Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. nóvember 2024 07:08 Veðurstofan hefur spáð því að eldgos gæfi hafist í lok þessa mánaðar. Vísir/Vilhelm Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. „Það var skjálftavirkni sem hófst um klukkan hálf þrjú. Nokkuð þétt skjálftavirkni sem minnti mikið á upphafið að kvikuhlaupunum sem við höfum séð,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún segir skjálftavirknina hafa verið á svipuðum stað og þétt. „Þetta voru þó allt litlir skjálftar. Svo var þetta að mestu leyti dáið niður hálftíma síðar. Ef þetta var byrjun á kvikuhlaupi hefur ekki verið nægur kraftur til að koma því af stað.“ Hún segir þetta óvenjulegt að því leyti að ekki væri búist við því að næg kvika væri búin að safnast fyrir svo að kvikuhlaup gæti átt sér stað. Magnið nálgist þó þau mörk. „Við höfum séð áður svona skjálftavirkni sem fer af stað sem minnir á upphaf kvikuhlaups en deyr svo út. Þetta er óvenjulegt miðað við síðustu vikur, en við höfum séð þetta áður.“ Engin merki um kvikuhlaup á öðrum mælum Salóme Jórunn segir að Veðurstofan hafi í kjölfarið virkjað að hluta til sitt innanhúss viðbragð í nótt og lét almannavarnir vita af aukinni skjálftavirkni og mögulegu kvikuhlaupi í nótt. Það var gert með þeim fyrirvara að ekki væri merki um kvikuhlaup á öðrum mælum. „Á aflögun eða ljósleiðara eða borholugögnum. Við létum vita og þegar við gátum rýnt stöðuna betur létum við vit að þetta væri líklega búið í bili.“ Í tilkynningu frá Veðurstofunni um stöðuna við Svartsengi þann 29. október, sem er síðasta tilkynning þeirra, kom fram að út frá nýju mati á kvikusöfnun mætti reikna með nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í lok nóvember. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2024 13:10 Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Grindavíkurnefnd segir hættu á að bærinn fari í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki brugðist við. Bærinn geti verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða halla á næsta ári. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á þingmenn að samþykkja lagabreytingar sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst og á yfirstandandi þingi. 1. nóvember 2024 08:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
„Það var skjálftavirkni sem hófst um klukkan hálf þrjú. Nokkuð þétt skjálftavirkni sem minnti mikið á upphafið að kvikuhlaupunum sem við höfum séð,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún segir skjálftavirknina hafa verið á svipuðum stað og þétt. „Þetta voru þó allt litlir skjálftar. Svo var þetta að mestu leyti dáið niður hálftíma síðar. Ef þetta var byrjun á kvikuhlaupi hefur ekki verið nægur kraftur til að koma því af stað.“ Hún segir þetta óvenjulegt að því leyti að ekki væri búist við því að næg kvika væri búin að safnast fyrir svo að kvikuhlaup gæti átt sér stað. Magnið nálgist þó þau mörk. „Við höfum séð áður svona skjálftavirkni sem fer af stað sem minnir á upphaf kvikuhlaups en deyr svo út. Þetta er óvenjulegt miðað við síðustu vikur, en við höfum séð þetta áður.“ Engin merki um kvikuhlaup á öðrum mælum Salóme Jórunn segir að Veðurstofan hafi í kjölfarið virkjað að hluta til sitt innanhúss viðbragð í nótt og lét almannavarnir vita af aukinni skjálftavirkni og mögulegu kvikuhlaupi í nótt. Það var gert með þeim fyrirvara að ekki væri merki um kvikuhlaup á öðrum mælum. „Á aflögun eða ljósleiðara eða borholugögnum. Við létum vita og þegar við gátum rýnt stöðuna betur létum við vit að þetta væri líklega búið í bili.“ Í tilkynningu frá Veðurstofunni um stöðuna við Svartsengi þann 29. október, sem er síðasta tilkynning þeirra, kom fram að út frá nýju mati á kvikusöfnun mætti reikna með nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í lok nóvember.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2024 13:10 Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Grindavíkurnefnd segir hættu á að bærinn fari í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki brugðist við. Bærinn geti verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða halla á næsta ári. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á þingmenn að samþykkja lagabreytingar sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst og á yfirstandandi þingi. 1. nóvember 2024 08:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
„Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2024 13:10
Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Grindavíkurnefnd segir hættu á að bærinn fari í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki brugðist við. Bærinn geti verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða halla á næsta ári. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á þingmenn að samþykkja lagabreytingar sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst og á yfirstandandi þingi. 1. nóvember 2024 08:28