Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar 1. nóvember 2024 07:02 Hversu frábært og valdeflandi er það að við getum með aukinni nægjusemi, minnkað eigið vistspor, stuðlað að eigin hamingju og tekið þátt í að breyta menningu okkar til hins betra? Í nóvember eru Landvernd og Grænfánaverkefnið með hvatningarátak undir heitinu Nægjusamur nóvember. Þar er vakin athygli á kostum nægjuseminnar með viðburðum, greinum, viðtölum, erindum og fræðsluverkefnum. Nóvember er einn neyslumesti mánuður ársins. Áherslur á nægjusemi eru andsvar við neysluhyggju og tilfinningunni um að okkur vanti stöðugt eitthvað. Átakinu er ætlað að ná til þess stóra hluta samfélagsins sem mætir grunnþörfum sínum vel og á frekar á hættu á að falla í freistni ofneyslu og lenda í hamsturshjóli tímaskorts og streitu. Stjórnvöld þyrftu að stuðla að nægjusemi við framleiðslu og neyslu og þau hafa til þess ýmis tæki og tól. Ofneysla og tilfinningin um skort – nægjusemi og tilfinningin um nóg Við erum stöðugt mötuð á því að okkur vanti hitt og þetta og að lífið yrði betra ef við eignumst þetta allt saman. Krafan um endalausan hagvöxt og að framleiða alltaf meira og nýtt er innbyggt í kerfin okkar. Allt er gert til þess að fólk kaupi meira. Það er aldrei nóg, orðið er ekki til í núverandi hagkerfi. Í staðinn kallar kerfið fram í okkur tilfinninguna um að okkur skorti alltaf eitthvað. Við höfum sem betur fer mótefni við ofneyslu og skortstilfinningu og það er nægjusemi. Með henni hverfur þörfin á að eignast stöðugt meira og nýtt. Með nægjusemi finnum við gleði, þakklæti og ánægju yfir því sem við eigum og með stöðu okkar og aðstæðum. Við erum hamingjusöm án þess að þurfa að finna lífsfyllingu í því að eignast fleiri efnislega hluti. Það er vísindalega sannað að slíkur hugsunarháttur minnkar streitu, bætir líðan, slakar á líkamanum og hjálpar okkur að njóta lífsins. Gerfiþarfir – grunnþarfir Markmið með framleiðslu á mörgum vörum er ekki endilega að fullnægja þörfum fólks heldur að safna hagnaði og selja sem mest. Þar með er það beinlínis gott fyrir hagkerfið að framleiða vörur sem nægja ekki til að uppfylla þarfir okkar, þannig að tilfinningunni um skort sé viðhaldið. Tískan breytist stöðugt, símar verða tæknilegri, heimilistæki hafa viljandi styttri endingartíma (planned obsolescence) og auglýsingaáróður viðheldur gerviþörfum og löngun í stöðugt meira og nýtt. Það tekur sinn tíma að vinna fyrir hlutum sem við þurfum ekki eða eins og fræðimaðurinn Henry David Thoreau hefur bent á þá kaupum við ekki hluti fyrir peninga, heldur með klukkustundum úr lífi okkar. Klukkustundir sem við getum annars notað til að gera það sem skiptir okkur máli í lífinu, veitir ánægju og er gefandi. Markmið nægjuseminnar er ekki að fjarlægja löngun okkar í hluti heldur að beina henni í nauðsynlega hluti og finna hamingju þar, vera óháður þeirri pressu sem neyslusamfélagið setur. Að finna frelsi til að vera við sjálf, njóta og lifa lífinu eftir eigin hugmyndum, læra, þroskast, bæta okkur og uppgötva. Hegðun - Aðstæður Mikilvægt er að nægjusemi verði ekki bara leiðarljós einstaklinga til að endurstilla neyslumenningu okkar heldur þarf að breyta kerfinu. Það er verkefni stjórnmálafólks að hanna aðstæðurnar þannig að nægjusemi verði besti kosturinn. Það þýðir róttækar breytingar á hagkerfinu, en hægt væri að byrja á nokkrum einföldum. Aðgerðir stjórnvalda gætu til dæmis verið að koma í veg fyrir fyrirfram ákveðna fyrningu vara (planned obsolescence) með því að setja fyrirtækjum skilyrði um hámarksendingu og stórauka þar með líftíma þessara vara. Innleiða rétt til viðgerða, sem skuldbindur fyrirtæki til þess að framleiða vörur sem hægt er að gera við og hafa tiltæka nauðsynlega varahluti. Nægjusemi á að vera sjálfsögð krafa innan hringrásarhagkerfis og við alla orku- og auðlindanýtingu. Með reglugerðum ættu ríkisstjórnir að takmarka framleiðslu á óþarfa varningi. Með jákvæðri nálgun er hægt að stuðla að minni matarsóun hjá almenningi og með reglugerðum eins og í Frakklandi væri hægt að minnka matarsóun í verslunum, þar er t.d. skylda að gefa afgangs matvæli til bágstaddra. Hér eru örfá dæmi nefnd, fleiri má m.a. finna í evrópska gagnasafninu um pólitískar aðgerðir sem stuðla að meiri nægjusemi/sufficience (European Sufficiency Policy Database). Vandamál - lausnir Ljóst er að mannkynið er ekki eina fornalamb markaðsafla, því náttúran er það ekki síður. Við göngum árlega yfir þolmörk náttúrunnar, áhrif þess birtast okkur í loftslagshamförum, hnignun vistkerfa, minnkun líffræðilegrar fjölbreytni og mengun. Áður en hagkerfið verður búið að éta upp allar náttúruauðlindir verðum við að bregðast við og draga úr sókn á náttúruna með afgerandi hætti. Það liggur í augun uppi að með því að minnka sóun, auka nýtni og innleiða nægjusemi í framleiðslu og neyslu getum við minnkað vistsporið okkar töluvert. Það eykur lífsgæði og bætir samfélagið ef við tryggjum jafnframt meiri jöfnuð og réttlæti. Kjósum nægjusemi í eigin lífi og krefjumst þess að stjórnmálafólk stuðli að nægjusömu samfélagi. Endurstillum neyslumenninguna! Verið velkomin að fylgjast með hvatningarátakinu Nægjusamur nóvember hér og takið þátt. Höfundur er fræðslustjóri og sérfræðingur í menntateymi hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Hversu frábært og valdeflandi er það að við getum með aukinni nægjusemi, minnkað eigið vistspor, stuðlað að eigin hamingju og tekið þátt í að breyta menningu okkar til hins betra? Í nóvember eru Landvernd og Grænfánaverkefnið með hvatningarátak undir heitinu Nægjusamur nóvember. Þar er vakin athygli á kostum nægjuseminnar með viðburðum, greinum, viðtölum, erindum og fræðsluverkefnum. Nóvember er einn neyslumesti mánuður ársins. Áherslur á nægjusemi eru andsvar við neysluhyggju og tilfinningunni um að okkur vanti stöðugt eitthvað. Átakinu er ætlað að ná til þess stóra hluta samfélagsins sem mætir grunnþörfum sínum vel og á frekar á hættu á að falla í freistni ofneyslu og lenda í hamsturshjóli tímaskorts og streitu. Stjórnvöld þyrftu að stuðla að nægjusemi við framleiðslu og neyslu og þau hafa til þess ýmis tæki og tól. Ofneysla og tilfinningin um skort – nægjusemi og tilfinningin um nóg Við erum stöðugt mötuð á því að okkur vanti hitt og þetta og að lífið yrði betra ef við eignumst þetta allt saman. Krafan um endalausan hagvöxt og að framleiða alltaf meira og nýtt er innbyggt í kerfin okkar. Allt er gert til þess að fólk kaupi meira. Það er aldrei nóg, orðið er ekki til í núverandi hagkerfi. Í staðinn kallar kerfið fram í okkur tilfinninguna um að okkur skorti alltaf eitthvað. Við höfum sem betur fer mótefni við ofneyslu og skortstilfinningu og það er nægjusemi. Með henni hverfur þörfin á að eignast stöðugt meira og nýtt. Með nægjusemi finnum við gleði, þakklæti og ánægju yfir því sem við eigum og með stöðu okkar og aðstæðum. Við erum hamingjusöm án þess að þurfa að finna lífsfyllingu í því að eignast fleiri efnislega hluti. Það er vísindalega sannað að slíkur hugsunarháttur minnkar streitu, bætir líðan, slakar á líkamanum og hjálpar okkur að njóta lífsins. Gerfiþarfir – grunnþarfir Markmið með framleiðslu á mörgum vörum er ekki endilega að fullnægja þörfum fólks heldur að safna hagnaði og selja sem mest. Þar með er það beinlínis gott fyrir hagkerfið að framleiða vörur sem nægja ekki til að uppfylla þarfir okkar, þannig að tilfinningunni um skort sé viðhaldið. Tískan breytist stöðugt, símar verða tæknilegri, heimilistæki hafa viljandi styttri endingartíma (planned obsolescence) og auglýsingaáróður viðheldur gerviþörfum og löngun í stöðugt meira og nýtt. Það tekur sinn tíma að vinna fyrir hlutum sem við þurfum ekki eða eins og fræðimaðurinn Henry David Thoreau hefur bent á þá kaupum við ekki hluti fyrir peninga, heldur með klukkustundum úr lífi okkar. Klukkustundir sem við getum annars notað til að gera það sem skiptir okkur máli í lífinu, veitir ánægju og er gefandi. Markmið nægjuseminnar er ekki að fjarlægja löngun okkar í hluti heldur að beina henni í nauðsynlega hluti og finna hamingju þar, vera óháður þeirri pressu sem neyslusamfélagið setur. Að finna frelsi til að vera við sjálf, njóta og lifa lífinu eftir eigin hugmyndum, læra, þroskast, bæta okkur og uppgötva. Hegðun - Aðstæður Mikilvægt er að nægjusemi verði ekki bara leiðarljós einstaklinga til að endurstilla neyslumenningu okkar heldur þarf að breyta kerfinu. Það er verkefni stjórnmálafólks að hanna aðstæðurnar þannig að nægjusemi verði besti kosturinn. Það þýðir róttækar breytingar á hagkerfinu, en hægt væri að byrja á nokkrum einföldum. Aðgerðir stjórnvalda gætu til dæmis verið að koma í veg fyrir fyrirfram ákveðna fyrningu vara (planned obsolescence) með því að setja fyrirtækjum skilyrði um hámarksendingu og stórauka þar með líftíma þessara vara. Innleiða rétt til viðgerða, sem skuldbindur fyrirtæki til þess að framleiða vörur sem hægt er að gera við og hafa tiltæka nauðsynlega varahluti. Nægjusemi á að vera sjálfsögð krafa innan hringrásarhagkerfis og við alla orku- og auðlindanýtingu. Með reglugerðum ættu ríkisstjórnir að takmarka framleiðslu á óþarfa varningi. Með jákvæðri nálgun er hægt að stuðla að minni matarsóun hjá almenningi og með reglugerðum eins og í Frakklandi væri hægt að minnka matarsóun í verslunum, þar er t.d. skylda að gefa afgangs matvæli til bágstaddra. Hér eru örfá dæmi nefnd, fleiri má m.a. finna í evrópska gagnasafninu um pólitískar aðgerðir sem stuðla að meiri nægjusemi/sufficience (European Sufficiency Policy Database). Vandamál - lausnir Ljóst er að mannkynið er ekki eina fornalamb markaðsafla, því náttúran er það ekki síður. Við göngum árlega yfir þolmörk náttúrunnar, áhrif þess birtast okkur í loftslagshamförum, hnignun vistkerfa, minnkun líffræðilegrar fjölbreytni og mengun. Áður en hagkerfið verður búið að éta upp allar náttúruauðlindir verðum við að bregðast við og draga úr sókn á náttúruna með afgerandi hætti. Það liggur í augun uppi að með því að minnka sóun, auka nýtni og innleiða nægjusemi í framleiðslu og neyslu getum við minnkað vistsporið okkar töluvert. Það eykur lífsgæði og bætir samfélagið ef við tryggjum jafnframt meiri jöfnuð og réttlæti. Kjósum nægjusemi í eigin lífi og krefjumst þess að stjórnmálafólk stuðli að nægjusömu samfélagi. Endurstillum neyslumenninguna! Verið velkomin að fylgjast með hvatningarátakinu Nægjusamur nóvember hér og takið þátt. Höfundur er fræðslustjóri og sérfræðingur í menntateymi hjá Landvernd.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun