Kvennabarátta síðustu áratuga og virðing fyrir starfi kennara Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 28. október 2024 11:15 Fyrsti kvennafrídagurinn á Íslandi var haldinn þann 24. október árið 1975. Eins og allir vita þá lögðu konur niður störf þennan dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra í samfélaginu, bæði á vinnumarkaði og heimilum. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum verkfallsaðgerðum, sem undirstrikaði stöðu þeirra og áhrif í íslensku samfélagi. Þessi staðreynd leitaði á mig og ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið mjög hugsi síðustu vikurnar yfir stöðu kvenna á vinnumarkaði og þeirri virðingu sem þær njóta fyrir störf sín í íslensku samfélagi dagsins í dag. Að það skuli enn vera staðan, eftir öll þessi ár sem liðinn eru frá þessum merka degi í október 1975, að konur njóti ekki verðleika sinna í störfum þeim sem þær sinna í samfélaginu. Það er nefnilega svo að hörð umræðan um kjarabaráttu kennara hefur undanfarnar vikur varpað ljósi á þá stöðu sem enn er uppi í samfélaginu og tengist virðingu og viðurkenningu á starfi sem er einkum sinnt af konum, eins og kennslu. Í samfélögum víða um heim, þar á meðal á Íslandi, hefur lengi verið viðurkennt að launakjör í starfsstéttum sem að mestu eru skipaðar konum, svo sem kennarastörfum, eru oft lægri en í öðrum sérfræðistörfum sem krefjast sambærilegrar menntunar. Og að við séum ekki komin lengra en raun ber vitni í að leiðrétta þetta þrátt fyrir áralanga og sanngjarna baráttu kvenna. Það er dapurleg staðreynd. Ástæður fyrir þessu eru margþættar og tengjast bæði sögulegum og félagslegum þáttum. Kennarastarf, sérstaklega á grunn- og leikaskólastigi, hefur lengi verið litið á sem „kvennastarf“og fullyrða má að hafi því ekki notið sömu virðingar og önnur sérfræðistörf. Þrátt fyrir að kennarar þurfi að hafa fimm ára háskólamenntun, líkt og margir aðrir sérfræðingar, þá endurspegla launakjör þeirra alls ekki þá menntun og færni sem starf þeirra krefst. Þessi mismunur er því miður vísbending um djúp samfélagsleg viðhorf sem líta niður á störf sem eru talin „kvenleg“og álitin minna virði. Kjaradeilan endurspeglar því ekki einungis ágreining um laun og starfskjör, heldur varpar hún einnig ljósi á viðhorf til jafnréttis og viðurkenningar á starfsgrein kvenna sem leggur ómetanlegan grunn í þróun samfélagsins. Hvernig viljum við sem samfélag mæta og virða þá sem leggja grunn að menntun og þroska ungra einstaklinga. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við lakari kjör en aðrir sérfræðingar með sambærilega menntun. Viðurkenning á þeirra mikilvæga hlutverki og réttlát launakjör þeim til handa eru lykilatriði í að byggja upp heilbrigt samfélag sem byggir á jafnrétti, velferð og virðingu. Þeir sem mest hafa haft sig í frammi við að tala niður til kennara og gaslýsa þá undanfarnar vikur eru um leið að tala niður konur og þeirra ómetanlegu störf í þágu þjóðar. Og skömmin er þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og skólastjórnandi til tæplega 30 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrsti kvennafrídagurinn á Íslandi var haldinn þann 24. október árið 1975. Eins og allir vita þá lögðu konur niður störf þennan dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra í samfélaginu, bæði á vinnumarkaði og heimilum. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum verkfallsaðgerðum, sem undirstrikaði stöðu þeirra og áhrif í íslensku samfélagi. Þessi staðreynd leitaði á mig og ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið mjög hugsi síðustu vikurnar yfir stöðu kvenna á vinnumarkaði og þeirri virðingu sem þær njóta fyrir störf sín í íslensku samfélagi dagsins í dag. Að það skuli enn vera staðan, eftir öll þessi ár sem liðinn eru frá þessum merka degi í október 1975, að konur njóti ekki verðleika sinna í störfum þeim sem þær sinna í samfélaginu. Það er nefnilega svo að hörð umræðan um kjarabaráttu kennara hefur undanfarnar vikur varpað ljósi á þá stöðu sem enn er uppi í samfélaginu og tengist virðingu og viðurkenningu á starfi sem er einkum sinnt af konum, eins og kennslu. Í samfélögum víða um heim, þar á meðal á Íslandi, hefur lengi verið viðurkennt að launakjör í starfsstéttum sem að mestu eru skipaðar konum, svo sem kennarastörfum, eru oft lægri en í öðrum sérfræðistörfum sem krefjast sambærilegrar menntunar. Og að við séum ekki komin lengra en raun ber vitni í að leiðrétta þetta þrátt fyrir áralanga og sanngjarna baráttu kvenna. Það er dapurleg staðreynd. Ástæður fyrir þessu eru margþættar og tengjast bæði sögulegum og félagslegum þáttum. Kennarastarf, sérstaklega á grunn- og leikaskólastigi, hefur lengi verið litið á sem „kvennastarf“og fullyrða má að hafi því ekki notið sömu virðingar og önnur sérfræðistörf. Þrátt fyrir að kennarar þurfi að hafa fimm ára háskólamenntun, líkt og margir aðrir sérfræðingar, þá endurspegla launakjör þeirra alls ekki þá menntun og færni sem starf þeirra krefst. Þessi mismunur er því miður vísbending um djúp samfélagsleg viðhorf sem líta niður á störf sem eru talin „kvenleg“og álitin minna virði. Kjaradeilan endurspeglar því ekki einungis ágreining um laun og starfskjör, heldur varpar hún einnig ljósi á viðhorf til jafnréttis og viðurkenningar á starfsgrein kvenna sem leggur ómetanlegan grunn í þróun samfélagsins. Hvernig viljum við sem samfélag mæta og virða þá sem leggja grunn að menntun og þroska ungra einstaklinga. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við lakari kjör en aðrir sérfræðingar með sambærilega menntun. Viðurkenning á þeirra mikilvæga hlutverki og réttlát launakjör þeim til handa eru lykilatriði í að byggja upp heilbrigt samfélag sem byggir á jafnrétti, velferð og virðingu. Þeir sem mest hafa haft sig í frammi við að tala niður til kennara og gaslýsa þá undanfarnar vikur eru um leið að tala niður konur og þeirra ómetanlegu störf í þágu þjóðar. Og skömmin er þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og skólastjórnandi til tæplega 30 ára.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun