Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir og Dögg Guðmundsdóttir skrifa 4. nóvember 2024 06:03 Undanfarið hefur verið vinsælt að halda því fram á samfélagsmiðlum að næringarráðleggingar beri ábyrgð á öllum mögulegum heilsufarsvandamálum fólks í vestrænum löndum. En bíddu nú við, stenst það? Hversu margir fara eftir næringarráðleggingunum í raun og veru? Samkvæmt landskönnun um mataræði Íslendinga þá eru í raun mjög fáir sem fylgja ráðleggingum og því ekki hægt að fullyrða að næringarráðleggingarnar sjálfar séu rót heilsufarslegra vandamála. Sem dæmi má nefna að ráðleggingar hafa alltaf ráðlagt að forðast að mestu mikið unninn mat og velja frekar heil óunnin matvæli. Þrátt fyrir það þá er unninn matur stór hluti vestræns mataræðis í dag, þvert á hvað ráðleggingar leggja til og hafa lagt til í nokkra áratugi. Mataræðið einkennist þannig af saltneyslu sem er vel yfir ráðlögðum skammti. Þar að auki ná aðeins 2% landsmanna tilskildum dagskammti af ávöxtum og grænmeti, sem eru fimm skammtar á dag, þrátt fyrir ítrekaða áherslu á mikilvægi þessara matvæla í ráðleggingum. Sömu sögu er að segja af neyslu heilkorns, en einungis um einn af hverjum fjórum landsmönnum nær viðmiðum um neyslu á heilkornavörum og þar af leiðandi trefjum. Raunin er nefnilega sú að þó þekkingin sé til staðar þá er ekki þar með sagt að hún heimfærist inn í líf fólks. Það þýðir ekki að vísindalegur grunnur þurfi að breytast, enda virka vísindin ekki þannig. Heldur fremur að aðferðir og fjármagn til að styðja við fólk og samfélög í þekkingu og heilsutengdum venjum þurfi að eflast. Vísindi og hlutleysi í ráðleggingum Vísindi miða að því að vega og meta hvað niðurstöður rannsókna segja í heild og byggja þannig upp gagnreynda þekkingu. Markmið vísindarannsókna er ekki að styðja ákveðna skoðun heldur að spyrja spurninga og leita svo svara á kerfisbundinn og hlutlausan hátt. Þessir ferlar gera það að verkum að vísindi eru stöðugt í endurskoðun og miðast alltaf við að bæta þekkingu í takt við nýjar upplýsingar. Þótt einstaka rannsóknir geti gefið ólíkar niðurstöður, þá eru ráðleggingar byggðar á samræmdum niðurstöðum allra rannsókna þar sem vægi og gæði eru tekin inn í myndina. Öfgafullar upphrópanir um næringu á samfélagsmiðlum Öfgafullar yfirlýsingar eða upphrópanir um næringu eru oft vinsælar á samfélagsmiðlum og vekja gjarnan mikla athygli. Það hefur þó sýnt sig að slíkar upphrópanir stuðla ekki að bættum lífsvenjum nema til skamms tíma, og geta jafnvel aukið óöryggi og kvíða fólks gagnvart næringu. Þær innihalda líka oft misvísandi og ruglandi skilaboð eða stífar reglur sem getur verið erfitt að fylgja eftir til lengri tíma. Þessi nálgun skilar því ólíklega árangri til lengri tíma litið. Þar að auki getur of mikil áhersla á einstök matvæli eða næringarefni leitt til ranghugmynda eða óþarfa hræðslu. Tengsl mataræðis og heilsu eru alltaf margslungin og snúast gjarnan um fæðumynstur og venjur heilt yfir. Almennt getur það því verið virkilega bjagað að leggja áherslu á einstök innihaldsefni/matvæli og mála þau upp sem eitthvað hræðilegt/frábært. Skortur á vísindalegum grunni Öfgafull skilaboð á samfélagsmiðlum og annars staðar hafa sjaldan góð vísindaleg rök á bak við sig, þar sem ráðleggingar um næringu byggja á heildrænu fæðusamspili frekar en stökum innihaldsefnum. Þá virkar betur að leggja áherslu á heildstætt hollt og næringarríkt mataræði til að styðja við heilbrigði í stað þess að beina sjónum að einstaka fæðutegundum eða næringarefnum. Upphrópanir um að tiltekin matvæli séu hættuleg eða valdi skaða á heilsu geta valdið óþarfa kvíða og óöryggi varðandi mat og næringu. Þetta getur jafnvel leitt til þess að fólk forðast matvæli sem í raun er óhætt að neyta sem hluta af fjölbreyttu mataræði. Þá eru jafnvel dæmi um það að fólk forðist næringarrík matvæli og fylgi mjög stífum reglum sem erfitt er að halda til lengdar og engin ástæða var til þess að setja til að byrja með. Varanlegar breytingar byggjast gjarnan á litlum skrefum og breytingum á venjum sem fólk getur viðhaldið án þess að upplifa stöðuga streitu eða sektarkennd. Þegar ráðleggingar eru jákvæðar og raunhæfar þar sem stuðst er við viðurkenndar rannsóknir og heildstæða nálgun, er fólk líklegra til að þróa með sér hollari venjur sem eru viðráðanlegar til lengri tíma og bæta heilsu fólks til lengri tíma litið. Ráðleggingar um næringu eru þó alls ekki stífar reglur heldur viðmið/upplýsingar byggt á bestu vísindalegu þekkingu sem við höfum hverju sinni og þau sem vilja geta nýtt sér til að næra sig sem best í takt við eigin þarfir. Þar sem við höldum út aðgangi á samfélagsmiðlum tengda fræðslu um næringu, viljum við að lokum þakka þeim fyrir sem reglulega senda okkur skilaboð með hugmyndum, spurningum og áhugaverðum og þroskandi samtölum. Þið gefið okkur ástæðu og orku til að halda áfram að fræða. Einnig viljum við þakka öllum þeim karlmönnum sem vilja kenna okkur sitthvað um efnið og saka okkur um hroka. Þið sýnið okkur að hér sé sannarlega þörf á áframhaldandi fræðslu. Fyrir áhugasama má fræðast um allskonar næringarmál og mýtuleiðréttingar hér. Höfundar eru löggiltur næringarfræðingur og meistaranemi í klínískri næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið vinsælt að halda því fram á samfélagsmiðlum að næringarráðleggingar beri ábyrgð á öllum mögulegum heilsufarsvandamálum fólks í vestrænum löndum. En bíddu nú við, stenst það? Hversu margir fara eftir næringarráðleggingunum í raun og veru? Samkvæmt landskönnun um mataræði Íslendinga þá eru í raun mjög fáir sem fylgja ráðleggingum og því ekki hægt að fullyrða að næringarráðleggingarnar sjálfar séu rót heilsufarslegra vandamála. Sem dæmi má nefna að ráðleggingar hafa alltaf ráðlagt að forðast að mestu mikið unninn mat og velja frekar heil óunnin matvæli. Þrátt fyrir það þá er unninn matur stór hluti vestræns mataræðis í dag, þvert á hvað ráðleggingar leggja til og hafa lagt til í nokkra áratugi. Mataræðið einkennist þannig af saltneyslu sem er vel yfir ráðlögðum skammti. Þar að auki ná aðeins 2% landsmanna tilskildum dagskammti af ávöxtum og grænmeti, sem eru fimm skammtar á dag, þrátt fyrir ítrekaða áherslu á mikilvægi þessara matvæla í ráðleggingum. Sömu sögu er að segja af neyslu heilkorns, en einungis um einn af hverjum fjórum landsmönnum nær viðmiðum um neyslu á heilkornavörum og þar af leiðandi trefjum. Raunin er nefnilega sú að þó þekkingin sé til staðar þá er ekki þar með sagt að hún heimfærist inn í líf fólks. Það þýðir ekki að vísindalegur grunnur þurfi að breytast, enda virka vísindin ekki þannig. Heldur fremur að aðferðir og fjármagn til að styðja við fólk og samfélög í þekkingu og heilsutengdum venjum þurfi að eflast. Vísindi og hlutleysi í ráðleggingum Vísindi miða að því að vega og meta hvað niðurstöður rannsókna segja í heild og byggja þannig upp gagnreynda þekkingu. Markmið vísindarannsókna er ekki að styðja ákveðna skoðun heldur að spyrja spurninga og leita svo svara á kerfisbundinn og hlutlausan hátt. Þessir ferlar gera það að verkum að vísindi eru stöðugt í endurskoðun og miðast alltaf við að bæta þekkingu í takt við nýjar upplýsingar. Þótt einstaka rannsóknir geti gefið ólíkar niðurstöður, þá eru ráðleggingar byggðar á samræmdum niðurstöðum allra rannsókna þar sem vægi og gæði eru tekin inn í myndina. Öfgafullar upphrópanir um næringu á samfélagsmiðlum Öfgafullar yfirlýsingar eða upphrópanir um næringu eru oft vinsælar á samfélagsmiðlum og vekja gjarnan mikla athygli. Það hefur þó sýnt sig að slíkar upphrópanir stuðla ekki að bættum lífsvenjum nema til skamms tíma, og geta jafnvel aukið óöryggi og kvíða fólks gagnvart næringu. Þær innihalda líka oft misvísandi og ruglandi skilaboð eða stífar reglur sem getur verið erfitt að fylgja eftir til lengri tíma. Þessi nálgun skilar því ólíklega árangri til lengri tíma litið. Þar að auki getur of mikil áhersla á einstök matvæli eða næringarefni leitt til ranghugmynda eða óþarfa hræðslu. Tengsl mataræðis og heilsu eru alltaf margslungin og snúast gjarnan um fæðumynstur og venjur heilt yfir. Almennt getur það því verið virkilega bjagað að leggja áherslu á einstök innihaldsefni/matvæli og mála þau upp sem eitthvað hræðilegt/frábært. Skortur á vísindalegum grunni Öfgafull skilaboð á samfélagsmiðlum og annars staðar hafa sjaldan góð vísindaleg rök á bak við sig, þar sem ráðleggingar um næringu byggja á heildrænu fæðusamspili frekar en stökum innihaldsefnum. Þá virkar betur að leggja áherslu á heildstætt hollt og næringarríkt mataræði til að styðja við heilbrigði í stað þess að beina sjónum að einstaka fæðutegundum eða næringarefnum. Upphrópanir um að tiltekin matvæli séu hættuleg eða valdi skaða á heilsu geta valdið óþarfa kvíða og óöryggi varðandi mat og næringu. Þetta getur jafnvel leitt til þess að fólk forðast matvæli sem í raun er óhætt að neyta sem hluta af fjölbreyttu mataræði. Þá eru jafnvel dæmi um það að fólk forðist næringarrík matvæli og fylgi mjög stífum reglum sem erfitt er að halda til lengdar og engin ástæða var til þess að setja til að byrja með. Varanlegar breytingar byggjast gjarnan á litlum skrefum og breytingum á venjum sem fólk getur viðhaldið án þess að upplifa stöðuga streitu eða sektarkennd. Þegar ráðleggingar eru jákvæðar og raunhæfar þar sem stuðst er við viðurkenndar rannsóknir og heildstæða nálgun, er fólk líklegra til að þróa með sér hollari venjur sem eru viðráðanlegar til lengri tíma og bæta heilsu fólks til lengri tíma litið. Ráðleggingar um næringu eru þó alls ekki stífar reglur heldur viðmið/upplýsingar byggt á bestu vísindalegu þekkingu sem við höfum hverju sinni og þau sem vilja geta nýtt sér til að næra sig sem best í takt við eigin þarfir. Þar sem við höldum út aðgangi á samfélagsmiðlum tengda fræðslu um næringu, viljum við að lokum þakka þeim fyrir sem reglulega senda okkur skilaboð með hugmyndum, spurningum og áhugaverðum og þroskandi samtölum. Þið gefið okkur ástæðu og orku til að halda áfram að fræða. Einnig viljum við þakka öllum þeim karlmönnum sem vilja kenna okkur sitthvað um efnið og saka okkur um hroka. Þið sýnið okkur að hér sé sannarlega þörf á áframhaldandi fræðslu. Fyrir áhugasama má fræðast um allskonar næringarmál og mýtuleiðréttingar hér. Höfundar eru löggiltur næringarfræðingur og meistaranemi í klínískri næringarfræði.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun