NFL stjarnan syrgir dóttur sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 06:32 Charvarius Ward og dóttir hans Amani Joy sem lést aðeins eins árs gömul. Getty/Michael Zagaris & @itslilmooney Charvarius Ward er stjörnuvarnarmaður hjá San Francisco 49ers í NFL deildinni en hann sagði frá mikilli sorg fjölskyldunnar í vikunni. Dóttir hans Amani Joy er látin. Hún var aðeins eins árs gömul. „Við söknum þín og elskum þig að eilífu,“ skrifaði Charvarius Ward í tilfinningaþrungni færslu á samfélagsmiðlum sínum. Hann eignaðist Amani Joy með kærustu sinni Monique Cook í nóvember 2022. Amani fæddist með Downs heilkenni og hafði glímt við hjartavandamál síðan hún fæddist. Hún fór meðal annars í hjartaaðgerð vorið 2023. „Við erum öll niðurbrotin. Hún var mesta blessunin sem við gátum fengið og glaðlegur persónuleiki hennar fékk okkur til brosa eyrnanna á milli. Hún kenndi okkur þolinmæði og að sjá það jákvæða í lífinu. Hún sýndi okkur styrk og hugrekki,“ skrifaði Charvarius Ward. „Hún komst í gegnum mikið mótlæti frá unga aldri og var alltaf glöð og lýsti upp hvert herbergi með brosi sínu. Það voru forréttindi að fá að vera foreldrar hennar og það að sjá heiminn með hennar augum hefur breytt okkur til hins betra. Hún verður alltaf besta vinkona pabba síns og litla stelpa móður sinnar,“ skrifaði Ward. Charvarius Ward varð NFL-meistari með Kansas City Chiefs árið 2020 en hefur spilað með San Francisco 49ers frá 2022. 49ers fóru í Super Bowl fyrr á þessu ári en töpuðu þá fyrir Chiefs. View this post on Instagram A post shared by Charvarius Ward (@itslilmooney) NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Dóttir hans Amani Joy er látin. Hún var aðeins eins árs gömul. „Við söknum þín og elskum þig að eilífu,“ skrifaði Charvarius Ward í tilfinningaþrungni færslu á samfélagsmiðlum sínum. Hann eignaðist Amani Joy með kærustu sinni Monique Cook í nóvember 2022. Amani fæddist með Downs heilkenni og hafði glímt við hjartavandamál síðan hún fæddist. Hún fór meðal annars í hjartaaðgerð vorið 2023. „Við erum öll niðurbrotin. Hún var mesta blessunin sem við gátum fengið og glaðlegur persónuleiki hennar fékk okkur til brosa eyrnanna á milli. Hún kenndi okkur þolinmæði og að sjá það jákvæða í lífinu. Hún sýndi okkur styrk og hugrekki,“ skrifaði Charvarius Ward. „Hún komst í gegnum mikið mótlæti frá unga aldri og var alltaf glöð og lýsti upp hvert herbergi með brosi sínu. Það voru forréttindi að fá að vera foreldrar hennar og það að sjá heiminn með hennar augum hefur breytt okkur til hins betra. Hún verður alltaf besta vinkona pabba síns og litla stelpa móður sinnar,“ skrifaði Ward. Charvarius Ward varð NFL-meistari með Kansas City Chiefs árið 2020 en hefur spilað með San Francisco 49ers frá 2022. 49ers fóru í Super Bowl fyrr á þessu ári en töpuðu þá fyrir Chiefs. View this post on Instagram A post shared by Charvarius Ward (@itslilmooney)
NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira