Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Árni Jóhannsson skrifar 29. október 2024 22:22 Alexis Morris leggur boltann ofan í körfuna til að tryggja sigurinn Vísir / Pawel Cieslikiewicz Alexis Morris, leikmaður Grindavíkur, var hetja liðsins þegar Grindavík lagði Keflavík í háspennuleik í Smáranum í kvöld. Morris Skoraði 34 stig og seinustu tvö stigin frá henni tryggðu sigurinn fyrir heimakonur í leiknum sem endaði 68-67. Morris var spurð að því hvað svona sigur í ríkjandi Íslandsmeisturum gæfi liðinu. „Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust. Við getum samt líka tekið fullt úr honum þar sem við getum bætt okkur og okkar leik. Þetta var góður leikur af hálfu Keflavíkur og þetta var alls ekki auðveldur sigur. Við verðum að hrósa liðinu mínu.“ Grindavík er með bestu vörnina sé tekið mið af því hve mörg stig Grindavík fær á sig að meðaltali í leik. Það einkenni skein í gegn í dag. „Við vissum að þær myndu mæta grimmar til leiks og við þurftum að jafna þær líkamlega undir körfunni sérstaklega. Þær gerðu það vel og við hrósum þeim og fögnum góðum sigri.“ Morris skoraði 34 stig og hitti úr 48% skota sinna sem skilaði heinni 31 framlagsstigi. Hún var þakklát liðsfélögum sínum fyrir traustið sem þær sýndu henni. Hún var einnig spurð að því hvernig henni litist á deildina og byrjunina sína á Íslandi. „Ég þakka traustið. Ég vinn ekki ein og við hefðum ekki unnið þetta nema að við hefðum sýnt þessa liðsheild. Körfubolti er alltaf körfubolti og það fallega við að vera hér er að ég var boðin hjartanlega velkomin hingað og umbreytingin var mjög ljúf. Ég er þakklát þeim sem starfa í körfunni og þakka Íslendingum fyrir hlýjar móttökur. Ég vil bara vinna fyrir liðið.“ Grindavík er með jákvætt sigurhlutfall eftir fimm leik og hvernig líst Alexis á framhaldið. „Við ætlum bara að byggja ofan á þetta. Þetta var bara einn sigur og þetta var ekki úrslitakeppnin. Okkar markmið er að vinna titilinn og við erum alltaf að taka stutt skref í áttina að honum. Við förum aftur að teikniborðinu og sjáum hvar við getum orðið betri.“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Grindavík vann frábæran sigur á Keflavík háspennuleik í Smáranum í kvöld í Bónus deild kvenna. Munurinn ekki nema eitt stig og réðst á lokasekúndunum. Lokastaðan 68-67 29. október 2024 19:31 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Morris var spurð að því hvað svona sigur í ríkjandi Íslandsmeisturum gæfi liðinu. „Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust. Við getum samt líka tekið fullt úr honum þar sem við getum bætt okkur og okkar leik. Þetta var góður leikur af hálfu Keflavíkur og þetta var alls ekki auðveldur sigur. Við verðum að hrósa liðinu mínu.“ Grindavík er með bestu vörnina sé tekið mið af því hve mörg stig Grindavík fær á sig að meðaltali í leik. Það einkenni skein í gegn í dag. „Við vissum að þær myndu mæta grimmar til leiks og við þurftum að jafna þær líkamlega undir körfunni sérstaklega. Þær gerðu það vel og við hrósum þeim og fögnum góðum sigri.“ Morris skoraði 34 stig og hitti úr 48% skota sinna sem skilaði heinni 31 framlagsstigi. Hún var þakklát liðsfélögum sínum fyrir traustið sem þær sýndu henni. Hún var einnig spurð að því hvernig henni litist á deildina og byrjunina sína á Íslandi. „Ég þakka traustið. Ég vinn ekki ein og við hefðum ekki unnið þetta nema að við hefðum sýnt þessa liðsheild. Körfubolti er alltaf körfubolti og það fallega við að vera hér er að ég var boðin hjartanlega velkomin hingað og umbreytingin var mjög ljúf. Ég er þakklát þeim sem starfa í körfunni og þakka Íslendingum fyrir hlýjar móttökur. Ég vil bara vinna fyrir liðið.“ Grindavík er með jákvætt sigurhlutfall eftir fimm leik og hvernig líst Alexis á framhaldið. „Við ætlum bara að byggja ofan á þetta. Þetta var bara einn sigur og þetta var ekki úrslitakeppnin. Okkar markmið er að vinna titilinn og við erum alltaf að taka stutt skref í áttina að honum. Við förum aftur að teikniborðinu og sjáum hvar við getum orðið betri.“
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Grindavík vann frábæran sigur á Keflavík háspennuleik í Smáranum í kvöld í Bónus deild kvenna. Munurinn ekki nema eitt stig og réðst á lokasekúndunum. Lokastaðan 68-67 29. október 2024 19:31 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Grindavík vann frábæran sigur á Keflavík háspennuleik í Smáranum í kvöld í Bónus deild kvenna. Munurinn ekki nema eitt stig og réðst á lokasekúndunum. Lokastaðan 68-67 29. október 2024 19:31