Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 16:01 Við þekkjum öll fulla afann og fyndnu frænkuna með skakka brosið sem ber harm sinn í hljóði því hún missti öll börnin sín í gamla daga en það nennir enginn að tala um það meir. Barnið sem missti hundinn sinn og vinkonuna sem á aldrei pening því pabbi hennar var ekki Sjálfstæðismaður og ömmuna sem er alltaf í útlöndum því hún nennir ekki að passa barnabörnin því hún er löngu búin að passa sín eigin börn fyrir lífstíð. Stelpuna sem missti pabba sinn þegar hún var í háskóla og strákinn sem missti mömmu sína þegar hann var bara þriggja en það skiptir ekki máli því hann man ekkert eftir henni hvort eð er eða hvað? Eða börnin sem eiga pabbann sem hvarf því hann borðaði bara eiturlyf og fannst það betra en serjós í morgunmat og hádegismat og lamdi mömmu einu sinni sem var einu sinni of mikið því svoleiðis gleymir maður aldrei. Og stelpuna sem missti bróður sinn en hún var svo lítil og á engar minningar nema bara af mynd af strák sem var einu sinni til en mamma og pabbi hættu að vera skemmtileg og voru bara leiðinleg því sorgin át þau upp til agna. Eða fólkið sem eignaðist svo mörg börn og gat bara ekki hamið sig og átti allt í einu ekki fyrir mjólk heldur bara einn bláan seðil til að flytja á nýjan stað þar sem enginn vissi að þau áttu ekki neitt. Eða konuna sem missti allt hárið en brosti samt og ældi bara þegar hún var ein af allt of stórum lyfjaskammti sem hún varð að taka til að lifa af. Á meðan fóru börnin í bíó með afa og ömmu og borðuðu bara popp og grjónagraut því það kostar minna þegar maður þarf að kaupa krabbameinslyf í matinn. Svo eiga sumir pabba sem átti bara mömmu sem kunni ekki að faðma sem átti kannski mömmu sem kunni það ekki heldur. Og sumir búa bara hjá mömmu og mega bara hitta pabba aðra hvora helgi og stundum á jólum og það verður allt svo... þegar ekkert er lengur eins. Við þekkjum öll svona fólk sem kemur stundum fyrir eins og það sé eitthvað skrýtið með allt of mikið ADHD og læti. Með allt of sterkar skoðanir eða engar. Kemur engu í verk eða allt of miklu. Borðar of mikið eða lítið, drekkur of mikið eða er með allt of mörg tattú og kaupir svo marga hluti sem enginn þarf svo það skammast sín þegar dyrabjallan hringir og hleypir engum inn. Þannig fólk eignast dánarbú sem fer ekki í endurvinnslu heldur bara beint í urðun því eins manns drasl er annars rusl. Við þekkjum öll fólk sem er bara eitthvað skrýtið eða pirrað og á fáa vini eða enga sem hringja oft á dag og bara aldrei. Sem veit allt best því þegar það var lítið var því sagt að það vissi ekki neitt. Spurðirðu einhverntímann hvað hefði komið fyrir? Og hlustaðirðu nógu vel? Spurðu aftur og hlustaðu aðeins betur. Því við þekkjum öll svona fólk og svona fólk á alltaf sögu sem er svo ljót og vond og erfið að eina leiðin til að lifa af er að haga sér eins og fífl. Þannig verða fíflin til - því það kom eitthvað fyrir en það er svo langt síðan að það nennir enginn að tala um það meir. Við þekkjum öll svona fólk. Spyrjum aftur og hlustum betur. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fulla afann og fyndnu frænkuna með skakka brosið sem ber harm sinn í hljóði því hún missti öll börnin sín í gamla daga en það nennir enginn að tala um það meir. Barnið sem missti hundinn sinn og vinkonuna sem á aldrei pening því pabbi hennar var ekki Sjálfstæðismaður og ömmuna sem er alltaf í útlöndum því hún nennir ekki að passa barnabörnin því hún er löngu búin að passa sín eigin börn fyrir lífstíð. Stelpuna sem missti pabba sinn þegar hún var í háskóla og strákinn sem missti mömmu sína þegar hann var bara þriggja en það skiptir ekki máli því hann man ekkert eftir henni hvort eð er eða hvað? Eða börnin sem eiga pabbann sem hvarf því hann borðaði bara eiturlyf og fannst það betra en serjós í morgunmat og hádegismat og lamdi mömmu einu sinni sem var einu sinni of mikið því svoleiðis gleymir maður aldrei. Og stelpuna sem missti bróður sinn en hún var svo lítil og á engar minningar nema bara af mynd af strák sem var einu sinni til en mamma og pabbi hættu að vera skemmtileg og voru bara leiðinleg því sorgin át þau upp til agna. Eða fólkið sem eignaðist svo mörg börn og gat bara ekki hamið sig og átti allt í einu ekki fyrir mjólk heldur bara einn bláan seðil til að flytja á nýjan stað þar sem enginn vissi að þau áttu ekki neitt. Eða konuna sem missti allt hárið en brosti samt og ældi bara þegar hún var ein af allt of stórum lyfjaskammti sem hún varð að taka til að lifa af. Á meðan fóru börnin í bíó með afa og ömmu og borðuðu bara popp og grjónagraut því það kostar minna þegar maður þarf að kaupa krabbameinslyf í matinn. Svo eiga sumir pabba sem átti bara mömmu sem kunni ekki að faðma sem átti kannski mömmu sem kunni það ekki heldur. Og sumir búa bara hjá mömmu og mega bara hitta pabba aðra hvora helgi og stundum á jólum og það verður allt svo... þegar ekkert er lengur eins. Við þekkjum öll svona fólk sem kemur stundum fyrir eins og það sé eitthvað skrýtið með allt of mikið ADHD og læti. Með allt of sterkar skoðanir eða engar. Kemur engu í verk eða allt of miklu. Borðar of mikið eða lítið, drekkur of mikið eða er með allt of mörg tattú og kaupir svo marga hluti sem enginn þarf svo það skammast sín þegar dyrabjallan hringir og hleypir engum inn. Þannig fólk eignast dánarbú sem fer ekki í endurvinnslu heldur bara beint í urðun því eins manns drasl er annars rusl. Við þekkjum öll fólk sem er bara eitthvað skrýtið eða pirrað og á fáa vini eða enga sem hringja oft á dag og bara aldrei. Sem veit allt best því þegar það var lítið var því sagt að það vissi ekki neitt. Spurðirðu einhverntímann hvað hefði komið fyrir? Og hlustaðirðu nógu vel? Spurðu aftur og hlustaðu aðeins betur. Því við þekkjum öll svona fólk og svona fólk á alltaf sögu sem er svo ljót og vond og erfið að eina leiðin til að lifa af er að haga sér eins og fífl. Þannig verða fíflin til - því það kom eitthvað fyrir en það er svo langt síðan að það nennir enginn að tala um það meir. Við þekkjum öll svona fólk. Spyrjum aftur og hlustum betur. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun