Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2024 12:15 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar á hliðarlínunni í síðasta leik gegn Grindavík Vísir/Jón Gautur Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik sjöttu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Þetta eru tvö heitustu lið landsins um þessar mundir og hefur Stjarnan enn ekki tapað leik í deildinni. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, þekkir vel til Tindastóls og Sauðárkróks og er spenntur fyrir því að stíga inn í Síkið í kvöld. Baldur tók við liði Stjörnunnar fyrir yfirstandandi tímabil og hefur farið glimrandi vel af stað í starfinu. Stjarnan hefur unnið alla leiki sína til þessa í Bónus deildinni og mætir nú á Sauðárkrók þar sem að Baldur kannast við sig. Hann var þjálfari Tindastóls á árunum 2019 til 2022 og þá er eiginkona hans frá Sauðárkróki. „Það er alltaf gott að koma norður,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild Vísis í morgun. „Ég er bara heima hjá tengdó núna á Sauðárkróki, alltaf stemning að koma þangað. Ég er bara spenntur fyrir leiknum,“ segir Baldur sem þekkir vel þá stemningu sem getur myndast í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Það er sérstök tilfinning sem fylgir því, bæði fyrir þjálfara og leikmenn, að mæta og taka þátt í leik í Síkinu. „Já ég held ég ljúgi engu þegar að ég segi að Tindastóll eigi flesta stuðningsmenn á landinu þegar að kemur að körfubolta. Mesta áhorfenda kjarnann sem fylgir þeim á leikjum, hvort sem það er á heima- eða útivelli. Það er mikil stemning þegar að maður mætir, margir sem mæta á leikina. Alltaf ákveðið krydd og skemmtilegt að taka þátt í Tindastóls leikjum.“ Eftir tap í fyrstu umferð er lið Tindastóls, sem er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, búið að finna taktinn og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og getur með sigri í kvöld jafnað lið Stjörnunnar að stigum á toppi deildarinnar. Benedikt Guðmundsson, þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink „Þetta er hörku lið. Verður mjög erfitt,“ segir Baldur um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru náttúrulega hrikalega vel mannaðir og eru búnir að spila mjög vel, sérstaklega þessa síðustu leiki á móti Hetti og Grindavík. Þegar að ég tala um vel þá á ég við að þetta verður mjög krefjandi verkefni sem maður er spenntur að fara í.“ Sömuleiðis eru þið gífurlega vel mannaðir. Hafið ekki tapað leik í deildinni. Þið hljótið að fara inn í þennan leik með kassann út og sigurvissir? „Já. Við náttúrulega ætlum okkur að vinna alla leiki sem við förum í en á sama tíma vitum við að það þarf mikið að ganga upp til að vinna í þessum leik. Þetta er stór áskorun. Við erum meðvitaðir um það.“ Toppslagur Tindastóls og Stjörnunnar í Bónus deild karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Baldur tók við liði Stjörnunnar fyrir yfirstandandi tímabil og hefur farið glimrandi vel af stað í starfinu. Stjarnan hefur unnið alla leiki sína til þessa í Bónus deildinni og mætir nú á Sauðárkrók þar sem að Baldur kannast við sig. Hann var þjálfari Tindastóls á árunum 2019 til 2022 og þá er eiginkona hans frá Sauðárkróki. „Það er alltaf gott að koma norður,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild Vísis í morgun. „Ég er bara heima hjá tengdó núna á Sauðárkróki, alltaf stemning að koma þangað. Ég er bara spenntur fyrir leiknum,“ segir Baldur sem þekkir vel þá stemningu sem getur myndast í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Það er sérstök tilfinning sem fylgir því, bæði fyrir þjálfara og leikmenn, að mæta og taka þátt í leik í Síkinu. „Já ég held ég ljúgi engu þegar að ég segi að Tindastóll eigi flesta stuðningsmenn á landinu þegar að kemur að körfubolta. Mesta áhorfenda kjarnann sem fylgir þeim á leikjum, hvort sem það er á heima- eða útivelli. Það er mikil stemning þegar að maður mætir, margir sem mæta á leikina. Alltaf ákveðið krydd og skemmtilegt að taka þátt í Tindastóls leikjum.“ Eftir tap í fyrstu umferð er lið Tindastóls, sem er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, búið að finna taktinn og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og getur með sigri í kvöld jafnað lið Stjörnunnar að stigum á toppi deildarinnar. Benedikt Guðmundsson, þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink „Þetta er hörku lið. Verður mjög erfitt,“ segir Baldur um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru náttúrulega hrikalega vel mannaðir og eru búnir að spila mjög vel, sérstaklega þessa síðustu leiki á móti Hetti og Grindavík. Þegar að ég tala um vel þá á ég við að þetta verður mjög krefjandi verkefni sem maður er spenntur að fara í.“ Sömuleiðis eru þið gífurlega vel mannaðir. Hafið ekki tapað leik í deildinni. Þið hljótið að fara inn í þennan leik með kassann út og sigurvissir? „Já. Við náttúrulega ætlum okkur að vinna alla leiki sem við förum í en á sama tíma vitum við að það þarf mikið að ganga upp til að vinna í þessum leik. Þetta er stór áskorun. Við erum meðvitaðir um það.“ Toppslagur Tindastóls og Stjörnunnar í Bónus deild karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira