaxtarmörkin vandinn og nauðsyn þess að umturna þeim eins brýn og af er látið? Svarið er nei. Hlutverk Samtaka iðnaðarins er að standa vörð um hag uppbyggingaraðila sem vilja ódýrar lóðir og sem mestan gróða af sínum framkvæmdum og því er fyrirsjáanlegt að samtökin tali fyrir dreifingu byggðar og tilfærslu vaxtarmarkanna. Hlutverk uppbyggingaraðilanna er að skaffa sér og fjárfestunum eins mikinn gróða og hægt er í eigin vasa. Af hverju stjórnmálaleiðtogar úr hinum ýmsu áttum hafa ákveðið að leggjast á árarnar með þeim skil ég ekki. Hlutverk kjörinna fulltrúa er nefnilega að standa með almenningi. Ekki með sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi suður til alþingiskosninga og skipar þar 2. sæti á lista Pírata
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun