Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. nóvember 2024 07:08 Veðurstofan hefur spáð því að eldgos gæfi hafist í lok þessa mánaðar. Vísir/Vilhelm Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. „Það var skjálftavirkni sem hófst um klukkan hálf þrjú. Nokkuð þétt skjálftavirkni sem minnti mikið á upphafið að kvikuhlaupunum sem við höfum séð,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún segir skjálftavirknina hafa verið á svipuðum stað og þétt. „Þetta voru þó allt litlir skjálftar. Svo var þetta að mestu leyti dáið niður hálftíma síðar. Ef þetta var byrjun á kvikuhlaupi hefur ekki verið nægur kraftur til að koma því af stað.“ Hún segir þetta óvenjulegt að því leyti að ekki væri búist við því að næg kvika væri búin að safnast fyrir svo að kvikuhlaup gæti átt sér stað. Magnið nálgist þó þau mörk. „Við höfum séð áður svona skjálftavirkni sem fer af stað sem minnir á upphaf kvikuhlaups en deyr svo út. Þetta er óvenjulegt miðað við síðustu vikur, en við höfum séð þetta áður.“ Engin merki um kvikuhlaup á öðrum mælum Salóme Jórunn segir að Veðurstofan hafi í kjölfarið virkjað að hluta til sitt innanhúss viðbragð í nótt og lét almannavarnir vita af aukinni skjálftavirkni og mögulegu kvikuhlaupi í nótt. Það var gert með þeim fyrirvara að ekki væri merki um kvikuhlaup á öðrum mælum. „Á aflögun eða ljósleiðara eða borholugögnum. Við létum vita og þegar við gátum rýnt stöðuna betur létum við vit að þetta væri líklega búið í bili.“ Í tilkynningu frá Veðurstofunni um stöðuna við Svartsengi þann 29. október, sem er síðasta tilkynning þeirra, kom fram að út frá nýju mati á kvikusöfnun mætti reikna með nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í lok nóvember. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2024 13:10 Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Grindavíkurnefnd segir hættu á að bærinn fari í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki brugðist við. Bærinn geti verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða halla á næsta ári. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á þingmenn að samþykkja lagabreytingar sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst og á yfirstandandi þingi. 1. nóvember 2024 08:28 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Það var skjálftavirkni sem hófst um klukkan hálf þrjú. Nokkuð þétt skjálftavirkni sem minnti mikið á upphafið að kvikuhlaupunum sem við höfum séð,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún segir skjálftavirknina hafa verið á svipuðum stað og þétt. „Þetta voru þó allt litlir skjálftar. Svo var þetta að mestu leyti dáið niður hálftíma síðar. Ef þetta var byrjun á kvikuhlaupi hefur ekki verið nægur kraftur til að koma því af stað.“ Hún segir þetta óvenjulegt að því leyti að ekki væri búist við því að næg kvika væri búin að safnast fyrir svo að kvikuhlaup gæti átt sér stað. Magnið nálgist þó þau mörk. „Við höfum séð áður svona skjálftavirkni sem fer af stað sem minnir á upphaf kvikuhlaups en deyr svo út. Þetta er óvenjulegt miðað við síðustu vikur, en við höfum séð þetta áður.“ Engin merki um kvikuhlaup á öðrum mælum Salóme Jórunn segir að Veðurstofan hafi í kjölfarið virkjað að hluta til sitt innanhúss viðbragð í nótt og lét almannavarnir vita af aukinni skjálftavirkni og mögulegu kvikuhlaupi í nótt. Það var gert með þeim fyrirvara að ekki væri merki um kvikuhlaup á öðrum mælum. „Á aflögun eða ljósleiðara eða borholugögnum. Við létum vita og þegar við gátum rýnt stöðuna betur létum við vit að þetta væri líklega búið í bili.“ Í tilkynningu frá Veðurstofunni um stöðuna við Svartsengi þann 29. október, sem er síðasta tilkynning þeirra, kom fram að út frá nýju mati á kvikusöfnun mætti reikna með nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í lok nóvember.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2024 13:10 Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Grindavíkurnefnd segir hættu á að bærinn fari í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki brugðist við. Bærinn geti verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða halla á næsta ári. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á þingmenn að samþykkja lagabreytingar sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst og á yfirstandandi þingi. 1. nóvember 2024 08:28 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2024 13:10
Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Grindavíkurnefnd segir hættu á að bærinn fari í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki brugðist við. Bærinn geti verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða halla á næsta ári. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á þingmenn að samþykkja lagabreytingar sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst og á yfirstandandi þingi. 1. nóvember 2024 08:28