Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. október 2024 19:11 Guðjón Valur og Helgi eru báðir fjögurra ára og þurfa mikla þjónustu vegna fötlunar. Nú er rof á þessari þjónustu vegna verkfalls kennara með tilheyrandi áhrifum á þroska drengjanna. vísir/einar Fjögurra ára drengir með fötlun fá ekki lögbundna þjónustu meðan verkfall kennara stendur yfir. Mæður þeirra segja undarlegt að undanþágur séu ekki veittar frá verkfalli fyrir þennan viðkvæma hóp enda hafi rof á þjónustu gríðarleg áhrif á þroska barnanna. Verkföll kennara í níu skólum hófust í gær og þurfa foreldrar þeirra barna sem verkfallið bitnar á að reyna að redda málum dag frá degi. Þeirra á meðal eru Ásdís og Valgerður, foreldrar drengja með fötlun sem dvelja á Leikskóla Seltjarnarness þar sem þeir fá lögbundna þjónustu með tilliti til fötlunar þeirra. „Guðjón, hann er einhverfur með þroskahömlun og alls konar greiningar þannig hann er háður stoðþjónustu og meðferð inni á Leikskóla Seltjarnarness átta tíma á dag,“ sagði Valgerður Bára Bárðardóttir, móðir Guðjóns Vals sem er fjögurra ára. Stoðþjónustuna þarf Guðjón á að halda alla daga til að hjálpa honum að þroskast og dafna, þjónustu sem hann verður af nú þegar verkfall stendur yfir. Sömu sögu er að segja af Helga. „Hann er með stuðningsaðila allan daginn og svo fer hann svona tvisvar til þrisvar á dag í sér þjálfun yfir daginn til að hjálpa honum með málþroska, félagsfærni og allar daglegar athafnir,“ sagði Ásdís Helgadóttir, móðir Helga sem er að verða fimm ára. Fá ekki þjónustu Verkfallið hefur þau áhrif að drengirnir fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. „Og það verður mikið rof á hans þroskaferli. Hann er algjörlega háður því að vera í kringum fagfólk og þrífst best í rútínu og sínu umhverfi. Ég tala nú ekki um að nú þarf ég að fara mikið úr vinnu og það verður mikið tekjutap,“ segir Valgerður Bára. Eiga erfitt með breytingar „Þeir eiga mjög erfitt með breytingar á rútínu, þið sjáið bara að minn er grátandi hér. Þetta er miklu erfiðara fyrir þá en önnur börn. Auk þess sem hver sem er getur ekki séð um þau vegna fötlunar,“ segir Ásdís. Háðir stuðningi Þær styðji kjarabaráttu kennara en fara fram á að réttindi þeirra barna verði virt og segja undarlegt að ekki séu veittar undanþágur frá verkfalli fyrir þennan hóp barna. Lítið fari fyrir svörum frá stjórnvöldum. „Ég kalla eftir svari frá félagsþjónustunni eða öðrum aðilum, hagsmunasamtökum. Af hverju er enginn búinn að eiga þetta samtal við okkur og undirbúa eitthvað til að koma til móts við okkur? Þetta eru drengir í algjörum sérflokki hvað þetta varðar og eru mjög háðir stuðning alla daga,“ segir Valgerður. Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Mannréttindi Börn og uppeldi Seltjarnarnes Tengdar fréttir Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. 29. október 2024 21:01 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Verkföll kennara í níu skólum hófust í gær og þurfa foreldrar þeirra barna sem verkfallið bitnar á að reyna að redda málum dag frá degi. Þeirra á meðal eru Ásdís og Valgerður, foreldrar drengja með fötlun sem dvelja á Leikskóla Seltjarnarness þar sem þeir fá lögbundna þjónustu með tilliti til fötlunar þeirra. „Guðjón, hann er einhverfur með þroskahömlun og alls konar greiningar þannig hann er háður stoðþjónustu og meðferð inni á Leikskóla Seltjarnarness átta tíma á dag,“ sagði Valgerður Bára Bárðardóttir, móðir Guðjóns Vals sem er fjögurra ára. Stoðþjónustuna þarf Guðjón á að halda alla daga til að hjálpa honum að þroskast og dafna, þjónustu sem hann verður af nú þegar verkfall stendur yfir. Sömu sögu er að segja af Helga. „Hann er með stuðningsaðila allan daginn og svo fer hann svona tvisvar til þrisvar á dag í sér þjálfun yfir daginn til að hjálpa honum með málþroska, félagsfærni og allar daglegar athafnir,“ sagði Ásdís Helgadóttir, móðir Helga sem er að verða fimm ára. Fá ekki þjónustu Verkfallið hefur þau áhrif að drengirnir fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. „Og það verður mikið rof á hans þroskaferli. Hann er algjörlega háður því að vera í kringum fagfólk og þrífst best í rútínu og sínu umhverfi. Ég tala nú ekki um að nú þarf ég að fara mikið úr vinnu og það verður mikið tekjutap,“ segir Valgerður Bára. Eiga erfitt með breytingar „Þeir eiga mjög erfitt með breytingar á rútínu, þið sjáið bara að minn er grátandi hér. Þetta er miklu erfiðara fyrir þá en önnur börn. Auk þess sem hver sem er getur ekki séð um þau vegna fötlunar,“ segir Ásdís. Háðir stuðningi Þær styðji kjarabaráttu kennara en fara fram á að réttindi þeirra barna verði virt og segja undarlegt að ekki séu veittar undanþágur frá verkfalli fyrir þennan hóp barna. Lítið fari fyrir svörum frá stjórnvöldum. „Ég kalla eftir svari frá félagsþjónustunni eða öðrum aðilum, hagsmunasamtökum. Af hverju er enginn búinn að eiga þetta samtal við okkur og undirbúa eitthvað til að koma til móts við okkur? Þetta eru drengir í algjörum sérflokki hvað þetta varðar og eru mjög háðir stuðning alla daga,“ segir Valgerður.
Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Mannréttindi Börn og uppeldi Seltjarnarnes Tengdar fréttir Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. 29. október 2024 21:01 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. 29. október 2024 21:01
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent