Innlent

Kosningapallborðið: For­menn flokka sem bítast um fylgi frá hægri

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Formenn Miðflokksins, Lýðræðisflokksins, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins mætast í Kosningapallborðinu á Vísi í dag.
Formenn Miðflokksins, Lýðræðisflokksins, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins mætast í Kosningapallborðinu á Vísi í dag. Vísir

Í dag er mánuður til alþingiskosninga sem fara fram þann 30. nóvember. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis heldur áfram að fá til sín góða gesti í Kosningapallborðið og nú er komið að fyrsta pallborðinu með formönnum stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis.

Í dag fær Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður til sín formenn flokka á hægri væng stjórnmálanna, flokka sem eru líkir um sumt en ólíkir um annað og teygja sig mislangt til hægri frá miðjunni. Þetta eru þau Bjarni Benediksson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Arnar Þór Jónsson, formaður hins nýstofnaða Lýðræðisflokks, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst nokkuð fylgi yfir til bæði Miðflokks og Viðreisnar í skoðanakönnunum að undanförnu en báðir síðarnefndu flokkarnir hafa verið að sækja í sig veðrið í könnunum. Arnar Þór var áður varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti síðar í viðræðum um að ganga til liðs við Miðflokkinn en endaði á að stofna nýjan flokk sem til þessa hefur ekki mælst með nægt fylgi til að ná manni inn á þing.

Í pallborðinu ræðum við hvað helst greinir þessa flokka að, hverjar áherslur þeirra verða í kosningabaráttunni, um hvað þau eru sammála og hvað ósammála.

Kosningapallborðið er í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14.00.

Klippa: Kosningapallborðið: For­menn flokka sem bítast um fylgi frá hægri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×