Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. nóvember 2024 19:30 Sigurgeir var skiljanlega nokkuð þreyttur þegar hann kom í land. Kristinn Þór Jónasson Maður sem synti milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar með eiginkonu sína í eftirdragi segist hafa þurft að hundsa eigin efasemdir allan tímann. Sundið tók um sex tíma, og sjórinn var aðeins tveggja gráðu heitur þegar verst lét. Maðurinn heitir Sigurgeir Svanbergsson, sem synti í gær frá Reyðarfirði yfir til Eskifjarðar, með Sóleyju Gísladóttur eiginkonu sína í kajak í eftirdragi. Sundið synti hann til styrktar Píeta-samtökunum, í ísköldum sjónum. „Ég held að hann hafi verið í fimm gráðum þegar við byrjuðum, en síðan þegar fór að nálgast Eskifjörð þá lækkaði hitastigið alveg svakalega og var komið niður í tvær gráður,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. Straumagrautur gerði langa leið lengri Leiðin átti að vera um sex kílómetrar, en varð töluvert lengri vegna aðstæðna. „Þetta endaði í 7,7 held ég. Þegar við erum að koma inn í Eskifjörð eru einhverjar hræringar þar, einhver straumagrautur. Þannig að við fórum allt aðra leið en við ætluðum.“ Sigurgeir, sem hefur synt þó nokkur langsund til styrktar góðu málefni áður, lagði af stað laust fyrir hádegi í gær, en sundið tók um sex tíma. „Kuldinn var náttúrulega svakalega erfiður. Ég var orðinn svo dofinn í framan að mér leið eins og ég væri nýkominn frá tannlækni. Og svo voru það þessir straumar. Ég var farinn að efast svo mikið um árangurinn. Ég hélt að við værum bara föst einhvers staðar og það væri ekkert að gerast.“ Sú var þó ekki raunin, en Sigurgeir segist hafa haft sínar efasemdir allan tímann. „Svo er ég eiginlega út allt sundið að hundsa þessar raddir sem eru að búa til ástæður fyrir mig til þess að hætta. Því það er endalaust af ástæðum til að hætta þessu.“ Táraðist þegar hann kom að landi Sigurgeir naut liðsinnis fjölda fólks í kringum sig, sem og siglingaklúbbs, björgunarsveita og slökkviliðs, við sundið. „Það tæki mig langan tíma að telja upp alla sem komu að þessu,“ segir hann, þannig að þakklætið skín í gegn. Um 150 manns hafi tekið á móti honum við Mjóeyri, þar sem Sigurgeir kom í land. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna afreki Sigurgeirs, og styðja hann síðasta spölinn.Kristinn Þór Jónasson „Ég táraðist þegar ég kom þarna og sá allt þetta fólk, og það var kílómetri af bílaröð sem var að fylgja mér síðasta spölinn. Þetta var ótrúlegt.“ Þótt Sigurgeir hafi komið í land í gær er enn hægt að heita á hann, og leggja Píeta-samtökunum þannig lið. Upplýsingar um söfnunina má finna hér að neðan. Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla) Fjarðabyggð Sjósund Góðverk Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Maðurinn heitir Sigurgeir Svanbergsson, sem synti í gær frá Reyðarfirði yfir til Eskifjarðar, með Sóleyju Gísladóttur eiginkonu sína í kajak í eftirdragi. Sundið synti hann til styrktar Píeta-samtökunum, í ísköldum sjónum. „Ég held að hann hafi verið í fimm gráðum þegar við byrjuðum, en síðan þegar fór að nálgast Eskifjörð þá lækkaði hitastigið alveg svakalega og var komið niður í tvær gráður,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. Straumagrautur gerði langa leið lengri Leiðin átti að vera um sex kílómetrar, en varð töluvert lengri vegna aðstæðna. „Þetta endaði í 7,7 held ég. Þegar við erum að koma inn í Eskifjörð eru einhverjar hræringar þar, einhver straumagrautur. Þannig að við fórum allt aðra leið en við ætluðum.“ Sigurgeir, sem hefur synt þó nokkur langsund til styrktar góðu málefni áður, lagði af stað laust fyrir hádegi í gær, en sundið tók um sex tíma. „Kuldinn var náttúrulega svakalega erfiður. Ég var orðinn svo dofinn í framan að mér leið eins og ég væri nýkominn frá tannlækni. Og svo voru það þessir straumar. Ég var farinn að efast svo mikið um árangurinn. Ég hélt að við værum bara föst einhvers staðar og það væri ekkert að gerast.“ Sú var þó ekki raunin, en Sigurgeir segist hafa haft sínar efasemdir allan tímann. „Svo er ég eiginlega út allt sundið að hundsa þessar raddir sem eru að búa til ástæður fyrir mig til þess að hætta. Því það er endalaust af ástæðum til að hætta þessu.“ Táraðist þegar hann kom að landi Sigurgeir naut liðsinnis fjölda fólks í kringum sig, sem og siglingaklúbbs, björgunarsveita og slökkviliðs, við sundið. „Það tæki mig langan tíma að telja upp alla sem komu að þessu,“ segir hann, þannig að þakklætið skín í gegn. Um 150 manns hafi tekið á móti honum við Mjóeyri, þar sem Sigurgeir kom í land. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna afreki Sigurgeirs, og styðja hann síðasta spölinn.Kristinn Þór Jónasson „Ég táraðist þegar ég kom þarna og sá allt þetta fólk, og það var kílómetri af bílaröð sem var að fylgja mér síðasta spölinn. Þetta var ótrúlegt.“ Þótt Sigurgeir hafi komið í land í gær er enn hægt að heita á hann, og leggja Píeta-samtökunum þannig lið. Upplýsingar um söfnunina má finna hér að neðan. Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla)
Fjarðabyggð Sjósund Góðverk Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira