„Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar 1. nóvember 2024 08:16 Ef munnlegir samningar eru ekki meira virði en pappírinn sem þeir eru skrifaðir á, hvers virði eru þá skriflegir samningar? Árið 2016 skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga undir samning við opinbera starfsmenn. Samningurinn var um jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða. Blekið var vart þornað þegar ráðist var í að jafna lífeyrisréttindin. Lífeyrisréttindi starfsfólks á almenna markaðnum voru bætt, ríkisábyrgð aflétt af lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Þetta hafði meðal annars í för með sér að árið 2023 voru lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna skert um 60 þúsund krónur á mann að meðaltali, það eru rúmlega 700 þúsund krónur á ári. Ekki hefur verið hróflað við launaliðnum. Nú eru kennarar í verkfalli vegna þess að samninganefndir hins opinbera hafa neitað að ræða hvernig eigi að efna þau ákvæði samningsins frá 2016 sem snýr að jöfnun launa milli markaða. Kennarar vilja miða sig við sérfræðinga á almennum markaði og hafa bent á að laun þeirra séu að meðaltali nokkuð hærri en meðallaun kennara. Þá hafa kennarar setið eftir þegar kemur að launaþróun og þegar launavísitalan er skoðuð þá munar allnokkru á launahækkunum kennara og meðaltals hækkunum annarra hópa launafólks. Grundvallaratriðið er samt þetta: Þegar fólk skrifar undir samninga þá skal staðið við þá. Samningar eiga að gilda, almenningur í landinu verður að geta treyst því að ráðafólk skrifi ekki undir eitthvað í dag og geri síðan eitthvað allt, allt annað á morgun. Nú veit ég að að þeir Bjarni Ben og Sigurður Ingi eiga marga góða kosti. Til dæmis var Bjarni í eina tíð mjög góður í fótbolta, hann á meira að segja landsleiki og skoraði þar nokkur mörk. Sigurður Ingi Jóhannsson er víst nokkuð lunkinn hestamaður og hefur tekið þátt í glæsilegri hópreið íslensks hestafólks um kóngsins Kaupmannahöfn. Nú veit ég að þessir menn gengu ekki persónulegar ábyrgðir fyrir hið opinbera en það vill hins vegar svo til að þessir tveir menn hafa setið í ríkisstjórn nánast allan þann tíma frá því að samningurinn um „jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða“ var undirritaður. Því fýsir mig að vita af hverju geta íslenskir stjórnmálamenn ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum? Almenningur í landinu verður að geta gert þá kröfu að staðið sé við gerða samninga. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ef munnlegir samningar eru ekki meira virði en pappírinn sem þeir eru skrifaðir á, hvers virði eru þá skriflegir samningar? Árið 2016 skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga undir samning við opinbera starfsmenn. Samningurinn var um jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða. Blekið var vart þornað þegar ráðist var í að jafna lífeyrisréttindin. Lífeyrisréttindi starfsfólks á almenna markaðnum voru bætt, ríkisábyrgð aflétt af lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Þetta hafði meðal annars í för með sér að árið 2023 voru lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna skert um 60 þúsund krónur á mann að meðaltali, það eru rúmlega 700 þúsund krónur á ári. Ekki hefur verið hróflað við launaliðnum. Nú eru kennarar í verkfalli vegna þess að samninganefndir hins opinbera hafa neitað að ræða hvernig eigi að efna þau ákvæði samningsins frá 2016 sem snýr að jöfnun launa milli markaða. Kennarar vilja miða sig við sérfræðinga á almennum markaði og hafa bent á að laun þeirra séu að meðaltali nokkuð hærri en meðallaun kennara. Þá hafa kennarar setið eftir þegar kemur að launaþróun og þegar launavísitalan er skoðuð þá munar allnokkru á launahækkunum kennara og meðaltals hækkunum annarra hópa launafólks. Grundvallaratriðið er samt þetta: Þegar fólk skrifar undir samninga þá skal staðið við þá. Samningar eiga að gilda, almenningur í landinu verður að geta treyst því að ráðafólk skrifi ekki undir eitthvað í dag og geri síðan eitthvað allt, allt annað á morgun. Nú veit ég að að þeir Bjarni Ben og Sigurður Ingi eiga marga góða kosti. Til dæmis var Bjarni í eina tíð mjög góður í fótbolta, hann á meira að segja landsleiki og skoraði þar nokkur mörk. Sigurður Ingi Jóhannsson er víst nokkuð lunkinn hestamaður og hefur tekið þátt í glæsilegri hópreið íslensks hestafólks um kóngsins Kaupmannahöfn. Nú veit ég að þessir menn gengu ekki persónulegar ábyrgðir fyrir hið opinbera en það vill hins vegar svo til að þessir tveir menn hafa setið í ríkisstjórn nánast allan þann tíma frá því að samningurinn um „jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða“ var undirritaður. Því fýsir mig að vita af hverju geta íslenskir stjórnmálamenn ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum? Almenningur í landinu verður að geta gert þá kröfu að staðið sé við gerða samninga. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar