Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 16:01 Við þekkjum öll fulla afann og fyndnu frænkuna með skakka brosið sem ber harm sinn í hljóði því hún missti öll börnin sín í gamla daga en það nennir enginn að tala um það meir. Barnið sem missti hundinn sinn og vinkonuna sem á aldrei pening því pabbi hennar var ekki Sjálfstæðismaður og ömmuna sem er alltaf í útlöndum því hún nennir ekki að passa barnabörnin því hún er löngu búin að passa sín eigin börn fyrir lífstíð. Stelpuna sem missti pabba sinn þegar hún var í háskóla og strákinn sem missti mömmu sína þegar hann var bara þriggja en það skiptir ekki máli því hann man ekkert eftir henni hvort eð er eða hvað? Eða börnin sem eiga pabbann sem hvarf því hann borðaði bara eiturlyf og fannst það betra en serjós í morgunmat og hádegismat og lamdi mömmu einu sinni sem var einu sinni of mikið því svoleiðis gleymir maður aldrei. Og stelpuna sem missti bróður sinn en hún var svo lítil og á engar minningar nema bara af mynd af strák sem var einu sinni til en mamma og pabbi hættu að vera skemmtileg og voru bara leiðinleg því sorgin át þau upp til agna. Eða fólkið sem eignaðist svo mörg börn og gat bara ekki hamið sig og átti allt í einu ekki fyrir mjólk heldur bara einn bláan seðil til að flytja á nýjan stað þar sem enginn vissi að þau áttu ekki neitt. Eða konuna sem missti allt hárið en brosti samt og ældi bara þegar hún var ein af allt of stórum lyfjaskammti sem hún varð að taka til að lifa af. Á meðan fóru börnin í bíó með afa og ömmu og borðuðu bara popp og grjónagraut því það kostar minna þegar maður þarf að kaupa krabbameinslyf í matinn. Svo eiga sumir pabba sem átti bara mömmu sem kunni ekki að faðma sem átti kannski mömmu sem kunni það ekki heldur. Og sumir búa bara hjá mömmu og mega bara hitta pabba aðra hvora helgi og stundum á jólum og það verður allt svo... þegar ekkert er lengur eins. Við þekkjum öll svona fólk sem kemur stundum fyrir eins og það sé eitthvað skrýtið með allt of mikið ADHD og læti. Með allt of sterkar skoðanir eða engar. Kemur engu í verk eða allt of miklu. Borðar of mikið eða lítið, drekkur of mikið eða er með allt of mörg tattú og kaupir svo marga hluti sem enginn þarf svo það skammast sín þegar dyrabjallan hringir og hleypir engum inn. Þannig fólk eignast dánarbú sem fer ekki í endurvinnslu heldur bara beint í urðun því eins manns drasl er annars rusl. Við þekkjum öll fólk sem er bara eitthvað skrýtið eða pirrað og á fáa vini eða enga sem hringja oft á dag og bara aldrei. Sem veit allt best því þegar það var lítið var því sagt að það vissi ekki neitt. Spurðirðu einhverntímann hvað hefði komið fyrir? Og hlustaðirðu nógu vel? Spurðu aftur og hlustaðu aðeins betur. Því við þekkjum öll svona fólk og svona fólk á alltaf sögu sem er svo ljót og vond og erfið að eina leiðin til að lifa af er að haga sér eins og fífl. Þannig verða fíflin til - því það kom eitthvað fyrir en það er svo langt síðan að það nennir enginn að tala um það meir. Við þekkjum öll svona fólk. Spyrjum aftur og hlustum betur. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fulla afann og fyndnu frænkuna með skakka brosið sem ber harm sinn í hljóði því hún missti öll börnin sín í gamla daga en það nennir enginn að tala um það meir. Barnið sem missti hundinn sinn og vinkonuna sem á aldrei pening því pabbi hennar var ekki Sjálfstæðismaður og ömmuna sem er alltaf í útlöndum því hún nennir ekki að passa barnabörnin því hún er löngu búin að passa sín eigin börn fyrir lífstíð. Stelpuna sem missti pabba sinn þegar hún var í háskóla og strákinn sem missti mömmu sína þegar hann var bara þriggja en það skiptir ekki máli því hann man ekkert eftir henni hvort eð er eða hvað? Eða börnin sem eiga pabbann sem hvarf því hann borðaði bara eiturlyf og fannst það betra en serjós í morgunmat og hádegismat og lamdi mömmu einu sinni sem var einu sinni of mikið því svoleiðis gleymir maður aldrei. Og stelpuna sem missti bróður sinn en hún var svo lítil og á engar minningar nema bara af mynd af strák sem var einu sinni til en mamma og pabbi hættu að vera skemmtileg og voru bara leiðinleg því sorgin át þau upp til agna. Eða fólkið sem eignaðist svo mörg börn og gat bara ekki hamið sig og átti allt í einu ekki fyrir mjólk heldur bara einn bláan seðil til að flytja á nýjan stað þar sem enginn vissi að þau áttu ekki neitt. Eða konuna sem missti allt hárið en brosti samt og ældi bara þegar hún var ein af allt of stórum lyfjaskammti sem hún varð að taka til að lifa af. Á meðan fóru börnin í bíó með afa og ömmu og borðuðu bara popp og grjónagraut því það kostar minna þegar maður þarf að kaupa krabbameinslyf í matinn. Svo eiga sumir pabba sem átti bara mömmu sem kunni ekki að faðma sem átti kannski mömmu sem kunni það ekki heldur. Og sumir búa bara hjá mömmu og mega bara hitta pabba aðra hvora helgi og stundum á jólum og það verður allt svo... þegar ekkert er lengur eins. Við þekkjum öll svona fólk sem kemur stundum fyrir eins og það sé eitthvað skrýtið með allt of mikið ADHD og læti. Með allt of sterkar skoðanir eða engar. Kemur engu í verk eða allt of miklu. Borðar of mikið eða lítið, drekkur of mikið eða er með allt of mörg tattú og kaupir svo marga hluti sem enginn þarf svo það skammast sín þegar dyrabjallan hringir og hleypir engum inn. Þannig fólk eignast dánarbú sem fer ekki í endurvinnslu heldur bara beint í urðun því eins manns drasl er annars rusl. Við þekkjum öll fólk sem er bara eitthvað skrýtið eða pirrað og á fáa vini eða enga sem hringja oft á dag og bara aldrei. Sem veit allt best því þegar það var lítið var því sagt að það vissi ekki neitt. Spurðirðu einhverntímann hvað hefði komið fyrir? Og hlustaðirðu nógu vel? Spurðu aftur og hlustaðu aðeins betur. Því við þekkjum öll svona fólk og svona fólk á alltaf sögu sem er svo ljót og vond og erfið að eina leiðin til að lifa af er að haga sér eins og fífl. Þannig verða fíflin til - því það kom eitthvað fyrir en það er svo langt síðan að það nennir enginn að tala um það meir. Við þekkjum öll svona fólk. Spyrjum aftur og hlustum betur. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun