Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. nóvember 2024 13:00 Við búum við efnahagsstjórn sem mælir velgengni samfélagsins á stöðu og styrk bankanna. Þetta hefur margoft komið fram í málflutningi Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra. Ég var að renna yfir níu mánaða uppgjör bankanna þriggja. Arion, Landsbankans og Íslandsbanka. Það sem er áhugavert, lesist ógeðfellt, er að arðsemi bankanna hækkar verulega á Þriðja ársfjórðungi þessa árs. Arion fer úr 12,9% í 16,1%. Íslandsbanki fer úr 11% í 13,2% og Landsbankinn fer úr 10,9% í 14%. Á sama tíma eru skuldsett heimili og fyrirtæki að berjast í bökkum við að halda sér á lífi. Þeim er að blæða út. En það er meira. Samanlagðar hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 115,5 milljarðar. Samanlagðar þjónustutekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 29,6 milljarðar. Samanlagður hagnaður bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins voru 62,7 milljarðar. Til samanburðar var upphaflegur áætlaður kostnaður við uppkaup á öllu húsnæði Grindvíkinga um 60 milljarðar, en endanlegur kostnaður verður líklega nær 74 milljörðum. Hreinar vaxtatekjur og þjónustugjöld bankanna þriggja nemur tvöfaldri þeirri upphæð, á níu mánuðum. Á sama tíma fækka bankarnir starfsfólki, skerða þjónustu og loka útibúum, og byggja höfuðstöðvar á dýrasta stað. Tvöföld upphæð sem kostaði að kaupa húsnæði heils bæjarfélags! Þrír bankar! Níu mánuðir! Erum við öll að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hárri verðbólgu og vöxtum? Af 9 mánaða uppgjöri bankanna, og stærstu fyrirtækja á markaði, er svarið NEI! Raunstýrivextir (vextir umfram verðbólgu) eru 3,9% og 5,6% ef við notum samræmda vísitölu Eurostad. Og nei, þetta er ekki krónunni að kenna! Þetta er efnahagsstjórnin sem við búum við. Þetta er efnahagsstjórninni að kenna, engu öðru og engum öðrum en þeim sem henni stjórna. Í Danmörku bjóðast fastir óverðtryggðir 2,33% vextir í 5 ár (F5 lán). Á Íslandi eru þeir 8,75% til 9,75%. Verðbólga í Danmörku er 1,20%. Á íslandi eru breytilegir óverðtryggðir vextir á húsnæðislánum frá 10,75% til 11,75% og verðtryggð húsnæðislán á 4,6% til 5,8% vöxtum. Í öllum samanburði búum við á Íslandi við ástand sem hvergi þætti boðlegt meðal samanburðarþjóða. Við búum við efnahagsstjórn sem er knúin áfram í þágu fjármagns og sérhagsmuna. Við þurfum að vakna og það er hlutverk okkar sem erum í framlínu hagsmunabaráttu launafólks og stjórnmála að fræða,og ögra ríkjandi hugmyndafræði. Boða breytingar og hafa kjark til að fylgja þeim eftir. Gefa fólkinu okkar von og framtíðarsýn. Því við getum ekki látið þetta viðgangast lengur. Ef við viljum breytingar þá verðum við að kjósa breytingar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við búum við efnahagsstjórn sem mælir velgengni samfélagsins á stöðu og styrk bankanna. Þetta hefur margoft komið fram í málflutningi Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra. Ég var að renna yfir níu mánaða uppgjör bankanna þriggja. Arion, Landsbankans og Íslandsbanka. Það sem er áhugavert, lesist ógeðfellt, er að arðsemi bankanna hækkar verulega á Þriðja ársfjórðungi þessa árs. Arion fer úr 12,9% í 16,1%. Íslandsbanki fer úr 11% í 13,2% og Landsbankinn fer úr 10,9% í 14%. Á sama tíma eru skuldsett heimili og fyrirtæki að berjast í bökkum við að halda sér á lífi. Þeim er að blæða út. En það er meira. Samanlagðar hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 115,5 milljarðar. Samanlagðar þjónustutekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 29,6 milljarðar. Samanlagður hagnaður bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins voru 62,7 milljarðar. Til samanburðar var upphaflegur áætlaður kostnaður við uppkaup á öllu húsnæði Grindvíkinga um 60 milljarðar, en endanlegur kostnaður verður líklega nær 74 milljörðum. Hreinar vaxtatekjur og þjónustugjöld bankanna þriggja nemur tvöfaldri þeirri upphæð, á níu mánuðum. Á sama tíma fækka bankarnir starfsfólki, skerða þjónustu og loka útibúum, og byggja höfuðstöðvar á dýrasta stað. Tvöföld upphæð sem kostaði að kaupa húsnæði heils bæjarfélags! Þrír bankar! Níu mánuðir! Erum við öll að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hárri verðbólgu og vöxtum? Af 9 mánaða uppgjöri bankanna, og stærstu fyrirtækja á markaði, er svarið NEI! Raunstýrivextir (vextir umfram verðbólgu) eru 3,9% og 5,6% ef við notum samræmda vísitölu Eurostad. Og nei, þetta er ekki krónunni að kenna! Þetta er efnahagsstjórnin sem við búum við. Þetta er efnahagsstjórninni að kenna, engu öðru og engum öðrum en þeim sem henni stjórna. Í Danmörku bjóðast fastir óverðtryggðir 2,33% vextir í 5 ár (F5 lán). Á Íslandi eru þeir 8,75% til 9,75%. Verðbólga í Danmörku er 1,20%. Á íslandi eru breytilegir óverðtryggðir vextir á húsnæðislánum frá 10,75% til 11,75% og verðtryggð húsnæðislán á 4,6% til 5,8% vöxtum. Í öllum samanburði búum við á Íslandi við ástand sem hvergi þætti boðlegt meðal samanburðarþjóða. Við búum við efnahagsstjórn sem er knúin áfram í þágu fjármagns og sérhagsmuna. Við þurfum að vakna og það er hlutverk okkar sem erum í framlínu hagsmunabaráttu launafólks og stjórnmála að fræða,og ögra ríkjandi hugmyndafræði. Boða breytingar og hafa kjark til að fylgja þeim eftir. Gefa fólkinu okkar von og framtíðarsýn. Því við getum ekki látið þetta viðgangast lengur. Ef við viljum breytingar þá verðum við að kjósa breytingar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun