Síðan 1956 hefur France Football veitt Gullboltann (e. Ballon d‘Or) í karlaflokki og frá árinu 2018 hóf tímaritið einnig að verðlauna bestu kvenkyns leikmenn heims.
Hin 29 ára gamla Glódís Perla var meðal þeirra sem voru tilnefndar í ár eftir frábært tímabil með Bayern á síðustu leiktíð sem og íslenska landsliðinu. Nú er ljóst að hún er í 22. sæti listans.
2024 Women's Ballon d'Or ranking:
— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024
2️⃣1️⃣ Mayra Ramirez
2️⃣2️⃣ @glodisperla
2️⃣3️⃣ Tarciane
2️⃣4️⃣ Lea Schüller
2️⃣5️⃣ Sjoeke Nüsken #ballondor pic.twitter.com/5gqZro8kDH
Talið er næsta öruggt að Aitana Bonmatí, miðjumaður Barcelona og Spánar, „verji“ titilinn.