Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 4. nóvember 2024 07:02 Ljóst er að störf iðnaðarmanna eru ein stór stoð í samfélaginu hvort sem litið er til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis eða reksturs fyrirtækja. Nú þegar mikill skortur er á húsnæði hér á landi er ljóst að fjölga þarf iðnmenntuðu starfsfólki. Ísland skortir verulega skýra stefnu varðandi iðnnám og tækninám, hver þörfin er á iðn- og tæknimenntuðu fólki til næstu ára og áratugar. Því er mjög mikilvægt að farið verði í að greina og móta mannafla- og færnispá fyrir íslenskan vinnumarkað. Þannig verði horft til næstu 10 ára í senn, greint verði hver þörf verði á vinnumarkaði á komandi árum og samhliða því hver forgangsröðun verði í menntakerfinu til menntunar fólks. Það er almennt dýrara að kenna iðn- og tækninám enda komast iðulega færri að hverri kennslustund og það krefst meðal annars meiri tækjabúnaðar við kennsluna. Mikilvægt er að skýrar kröfur séu gerðar til þess að iðn- og tækninám sé kennt og fjöldi námsplássa í skólum verði aukinn. Tryggja þarf nægt húsnæði til kennslu iðn- og tæknináms enda er aðsókn í námið í dag mjög mikið enda mjög eftirsótt störf á vinnumarkaði en ekki síður til áframhaldandi sérfræðináms. Tryggja þarf fjölgun kennara í iðn- og tækninámi. Styðjum við iðnnema á vinnumarkaði Til þess að mæta auknum fjölda iðnnema á vinnumarkaði þá verður atvinnulífið að taka þátt í þessari uppbyggingu með því að fjölga nemaplássum á vinnustöðum. Ríkið hefur hingað til veitt ákveðinn stuðning til þeirra fyrirtækja sem þetta gera en það er gert í formi styrkja úr Vinnustaðanámssjóði. Vinnustaðanámssjóður hefur hins vegar verið fjársveltur um langt skeið og í raun frá upphafi. Því er mikilvægt að fjármögnun sjóðsins verði tryggð á þann hátt að sá stuðningur sem sjóðurinn veitir nægan stuðning við það verkefni að vera með iðnnema í starfi. Slíkum stuðningi eiga að sjálfsögðu að fylgja skýrar kröfur til þessa verkefnis. Við getum hæglega horft til fyrirkomulags hjá frændum okkar í Danmörku. Þar hefur samfélagið ákveðið að styðja vel við iðnaðinn með styrkjum til iðn- og starfsþjálfunarnema. Án nægilegs fjölda iðn- og tæknimenntaðra verðum við sem samfélag alltaf í vandræðum með uppbyggingu innviða samfélagsins. Tökum höndum saman, mótum mannafla- og færnispá, fjölgum iðn- og tæknimenntuðu fólki og stöndum vörð um réttindi iðn- og tæknifólks. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Byggingariðnaður Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ljóst er að störf iðnaðarmanna eru ein stór stoð í samfélaginu hvort sem litið er til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis eða reksturs fyrirtækja. Nú þegar mikill skortur er á húsnæði hér á landi er ljóst að fjölga þarf iðnmenntuðu starfsfólki. Ísland skortir verulega skýra stefnu varðandi iðnnám og tækninám, hver þörfin er á iðn- og tæknimenntuðu fólki til næstu ára og áratugar. Því er mjög mikilvægt að farið verði í að greina og móta mannafla- og færnispá fyrir íslenskan vinnumarkað. Þannig verði horft til næstu 10 ára í senn, greint verði hver þörf verði á vinnumarkaði á komandi árum og samhliða því hver forgangsröðun verði í menntakerfinu til menntunar fólks. Það er almennt dýrara að kenna iðn- og tækninám enda komast iðulega færri að hverri kennslustund og það krefst meðal annars meiri tækjabúnaðar við kennsluna. Mikilvægt er að skýrar kröfur séu gerðar til þess að iðn- og tækninám sé kennt og fjöldi námsplássa í skólum verði aukinn. Tryggja þarf nægt húsnæði til kennslu iðn- og tæknináms enda er aðsókn í námið í dag mjög mikið enda mjög eftirsótt störf á vinnumarkaði en ekki síður til áframhaldandi sérfræðináms. Tryggja þarf fjölgun kennara í iðn- og tækninámi. Styðjum við iðnnema á vinnumarkaði Til þess að mæta auknum fjölda iðnnema á vinnumarkaði þá verður atvinnulífið að taka þátt í þessari uppbyggingu með því að fjölga nemaplássum á vinnustöðum. Ríkið hefur hingað til veitt ákveðinn stuðning til þeirra fyrirtækja sem þetta gera en það er gert í formi styrkja úr Vinnustaðanámssjóði. Vinnustaðanámssjóður hefur hins vegar verið fjársveltur um langt skeið og í raun frá upphafi. Því er mikilvægt að fjármögnun sjóðsins verði tryggð á þann hátt að sá stuðningur sem sjóðurinn veitir nægan stuðning við það verkefni að vera með iðnnema í starfi. Slíkum stuðningi eiga að sjálfsögðu að fylgja skýrar kröfur til þessa verkefnis. Við getum hæglega horft til fyrirkomulags hjá frændum okkar í Danmörku. Þar hefur samfélagið ákveðið að styðja vel við iðnaðinn með styrkjum til iðn- og starfsþjálfunarnema. Án nægilegs fjölda iðn- og tæknimenntaðra verðum við sem samfélag alltaf í vandræðum með uppbyggingu innviða samfélagsins. Tökum höndum saman, mótum mannafla- og færnispá, fjölgum iðn- og tæknimenntuðu fólki og stöndum vörð um réttindi iðn- og tæknifólks. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun