Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 29. október 2024 23:06 Flestir fara í bíó á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að gera það í Keflavík segir rekstrarstjóri. Sambíó Sambíóinu í Keflavík var lokað í kvöld. Kvikmyndahúsið er fyrsta Sambíóið og var byggt árið 1941 af Eyjólfi Ásberg. Guðný Ásberg Alfreðsdóttir rekstrarstjóri kvikmyndahússins segir þetta sorgleg tímamót en að aðsóknin hafi verið orðin dræm. Eyjólfur var langalangafi hennar. Hún segir starfsfólk flest vinna uppsagnarfrest sinn út þennan mánuð en einhverjir haldi áfram að vinna fyrir þau í kvikmyndahúsum þeirra í bænum. „Síðasta sýningin var í kvöld og síðustu gestirnir eru farnir, sorgmæddir,“ segir Guðný en hún hefur lengi unnið í kvikmyndahúsinu. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki. Salurinn Ásberg í Kringlunni er nefndur eftir langafa mínum,“ segir Guðný en salurinn var opnaður árið 2023 og er talinn einn fullkomnasti kvikmyndasalur á Íslandi. Árið 1937 hófu þau Eyjólfur og kona hans Guðný Jónsdóttir rekstur kvikmyndahússins Nýja bíós í Félagshúsum við Túngötu, eða Verkó eins og það var kallað, og níu árum seinna opnaði sérstakt kvikmyndahús sem byggt var í þeim tilgangi og starfar enn.Aðsend Hún segir að ákveðið hafi verið að skella í lás vegna dræmrar aðsóknar . Flestir á Suðurnesjum sæki þessa þjónustu í bænum. Fyrst var greint frá lokuninni á vef Víkurfrétta. Er þetta erfitt kvöld? „Já, það fylgja þessu miklar tilfinningar.“ Sambíóin hafa frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki og eru það enn. Aðsend Hún segir enn óákveðið hvað verði gert við búnaðinn. Á vef Sambíóanna segir að salur 1 í kvikmyndahúsinu hafi verið endurreistur árið 1998 og salur 2 svo byggður árið 2001. Myndirnar sem voru sýndar í kvikmyndahúsinu í kvöld voru Venom: The Last Dance og Smile 2. „Ég vil þakka Suðurnesjafólki fyrir stuðninginn. Við erum svo auðvitað alltaf opin áfram í bænum,“ segir Guðný að lokum. Þúsundir kvikmynda hafa verið sýndar í kvikmyndasölunum. Aðsend Kvikmyndahúsið á Akureyri til sölu Rekstur kvikmyndahússins í Keflavík er ekki sá eini sem hefur gengið erfiðlega. Í sumar var greint frá því að rekstur kvikmyndahússins á Akureyri væri til sölu. Reksturinn er enn skráður til sölu á fasteignavef Vísis fyrir 280 milljónir. Bíó og sjónvarp Reykjanesbær Suðurnesjabær Kvikmyndahús Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Hún segir starfsfólk flest vinna uppsagnarfrest sinn út þennan mánuð en einhverjir haldi áfram að vinna fyrir þau í kvikmyndahúsum þeirra í bænum. „Síðasta sýningin var í kvöld og síðustu gestirnir eru farnir, sorgmæddir,“ segir Guðný en hún hefur lengi unnið í kvikmyndahúsinu. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki. Salurinn Ásberg í Kringlunni er nefndur eftir langafa mínum,“ segir Guðný en salurinn var opnaður árið 2023 og er talinn einn fullkomnasti kvikmyndasalur á Íslandi. Árið 1937 hófu þau Eyjólfur og kona hans Guðný Jónsdóttir rekstur kvikmyndahússins Nýja bíós í Félagshúsum við Túngötu, eða Verkó eins og það var kallað, og níu árum seinna opnaði sérstakt kvikmyndahús sem byggt var í þeim tilgangi og starfar enn.Aðsend Hún segir að ákveðið hafi verið að skella í lás vegna dræmrar aðsóknar . Flestir á Suðurnesjum sæki þessa þjónustu í bænum. Fyrst var greint frá lokuninni á vef Víkurfrétta. Er þetta erfitt kvöld? „Já, það fylgja þessu miklar tilfinningar.“ Sambíóin hafa frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki og eru það enn. Aðsend Hún segir enn óákveðið hvað verði gert við búnaðinn. Á vef Sambíóanna segir að salur 1 í kvikmyndahúsinu hafi verið endurreistur árið 1998 og salur 2 svo byggður árið 2001. Myndirnar sem voru sýndar í kvikmyndahúsinu í kvöld voru Venom: The Last Dance og Smile 2. „Ég vil þakka Suðurnesjafólki fyrir stuðninginn. Við erum svo auðvitað alltaf opin áfram í bænum,“ segir Guðný að lokum. Þúsundir kvikmynda hafa verið sýndar í kvikmyndasölunum. Aðsend Kvikmyndahúsið á Akureyri til sölu Rekstur kvikmyndahússins í Keflavík er ekki sá eini sem hefur gengið erfiðlega. Í sumar var greint frá því að rekstur kvikmyndahússins á Akureyri væri til sölu. Reksturinn er enn skráður til sölu á fasteignavef Vísis fyrir 280 milljónir.
Bíó og sjónvarp Reykjanesbær Suðurnesjabær Kvikmyndahús Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira