Bjarni Jónsson til liðs við Græningja Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. október 2024 11:58 Bjarni Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum í mánuðinum. Vísir/Arnar Bjarni Jónsson alþingismaður hefur gengið til liðs við nýja stjórnmálahreyfingu Græningja. „Ég hef ákveðið að ganga til liðs við nýtt stjórnmálaafl Græningja og verð nú fulltrúi hreyfingarinnar á Alþingi. Græningjar eru vaxandi hreyfing þar sem umhverfismál og náttúruvernd eiga sér einlægan og sterkan málsvara, en slíkan flokk er ekki að finna á Alþingi í dag,“ segir Bjarni. Bjarni Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum fyrr í mánuðinum, og sagði flokkinn hafa sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum. Bjarni var kosinn á þing fyrir Vinstri græna árið 2021, og var varaþingmaður fyrir flokkinn kjörtímabilið 2017-2021. Brennur fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis Í fréttatilkynningu frá Bjarna kveðst hann brenna fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis, sem hann hafi barist fyrir. „Að við virðum og njótum en göngum ekki á auðlindir okkar og náttúru. Að öll njóti grundvallar mannréttinda óháð búsetu og hlúð sé að nærsamfélaginu.“ Þá segir hann að farsæl vegferð til framtíðar felist í verndun ósnortrar og einstakrar náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika. Hann segir í samtali við Vísi að frekari fregnir af framboðsmálum hins nýja Græningjaflokks muni berast fljótlega. „Ég er orðinn þeirra þingmaður á Alþingi, og síðan verða frekari fréttir af framboðsmálum mjög fljótlega. Hvað varðar mitt framboð og kjördæmi,“ segir Bjarni. Hann segir að hreyfingin stefni að því að bjóða fram í öllum kjördæmum. Fréttin hefur verið uppfærð Alþingiskosningar 2024 Alþingi Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. 20. október 2024 16:01 Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. 21. október 2024 19:01 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
„Ég hef ákveðið að ganga til liðs við nýtt stjórnmálaafl Græningja og verð nú fulltrúi hreyfingarinnar á Alþingi. Græningjar eru vaxandi hreyfing þar sem umhverfismál og náttúruvernd eiga sér einlægan og sterkan málsvara, en slíkan flokk er ekki að finna á Alþingi í dag,“ segir Bjarni. Bjarni Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum fyrr í mánuðinum, og sagði flokkinn hafa sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum. Bjarni var kosinn á þing fyrir Vinstri græna árið 2021, og var varaþingmaður fyrir flokkinn kjörtímabilið 2017-2021. Brennur fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis Í fréttatilkynningu frá Bjarna kveðst hann brenna fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis, sem hann hafi barist fyrir. „Að við virðum og njótum en göngum ekki á auðlindir okkar og náttúru. Að öll njóti grundvallar mannréttinda óháð búsetu og hlúð sé að nærsamfélaginu.“ Þá segir hann að farsæl vegferð til framtíðar felist í verndun ósnortrar og einstakrar náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika. Hann segir í samtali við Vísi að frekari fregnir af framboðsmálum hins nýja Græningjaflokks muni berast fljótlega. „Ég er orðinn þeirra þingmaður á Alþingi, og síðan verða frekari fréttir af framboðsmálum mjög fljótlega. Hvað varðar mitt framboð og kjördæmi,“ segir Bjarni. Hann segir að hreyfingin stefni að því að bjóða fram í öllum kjördæmum. Fréttin hefur verið uppfærð
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. 20. október 2024 16:01 Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. 21. október 2024 19:01 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. 20. október 2024 16:01
Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. 21. október 2024 19:01