Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2024 11:29 Formenn Miðflokksins, Lýðræðisflokksins, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins mætast í Kosningapallborðinu á Vísi í dag. Vísir Í dag er mánuður til alþingiskosninga sem fara fram þann 30. nóvember. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis heldur áfram að fá til sín góða gesti í Kosningapallborðið og nú er komið að fyrsta pallborðinu með formönnum stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis. Í dag fær Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður til sín formenn flokka á hægri væng stjórnmálanna, flokka sem eru líkir um sumt en ólíkir um annað og teygja sig mislangt til hægri frá miðjunni. Þetta eru þau Bjarni Benediksson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Arnar Þór Jónsson, formaður hins nýstofnaða Lýðræðisflokks, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst nokkuð fylgi yfir til bæði Miðflokks og Viðreisnar í skoðanakönnunum að undanförnu en báðir síðarnefndu flokkarnir hafa verið að sækja í sig veðrið í könnunum. Arnar Þór var áður varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti síðar í viðræðum um að ganga til liðs við Miðflokkinn en endaði á að stofna nýjan flokk sem til þessa hefur ekki mælst með nægt fylgi til að ná manni inn á þing. Í pallborðinu ræðum við hvað helst greinir þessa flokka að, hverjar áherslur þeirra verða í kosningabaráttunni, um hvað þau eru sammála og hvað ósammála. Kosningapallborðið er í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14.00. Klippa: Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Í dag fær Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður til sín formenn flokka á hægri væng stjórnmálanna, flokka sem eru líkir um sumt en ólíkir um annað og teygja sig mislangt til hægri frá miðjunni. Þetta eru þau Bjarni Benediksson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Arnar Þór Jónsson, formaður hins nýstofnaða Lýðræðisflokks, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst nokkuð fylgi yfir til bæði Miðflokks og Viðreisnar í skoðanakönnunum að undanförnu en báðir síðarnefndu flokkarnir hafa verið að sækja í sig veðrið í könnunum. Arnar Þór var áður varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti síðar í viðræðum um að ganga til liðs við Miðflokkinn en endaði á að stofna nýjan flokk sem til þessa hefur ekki mælst með nægt fylgi til að ná manni inn á þing. Í pallborðinu ræðum við hvað helst greinir þessa flokka að, hverjar áherslur þeirra verða í kosningabaráttunni, um hvað þau eru sammála og hvað ósammála. Kosningapallborðið er í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14.00. Klippa: Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri
Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira