Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi Viktor Klimaszewski skrifar 3. nóvember 2024 09:01 Síðustu 10 ár eða allt frá 18 ára aldri hef ég margoft verið spurður afhverju ég kýs Sjálfstæðisflokkinn? Þeir vinna jú bara fyrir ríka fólkið. Vissulega er ég ekki ríkur í aurum talið, en ég er svo sannarlega ríkur af mörgu öðru. Hér á ég góða vinnu, heimili - fjölskyldu. Stutta og einfalda svarið er að ég kýs einstaklingsfrelsi. Hér á Íslandi, sem auðvelt er að kalla land tækifæranna, er einstaklingsfrelsið mikið. Hér er nákvæmlega ekkert sem kemur í veg fyrir að ég verði það sem ég kýs að vera, nema auðvitað ég sjálfur. En það er í mörgu sem hægt er að gera betur. Þar má helst nefna orkumálin. Hér höfum við stór fyrirtæki sem standa á sterkum grunni og reiða sig alfarið á orku - græna orku sem landið okkar hefur upp á að bjóða, öllum til hagsbóta. Núna uppá síðkastið höfum við þurft að þola miklar orkuskerðingar sökum skorts á orku og það er aðeins ein ástæða þess. Við erum ekki að nýta tækifærin sem landið færir okkur. Hvernig ætlum við að tala um framtíðina og klára orkuskiptin þegar við erum hálfpartinn komin aftur á steinöld miðað við þau lönd sem við gjarnast berum okkur saman við? Vissulega eru ekki allir sammála, en það er fegurðin við einstaklingsfrelsið. Um eitt geta þó allir verið sammála, og það er að engum sé til hagsbóta að brenna olíu til þess eitt að framleiða rafmagn, hvorki fyrirtækjum né umhverfinu. Við íbúar Fjarðabyggðar stólum einna mest á orku, enda engin hitaveita til staðar á svæðinu nema á Eskifirði. Rafmagn er okkur mikið öryggismál enda stór hluti fólks með atvinnu í álverinu á Reyðarfirði sem og stórútgerðunum á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Norðfirði. Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi og trygga afkomu fyrir land og þjóð. Höfundur er álversstarfsmaður og stjórnarmaður Hávarr, félags ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Síðustu 10 ár eða allt frá 18 ára aldri hef ég margoft verið spurður afhverju ég kýs Sjálfstæðisflokkinn? Þeir vinna jú bara fyrir ríka fólkið. Vissulega er ég ekki ríkur í aurum talið, en ég er svo sannarlega ríkur af mörgu öðru. Hér á ég góða vinnu, heimili - fjölskyldu. Stutta og einfalda svarið er að ég kýs einstaklingsfrelsi. Hér á Íslandi, sem auðvelt er að kalla land tækifæranna, er einstaklingsfrelsið mikið. Hér er nákvæmlega ekkert sem kemur í veg fyrir að ég verði það sem ég kýs að vera, nema auðvitað ég sjálfur. En það er í mörgu sem hægt er að gera betur. Þar má helst nefna orkumálin. Hér höfum við stór fyrirtæki sem standa á sterkum grunni og reiða sig alfarið á orku - græna orku sem landið okkar hefur upp á að bjóða, öllum til hagsbóta. Núna uppá síðkastið höfum við þurft að þola miklar orkuskerðingar sökum skorts á orku og það er aðeins ein ástæða þess. Við erum ekki að nýta tækifærin sem landið færir okkur. Hvernig ætlum við að tala um framtíðina og klára orkuskiptin þegar við erum hálfpartinn komin aftur á steinöld miðað við þau lönd sem við gjarnast berum okkur saman við? Vissulega eru ekki allir sammála, en það er fegurðin við einstaklingsfrelsið. Um eitt geta þó allir verið sammála, og það er að engum sé til hagsbóta að brenna olíu til þess eitt að framleiða rafmagn, hvorki fyrirtækjum né umhverfinu. Við íbúar Fjarðabyggðar stólum einna mest á orku, enda engin hitaveita til staðar á svæðinu nema á Eskifirði. Rafmagn er okkur mikið öryggismál enda stór hluti fólks með atvinnu í álverinu á Reyðarfirði sem og stórútgerðunum á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Norðfirði. Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi og trygga afkomu fyrir land og þjóð. Höfundur er álversstarfsmaður og stjórnarmaður Hávarr, félags ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun