Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir léku báðar allan leikinn fyrir Bröndby sem er í 3. sæti dönsku deildarinnar með átján stig eftir ellefu leiki.
Bröndby hafði aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum fyrir viðureign kvöldsins svo sigur þeirra gulu var kærkominn.
Fantastisk start på weekenden 👏 pic.twitter.com/aT28uTmxZC
— Brøndby IF Women (@Brondbywomen) November 1, 2024
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Leverkusen á 62. mínútu. Öll þrjú mörk leiksins komu á fyrstu 25 mínútunum.
Með sigrinum í kvöld komst Leverkusen upp í 2. sæti þýsku deildarinnar. Liðið er með sautján stig, einu stigi minna en topplið Bayern München sem á leik til góða.