Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 08:24 Nick Bosa vildi ólmur lýsa yfir stuðningi við Donald Trump og mætti því inn í mitt viðtal hjá liðsfélaga sínum. Getty/ Lachlan Cunningham/ NFL stjörnuleikmaðurinn Nick Bosa braut reglur deildarinnar þegar hann mætti óumbeðinn í viðtal með Donald Trump derhúfu. Bosa var greinilega staðráðinn að lýsa yfir stuðningi sínum við fyrrverandi forseta Bandaríkjanna en Trump reynir að komast aftur til valda í forsetakosningunum á þriðjudaginn kemur. Bosa var öflugur í sigri San Francisco 49ers á Dallas Cowboys um síðustu helgi. Hann var þó ekki tekin í sjónvarpsviðtal eftir leikinn heldur var leikstjórnandi hans Brock Purdy í umræddu viðtali. Bosa ákvað að trufla viðtalið og birtist þá með „Make America great again“ Maga-derhúfu. Þetta eru einkunnarorð Trump frá því að hann var kosinn forseti árið 2016. Bosa benti á húfu sína og það fór ekkert á milli mála að hann var lýsa yfir stuðningi við Trump. Uppátæki Bosa vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og þar skiptust menn í tvo hópa eins og oft áður í bandarískum stjórnmálum. Bosa er stórstjarnan í deildinni og var kosinn besti varnarmaður deildarinnar árið 2022. Bosa var seinna spurður út í framferði sitt á blaðamannafundi en vildi þá ekki segja mikið. „Ég vil ekki tala mikið um það en ég tel að við lifum á mikilvægum tímum,“ sagði Bosa. Bosa á von á refsingu, líklegast vænlegri sekt, fyrir brot á reglum deildarinnar sem banna öll pólitísk skilaboð. Það fylgir þó sögunni að treyja Bosa hefur selst vel síðan og væntanlega til ánægðra Trump stuðningsmanna. #49ers DE Nick Bosa crashed NBC’s postgame interview with Brock Purdy to flash his Donald Trump “MAGA” hat. pic.twitter.com/Ifw1ACt09l— Ari Meirov (@MySportsUpdate) October 28, 2024 NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Bosa var greinilega staðráðinn að lýsa yfir stuðningi sínum við fyrrverandi forseta Bandaríkjanna en Trump reynir að komast aftur til valda í forsetakosningunum á þriðjudaginn kemur. Bosa var öflugur í sigri San Francisco 49ers á Dallas Cowboys um síðustu helgi. Hann var þó ekki tekin í sjónvarpsviðtal eftir leikinn heldur var leikstjórnandi hans Brock Purdy í umræddu viðtali. Bosa ákvað að trufla viðtalið og birtist þá með „Make America great again“ Maga-derhúfu. Þetta eru einkunnarorð Trump frá því að hann var kosinn forseti árið 2016. Bosa benti á húfu sína og það fór ekkert á milli mála að hann var lýsa yfir stuðningi við Trump. Uppátæki Bosa vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og þar skiptust menn í tvo hópa eins og oft áður í bandarískum stjórnmálum. Bosa er stórstjarnan í deildinni og var kosinn besti varnarmaður deildarinnar árið 2022. Bosa var seinna spurður út í framferði sitt á blaðamannafundi en vildi þá ekki segja mikið. „Ég vil ekki tala mikið um það en ég tel að við lifum á mikilvægum tímum,“ sagði Bosa. Bosa á von á refsingu, líklegast vænlegri sekt, fyrir brot á reglum deildarinnar sem banna öll pólitísk skilaboð. Það fylgir þó sögunni að treyja Bosa hefur selst vel síðan og væntanlega til ánægðra Trump stuðningsmanna. #49ers DE Nick Bosa crashed NBC’s postgame interview with Brock Purdy to flash his Donald Trump “MAGA” hat. pic.twitter.com/Ifw1ACt09l— Ari Meirov (@MySportsUpdate) October 28, 2024
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira