Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 5. nóvember 2024 07:31 Borgar menningin sig? Á ríkið að styrkja menningu? Býr menningin til meiri pening en hún kostar? Á að hækka listamannalaun? Á endurgreiða nýsköpunarþróun fyrirtækja? Á menningin að vera í sérstöku ráðuneyti? Eiga menningarmál að vera kosningamál? Svarið við þessu öllu er já. „Maður er manns gaman“ segir í Hávamálum. Máltækið lýsir menningu þar sem mannleg samskipti eru talin vera ein helsta forsenda hamingjunnar. Menning og sköpun eru í eðli sínu óþrjótandi auðlind sem eingöngu takmarkast af hugmyndum mannskepnunnar. Menningin og listsköpunin eru eins og vatnslind sem aldrei þornar upp. Þetta er hugmyndaheimur sem er ótakmarkaður og setur vaxtarmöguleika hennar í mjög sérstakt ljós. Það er hagkvæmt að styrkja menningu Menningin er sameiginleg okkur öllum og við öll leggjum til hennar. Þótt menning sé í eðli sínu sjálfsprottin er hlutverk stjórnvalda í menningu og umgjörð hennar mikilvægt. Slíkt er ekki síst hægt að rekja til þess að menningarstarfsemi býr við svokallaðan markaðsbrest sem lýsir sér þannig að án aðkomu stjórnvalda verður einfaldlega til minna af menningarstarfsemi og sköpun. Þetta getur komið ýmsum spánskt fyrir sjónir en er engu að síður niðurstaða hagfræðinnar. Án stuðnings stjórnvalda mun hinn frjálsi markaður stuðla að fábreyttari menningu en ella. Markaðsbrestir réttlæta því stuðning stjórnvalda. Þess vegna hafa stjórnvöld mikilvægu hlutverki að gegna í menningarstarfsemi. Það er því bæði skynsamlegt og hagkvæmt að styðja við hana. Sé stuðst við hugmyndaheim hagfræðinnar þá einfaldlega „borgar það sig“ að verja opinberum stuðningi til menningarstarfsemi. En auðvitað hefur menningin gildi í sjálfu sér, virði sem verður seint ofmetið. Menningin auðgar ekki einungis andann heldur einnig hagkerfið. Ný rannsókn Nýverið kynnti ég rannsókn um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi. Lítum á helstu niðurstöður: Beint framlag menningar og skapandi greina til landsframleiðslu er litlu minna en framlag fiskveiða og fiskeldis. Ísland er ekki einungis sjávarútvegsþjóð í hagrænu tilliti heldur einnig menningarþjóð. Opinber stuðningur ríkisins við menningu og skapandi greinar er um 42 milljarða kr. sem er svipað hátt og skatttekjurnar sem greinin skapar á móti. Opinber fjárfesting einnar krónu í menningu og skapandi greinum verður að þremur krónum í hagkerfinu. Þriðjungur af stuðningi ríkisins í menningu og skapandi greinum er vegna endurgreiðslu rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá fyrirtækjum. Um þrisvar sinnum fleiri starfa í menningu og skapandi greinum heldur en á fjölmennasta vinnustað landsins, Landspítala. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar kemur að fjölda vinnuafls í menningarstarfsemi. Virðisauki menningar og skapandi greina jókst um 70% á síðastliðnum 10 árum. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar litið er til hlutfalls af heildarútgjöldum hins opinbera sem renna til menningar og skapandi greina. Hvað þurfum við að gera til að geta gert betur? Skilgreina þarf menningu og skapandi greinar á Íslandi sem hluta af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar rétt eins og sjávarútveg, orkuframleiðslu og ferðaþjónustu. Við lifum ekki bara á f-unum þremur: fiski, fallvötnum og ferðamönnum. Við lifum líka á menningu og sköpun. Líta ber á menningu og skapandi greinar sem efnahagslega og félagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Efla þarf samkeppnishæfni íslenskrar menningar og skapandi greina með vel skilgreindum vaxtarmöguleikum. Greina þarf nýja vaxtarmöguleika, til dæmis í hönnun, myndlist, handritagerð, dansi, eftirvinnslu hvers konar og varðveislu menningararfs. Stórauka þarf stuðning við frumsköpun á sviði menningar. Svo margt í menningunni byggir á góðri sögu, góðu handriti. Taka þarf tillit til sérstöðu starfanna á þessu sviði þegar kemur að almannatryggingarkerfinu og öðrum opinberum stuðningskerfum, til dæmis gagnvart eldri listamönnum, grasrótinni og einyrkjum. Þetta og margt fleira ætlum við að ræða á opnum fundi Rannsóknarseturs skapandi greina með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem verður haldinn í Grósku kl. 8:30 næsta miðvikudag. Höfundur er hagfræðingur og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Borgar menningin sig? Á ríkið að styrkja menningu? Býr menningin til meiri pening en hún kostar? Á að hækka listamannalaun? Á endurgreiða nýsköpunarþróun fyrirtækja? Á menningin að vera í sérstöku ráðuneyti? Eiga menningarmál að vera kosningamál? Svarið við þessu öllu er já. „Maður er manns gaman“ segir í Hávamálum. Máltækið lýsir menningu þar sem mannleg samskipti eru talin vera ein helsta forsenda hamingjunnar. Menning og sköpun eru í eðli sínu óþrjótandi auðlind sem eingöngu takmarkast af hugmyndum mannskepnunnar. Menningin og listsköpunin eru eins og vatnslind sem aldrei þornar upp. Þetta er hugmyndaheimur sem er ótakmarkaður og setur vaxtarmöguleika hennar í mjög sérstakt ljós. Það er hagkvæmt að styrkja menningu Menningin er sameiginleg okkur öllum og við öll leggjum til hennar. Þótt menning sé í eðli sínu sjálfsprottin er hlutverk stjórnvalda í menningu og umgjörð hennar mikilvægt. Slíkt er ekki síst hægt að rekja til þess að menningarstarfsemi býr við svokallaðan markaðsbrest sem lýsir sér þannig að án aðkomu stjórnvalda verður einfaldlega til minna af menningarstarfsemi og sköpun. Þetta getur komið ýmsum spánskt fyrir sjónir en er engu að síður niðurstaða hagfræðinnar. Án stuðnings stjórnvalda mun hinn frjálsi markaður stuðla að fábreyttari menningu en ella. Markaðsbrestir réttlæta því stuðning stjórnvalda. Þess vegna hafa stjórnvöld mikilvægu hlutverki að gegna í menningarstarfsemi. Það er því bæði skynsamlegt og hagkvæmt að styðja við hana. Sé stuðst við hugmyndaheim hagfræðinnar þá einfaldlega „borgar það sig“ að verja opinberum stuðningi til menningarstarfsemi. En auðvitað hefur menningin gildi í sjálfu sér, virði sem verður seint ofmetið. Menningin auðgar ekki einungis andann heldur einnig hagkerfið. Ný rannsókn Nýverið kynnti ég rannsókn um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi. Lítum á helstu niðurstöður: Beint framlag menningar og skapandi greina til landsframleiðslu er litlu minna en framlag fiskveiða og fiskeldis. Ísland er ekki einungis sjávarútvegsþjóð í hagrænu tilliti heldur einnig menningarþjóð. Opinber stuðningur ríkisins við menningu og skapandi greinar er um 42 milljarða kr. sem er svipað hátt og skatttekjurnar sem greinin skapar á móti. Opinber fjárfesting einnar krónu í menningu og skapandi greinum verður að þremur krónum í hagkerfinu. Þriðjungur af stuðningi ríkisins í menningu og skapandi greinum er vegna endurgreiðslu rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá fyrirtækjum. Um þrisvar sinnum fleiri starfa í menningu og skapandi greinum heldur en á fjölmennasta vinnustað landsins, Landspítala. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar kemur að fjölda vinnuafls í menningarstarfsemi. Virðisauki menningar og skapandi greina jókst um 70% á síðastliðnum 10 árum. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar litið er til hlutfalls af heildarútgjöldum hins opinbera sem renna til menningar og skapandi greina. Hvað þurfum við að gera til að geta gert betur? Skilgreina þarf menningu og skapandi greinar á Íslandi sem hluta af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar rétt eins og sjávarútveg, orkuframleiðslu og ferðaþjónustu. Við lifum ekki bara á f-unum þremur: fiski, fallvötnum og ferðamönnum. Við lifum líka á menningu og sköpun. Líta ber á menningu og skapandi greinar sem efnahagslega og félagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Efla þarf samkeppnishæfni íslenskrar menningar og skapandi greina með vel skilgreindum vaxtarmöguleikum. Greina þarf nýja vaxtarmöguleika, til dæmis í hönnun, myndlist, handritagerð, dansi, eftirvinnslu hvers konar og varðveislu menningararfs. Stórauka þarf stuðning við frumsköpun á sviði menningar. Svo margt í menningunni byggir á góðri sögu, góðu handriti. Taka þarf tillit til sérstöðu starfanna á þessu sviði þegar kemur að almannatryggingarkerfinu og öðrum opinberum stuðningskerfum, til dæmis gagnvart eldri listamönnum, grasrótinni og einyrkjum. Þetta og margt fleira ætlum við að ræða á opnum fundi Rannsóknarseturs skapandi greina með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem verður haldinn í Grósku kl. 8:30 næsta miðvikudag. Höfundur er hagfræðingur og lögfræðingur.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun