Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Árni Sæberg skrifar 29. október 2024 12:02 Magnús Karl er prófessor við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. Í framboðstilkynningu á Facebook segir Magnús Karl að eftiir margra ára störf við Háskóla Íslands og áður við háskóla- og rannsóknastofnanir erlendis hafi hann áhuga, reynslu og þekkingu til að leiða uppbyggingu rannsókna og kennslu á háskólastigi. „Ég bý einnig yfir miklum metnaði fyrir hönd Háskóla Íslands sem ég vil láta koma að notum. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram í embætti rektors Háskóla Íslands.“ Tvö um hituna eins og er Áður hafði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, tilkynnt að hún geri ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. Vill tryggja aukna fjármögnun Í tilkynningu Magnúsar Karls telur hann upp helstu áhersluatriði sín. Hann stefni á að tryggja aukna fjármögnun til Háskóla Íslands. Markmiðið sé að framlög til Háskólans séu sambærileg við framlög nágrannaþjóða okkar til háskólamenntunar. „Sú vanfjármögnun sem Háskólinn stendur frammi fyrir þrengir að gæðum hans og grefur undan innviðum skólans. Það er brýnt að varðveita þá breidd í námi og rannsóknum sem Háskóli Íslands bý.“ Hann vilji beita embætti rektors af festu í umræðu um gildi háskóla fyrir samfélagið. Háskóli Íslands hafi á undanförnum árum notið alþjóðlegrar viðurkenningar sem öflugur háskóli á helstu fræðasviðum, en þessi staða sé ekki sjálfgefin. Tala þurfi skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, menningar og lista og aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Efla þurfi innviði og aðstöðu Þá stefni hann að því að efla innviði og bæta aðstöðu fyrir mannauð Háskóla Íslands og stuðla að áframhaldandi nýliðun. Vaxandi álags og þreytu gæti hjá starfsfólki skólans og því þurfi að gæta sérstaklega að velferð starfsfólks, jafnrétti og öryggi. Huga þurfi sérstaklega að góðri starfsaðstöðu sem sniðin sé að þörfum hvers fræðasviðs. Efla þurfi þátttöku starfsfólks í skipulagi, stjórnun og mótun framtíðarsýnar skólans. Hann vilji endurskoða endurskoða umgjörð rannsóknatengds framhaldsnáms á meistara- og doktorsstigi. Framhaldsnám við Háskóla Íslands hafi aldrei haft viðunandi fjármögnunarlíkan og fyrir nokkru sé komið að þolmörkum. „Brýnt er að tryggja styrk þess í samanburði við erlenda háskóla og leggja skýra áherslu á alþjóðlegt samstarf. Auk þess þarf að sjá til þess að fjármögnun rannsóknartengds framhaldsnáms sé í samræmi við umfang þess og fjármögnunarlíkan tryggi gæði námsins.“ Vill leita leiða til að draga úr vinnu nemenda Magnús Karl segist stefna að því að efla rannsóknir á öllum sviðum og jafnframt efla rannsóknavitund nemenda allt frá upphafi grunnnáms í skólanum. Öflugt rannsóknarstarf sé nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum með aðkomu nýdoktora og nýrra akademískra starfsmanna, auk þess sem slík uppbygging sé forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs. Þá vilji hann auka samstarf milli deilda og fræðasviða við rannsóknir og kennslu. Einn helsti styrkur Háskóla Íslands liggi í fræðilegri breidd skólans. Draga þurfi markvisst úr hindrunum fyrir fræðilegu samstarfi, bæði við kennslu og rannsóknir. Hyggja þurfi sérstaklega að hvötum í fjárhagslíkani skólans sem aukið geti og eflt slíkt samstarf. Loks vilji hann leita leiða til að draga úr vinnu nemenda með námi. „Of margir háskólanemar vinna samhliða fullu háskólanámi. Það er mikið hagsmunamál fyrir háskólamenntun í landinu að námsmönnum sé veittur nægilegur fjárhagslegur stuðningur svo þau megi helga sig háskólanámi. Háskólayfirvöld eiga að leggja samtökum stúdenta lið í þessari hagsmunabaráttu.“ Háskólar Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Í framboðstilkynningu á Facebook segir Magnús Karl að eftiir margra ára störf við Háskóla Íslands og áður við háskóla- og rannsóknastofnanir erlendis hafi hann áhuga, reynslu og þekkingu til að leiða uppbyggingu rannsókna og kennslu á háskólastigi. „Ég bý einnig yfir miklum metnaði fyrir hönd Háskóla Íslands sem ég vil láta koma að notum. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram í embætti rektors Háskóla Íslands.“ Tvö um hituna eins og er Áður hafði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, tilkynnt að hún geri ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. Vill tryggja aukna fjármögnun Í tilkynningu Magnúsar Karls telur hann upp helstu áhersluatriði sín. Hann stefni á að tryggja aukna fjármögnun til Háskóla Íslands. Markmiðið sé að framlög til Háskólans séu sambærileg við framlög nágrannaþjóða okkar til háskólamenntunar. „Sú vanfjármögnun sem Háskólinn stendur frammi fyrir þrengir að gæðum hans og grefur undan innviðum skólans. Það er brýnt að varðveita þá breidd í námi og rannsóknum sem Háskóli Íslands bý.“ Hann vilji beita embætti rektors af festu í umræðu um gildi háskóla fyrir samfélagið. Háskóli Íslands hafi á undanförnum árum notið alþjóðlegrar viðurkenningar sem öflugur háskóli á helstu fræðasviðum, en þessi staða sé ekki sjálfgefin. Tala þurfi skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, menningar og lista og aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Efla þurfi innviði og aðstöðu Þá stefni hann að því að efla innviði og bæta aðstöðu fyrir mannauð Háskóla Íslands og stuðla að áframhaldandi nýliðun. Vaxandi álags og þreytu gæti hjá starfsfólki skólans og því þurfi að gæta sérstaklega að velferð starfsfólks, jafnrétti og öryggi. Huga þurfi sérstaklega að góðri starfsaðstöðu sem sniðin sé að þörfum hvers fræðasviðs. Efla þurfi þátttöku starfsfólks í skipulagi, stjórnun og mótun framtíðarsýnar skólans. Hann vilji endurskoða endurskoða umgjörð rannsóknatengds framhaldsnáms á meistara- og doktorsstigi. Framhaldsnám við Háskóla Íslands hafi aldrei haft viðunandi fjármögnunarlíkan og fyrir nokkru sé komið að þolmörkum. „Brýnt er að tryggja styrk þess í samanburði við erlenda háskóla og leggja skýra áherslu á alþjóðlegt samstarf. Auk þess þarf að sjá til þess að fjármögnun rannsóknartengds framhaldsnáms sé í samræmi við umfang þess og fjármögnunarlíkan tryggi gæði námsins.“ Vill leita leiða til að draga úr vinnu nemenda Magnús Karl segist stefna að því að efla rannsóknir á öllum sviðum og jafnframt efla rannsóknavitund nemenda allt frá upphafi grunnnáms í skólanum. Öflugt rannsóknarstarf sé nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum með aðkomu nýdoktora og nýrra akademískra starfsmanna, auk þess sem slík uppbygging sé forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs. Þá vilji hann auka samstarf milli deilda og fræðasviða við rannsóknir og kennslu. Einn helsti styrkur Háskóla Íslands liggi í fræðilegri breidd skólans. Draga þurfi markvisst úr hindrunum fyrir fræðilegu samstarfi, bæði við kennslu og rannsóknir. Hyggja þurfi sérstaklega að hvötum í fjárhagslíkani skólans sem aukið geti og eflt slíkt samstarf. Loks vilji hann leita leiða til að draga úr vinnu nemenda með námi. „Of margir háskólanemar vinna samhliða fullu háskólanámi. Það er mikið hagsmunamál fyrir háskólamenntun í landinu að námsmönnum sé veittur nægilegur fjárhagslegur stuðningur svo þau megi helga sig háskólanámi. Háskólayfirvöld eiga að leggja samtökum stúdenta lið í þessari hagsmunabaráttu.“
Háskólar Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira