Garrett er einn besti varnarmaður NFL deildarinnar og þekktur fyrir að herja á leikstjórnendur mótherjanna. Þessi stóri og sterki leikmaður er mjög hreyfanlegur á velli og það er því ekkert grín að eiga við kappann.
Að þessu sinni ákvað Garrett að mæta til leiks í gervi Arnold Schwarzenegger úr „The Terminator“ myndunum.
Garrett fór heldur ekki einföldu leiðina að því að útbúa búning sinn heldur kallaði hann til fagfólk sem breytti honum hreinlega í leigumorðingavélmennið sem kemur úr framtíðinni til að drepa Söruh Connor.
Gervi Garrett vakti líka mikla lukku en það má sjá hann mæta hér fyrir neðan.
Garrett og félagar gerðu líka frábæra hluti í leiknum því þeir unnu þar sjóðheitt lið Baltimore Ravens. Ravens menn komu í leikinn á fimm leikja sigurgöngu en urðu að sætta sig við 29-24 tap.
Myles Garrett showed up to the stadium for today’s game vs. the Ravens dressed as “The Terminator.”
— Adam Schefter (@AdamSchefter) October 27, 2024
📹 @Browns
pic.twitter.com/TIuqFzTnM9