Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2024 07:03 Ruud van Nistelrooy sá leikmenn Man United loks nýta færin. Eitthvað sem hann gerði vel sem leikmaður. Nathan Stirk/Getty Images „Ég verð að segja að við vorum með heppnina með okkur í liði á köflum,“ sagði Ruud van Nistelrooy, tímabundinn þjálfari Manchester United eftir 5-2 sigur liðsins á Leicester City í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Rauðu djöflarnir mæta Tottenham Hotpsur í 8-liða úrslitum. Nistelrooy stýrði liðinu í fyrsta sinn eftir að samlandi hans Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Rúben Amorim er sagður vera hvað líklegastur til að taka við af Ten Hag en hvenær nákvæmlega er ekki vitað. Þangað til stýrir Nistelrooy skútunni. „Ég er mjög glaður fyrir hönd Casemiro, Alejandro Garnacho og Bruno Fernandes,“ bætti Nistelrooy við en þeir skoruðu mörk liðsins í gærkvöldi. „Ég gæti ekki beðið um meira. Casemiro, hvernig hann hefur verið á æfingum og hjálpað liðinu. Hann er mikil fyrirmynd og við erum ánægður með að hafa hann í okkar liði. Honum var nánast kennt um tapið gegn Liverpool, það er bæði óréttlátt og ósatt. Hann er fyrirmyndfyrir okkur, hluti af fagnaðarlátum mínum var beint til hans.“ „Ég hafði ekki áhyggjur af Bruno, ég sé hann á æfingum alla daga. Ég sé hversu tilbúinn og viljugur hann er til að hjálpa liðinu. Hann er með mikið á sínum herðum. Hann ber ábyrgð á öllu í félaginu. Í dag var hann frjáls. Ég sagði honum að spila vel og njóta þess. Vonandi fáum við meira af því sama.“ „Fimm mörk en við sköpuðum einnig færi gegn West Ham United og Fenerbahce, þar nýttum við þá einfaldlega ekki. Allt í einu var heppnin með okkur í liði og það gerði þetta að frábæru kvöldi.“ „Það er alltaf markmiðið að bregðast við og sækja. Leikmennirnir brugðust við eftir mörk Leicester og spiluðu frábærlega, þeir eiga allt hrós skilið. Ég er glaður að áhorfendur fóru glaðir heim,“ sagði Ruud að lokum. Næsti leikur Man Utd er öllu erfiðari en liðið tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur. Hér að neðan má sjá 8-liða úrslit enska deildarbikarsins: Tottenham - Man United Arsenal - Crystal Palace Newcastle United - Brentford Southampton - Liverpool Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Nistelrooy stýrði liðinu í fyrsta sinn eftir að samlandi hans Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Rúben Amorim er sagður vera hvað líklegastur til að taka við af Ten Hag en hvenær nákvæmlega er ekki vitað. Þangað til stýrir Nistelrooy skútunni. „Ég er mjög glaður fyrir hönd Casemiro, Alejandro Garnacho og Bruno Fernandes,“ bætti Nistelrooy við en þeir skoruðu mörk liðsins í gærkvöldi. „Ég gæti ekki beðið um meira. Casemiro, hvernig hann hefur verið á æfingum og hjálpað liðinu. Hann er mikil fyrirmynd og við erum ánægður með að hafa hann í okkar liði. Honum var nánast kennt um tapið gegn Liverpool, það er bæði óréttlátt og ósatt. Hann er fyrirmyndfyrir okkur, hluti af fagnaðarlátum mínum var beint til hans.“ „Ég hafði ekki áhyggjur af Bruno, ég sé hann á æfingum alla daga. Ég sé hversu tilbúinn og viljugur hann er til að hjálpa liðinu. Hann er með mikið á sínum herðum. Hann ber ábyrgð á öllu í félaginu. Í dag var hann frjáls. Ég sagði honum að spila vel og njóta þess. Vonandi fáum við meira af því sama.“ „Fimm mörk en við sköpuðum einnig færi gegn West Ham United og Fenerbahce, þar nýttum við þá einfaldlega ekki. Allt í einu var heppnin með okkur í liði og það gerði þetta að frábæru kvöldi.“ „Það er alltaf markmiðið að bregðast við og sækja. Leikmennirnir brugðust við eftir mörk Leicester og spiluðu frábærlega, þeir eiga allt hrós skilið. Ég er glaður að áhorfendur fóru glaðir heim,“ sagði Ruud að lokum. Næsti leikur Man Utd er öllu erfiðari en liðið tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur. Hér að neðan má sjá 8-liða úrslit enska deildarbikarsins: Tottenham - Man United Arsenal - Crystal Palace Newcastle United - Brentford Southampton - Liverpool
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira