Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2024 07:03 Ruud van Nistelrooy sá leikmenn Man United loks nýta færin. Eitthvað sem hann gerði vel sem leikmaður. Nathan Stirk/Getty Images „Ég verð að segja að við vorum með heppnina með okkur í liði á köflum,“ sagði Ruud van Nistelrooy, tímabundinn þjálfari Manchester United eftir 5-2 sigur liðsins á Leicester City í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Rauðu djöflarnir mæta Tottenham Hotpsur í 8-liða úrslitum. Nistelrooy stýrði liðinu í fyrsta sinn eftir að samlandi hans Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Rúben Amorim er sagður vera hvað líklegastur til að taka við af Ten Hag en hvenær nákvæmlega er ekki vitað. Þangað til stýrir Nistelrooy skútunni. „Ég er mjög glaður fyrir hönd Casemiro, Alejandro Garnacho og Bruno Fernandes,“ bætti Nistelrooy við en þeir skoruðu mörk liðsins í gærkvöldi. „Ég gæti ekki beðið um meira. Casemiro, hvernig hann hefur verið á æfingum og hjálpað liðinu. Hann er mikil fyrirmynd og við erum ánægður með að hafa hann í okkar liði. Honum var nánast kennt um tapið gegn Liverpool, það er bæði óréttlátt og ósatt. Hann er fyrirmyndfyrir okkur, hluti af fagnaðarlátum mínum var beint til hans.“ „Ég hafði ekki áhyggjur af Bruno, ég sé hann á æfingum alla daga. Ég sé hversu tilbúinn og viljugur hann er til að hjálpa liðinu. Hann er með mikið á sínum herðum. Hann ber ábyrgð á öllu í félaginu. Í dag var hann frjáls. Ég sagði honum að spila vel og njóta þess. Vonandi fáum við meira af því sama.“ „Fimm mörk en við sköpuðum einnig færi gegn West Ham United og Fenerbahce, þar nýttum við þá einfaldlega ekki. Allt í einu var heppnin með okkur í liði og það gerði þetta að frábæru kvöldi.“ „Það er alltaf markmiðið að bregðast við og sækja. Leikmennirnir brugðust við eftir mörk Leicester og spiluðu frábærlega, þeir eiga allt hrós skilið. Ég er glaður að áhorfendur fóru glaðir heim,“ sagði Ruud að lokum. Næsti leikur Man Utd er öllu erfiðari en liðið tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur. Hér að neðan má sjá 8-liða úrslit enska deildarbikarsins: Tottenham - Man United Arsenal - Crystal Palace Newcastle United - Brentford Southampton - Liverpool Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Rauðu djöflarnir áfram taplausir Fótbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti Leik lokið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Körfubolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Sjá meira
Nistelrooy stýrði liðinu í fyrsta sinn eftir að samlandi hans Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Rúben Amorim er sagður vera hvað líklegastur til að taka við af Ten Hag en hvenær nákvæmlega er ekki vitað. Þangað til stýrir Nistelrooy skútunni. „Ég er mjög glaður fyrir hönd Casemiro, Alejandro Garnacho og Bruno Fernandes,“ bætti Nistelrooy við en þeir skoruðu mörk liðsins í gærkvöldi. „Ég gæti ekki beðið um meira. Casemiro, hvernig hann hefur verið á æfingum og hjálpað liðinu. Hann er mikil fyrirmynd og við erum ánægður með að hafa hann í okkar liði. Honum var nánast kennt um tapið gegn Liverpool, það er bæði óréttlátt og ósatt. Hann er fyrirmyndfyrir okkur, hluti af fagnaðarlátum mínum var beint til hans.“ „Ég hafði ekki áhyggjur af Bruno, ég sé hann á æfingum alla daga. Ég sé hversu tilbúinn og viljugur hann er til að hjálpa liðinu. Hann er með mikið á sínum herðum. Hann ber ábyrgð á öllu í félaginu. Í dag var hann frjáls. Ég sagði honum að spila vel og njóta þess. Vonandi fáum við meira af því sama.“ „Fimm mörk en við sköpuðum einnig færi gegn West Ham United og Fenerbahce, þar nýttum við þá einfaldlega ekki. Allt í einu var heppnin með okkur í liði og það gerði þetta að frábæru kvöldi.“ „Það er alltaf markmiðið að bregðast við og sækja. Leikmennirnir brugðust við eftir mörk Leicester og spiluðu frábærlega, þeir eiga allt hrós skilið. Ég er glaður að áhorfendur fóru glaðir heim,“ sagði Ruud að lokum. Næsti leikur Man Utd er öllu erfiðari en liðið tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur. Hér að neðan má sjá 8-liða úrslit enska deildarbikarsins: Tottenham - Man United Arsenal - Crystal Palace Newcastle United - Brentford Southampton - Liverpool
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Rauðu djöflarnir áfram taplausir Fótbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti Leik lokið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Körfubolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Sjá meira